Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 74
KYNNING − AUGLÝSINGÚtskriftir LAUGARDAGUR 18. MAÍ 20138
FYRIRHAFNAR
LÍTIL VEISLA
Útskrift er merkur áfangi, hvort
sem hún fer fram frá mennta-
skóla, háskóla eða öðrum
menntastofnunum. Því ætti að
sæta lagi og fagna í góðra manna
hópi. Vissulega vex sumum í
augum umstangið í kringum
veisluhöld en ef rétt er haldið
á spöðunum má halda því í
lágmarki.
Til dæmis
er óþarfi að
leggjast í
margra daga
bakstur og
matargerð.
Einföld lausn
væri að
bjóða upp á
osta af ýmsu tagi og léttvín með.
Ostapinnar eru klassískir enda
geta þeir orðið eins fjölbreyttir
og hugmyndaflugið leyfir. Ásamt
ostakubbunum má stinga vínberi,
ólífu, kjötáleggi, tómötum eða
hverju einu á pinnann.
Ostabakkar eru einfaldir,
einungis þarf að taka utan af
ostunum og raða fallega á bakka
með kexi og ávöxtum ef vill.
Þeir sem þrá smá bit geta
búið til afar góðan og einfaldan
rétt. Þá er rjómaostur settur
á disk, yfir hann er hellt sætri
chilli-sósu. Síðan eru mexíkóskar
tortillur notaðar til að skófla upp
herlegheitunum.
Skóli Grunnnám (B.A., B.S.) Meistarastig (M.A., M.S.) Doktorspróf Annað nám Samtals
Háskóli Íslands* 1733 814 38 227 2812
Háskólinn á Bifröst 44 22 66
Listaháskóli Íslands 126 16 142
Háskólinn í Reykjavík 287 167 3 115 572
Háskólinn á Akureyri 224 57 281
Landbúnaðarháskólinn
á Hvanneyri 28 12 49 89
Háskólinn á Hólum 28 1 15 44
* Tölur frá HÍ eru miðaðar við fjölda útskriftarnema frá árinu 2012
FJÖLDI NEMENDA SEM ÁÆTLAÐ ER AÐ ÚTSKRIFIST VORIÐ 2013Fjögur þúsund
stefna á útskrift
úr háskóla
Dágóður hópur Íslendinga mun flagga glænýju há-
skólaprófi í vor. Um fjögur þúsund hafa skráð sig til
útskriftar í þeim sjö háskólum sem starfa á landinu en
þó er ljóst að þessi tala er aðeins áætluð enda ein hverjir
sem munu fresta útskrift og aðrir sem ekki
munu standast prófraunina þegar á reynir.
Þó er gaman að rýna í áætlaðan fjölda
útskriftarnema og hvernig þeir skiptast
eftir gráðum.