Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 88
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 52
BÓKIN SEM
BREYTTI
LÍFI MÍNU
Stefán Pálsson
sagnfræðingur
Fransk/belgískar teiknimyndasögur
helltust yfir íslensk ungmenni á
seinni hluta áttunda áratugarins og
í byrjun þess níunda. Titlafjöldinn
var ótrúlegur og bækurnar seldar í
bílförmum. Ekki leist öllum menn-
ingarvitum vel á þessa þróun,
teiknimyndasögur voru taldar for-
heimskandi og myndu geta af sér
kynslóð sem ekki réði við að lesa
venjulegar bækur.
Foreldrar mínir voru
meðvitaðir vinstrirót-
tæklingar og neituðu
að kaupa handa mér
teiknimyndasögur.
Þau gátu ekki komið í
veg fyrir að ættingjar
gæfu mér slíkar bækur,
en neituðu í staðinn
að lesa þær fyrir mig.
Fyrir vikið lærði ég að
lesa fimm ára gamall
með því að stauta mig í
gegnum teiknimyndabækur og kom
mér upp teiknimyndasagnablæti sem
braust út með söfnunaráráttu á full-
orðinsárum.
Tembó Tabú var fyrsta Svals og
Vals-bókin sem ég eignaðist. Sagan
er langt frá því að vera sú besta í
bókaflokknum. Plottið frekar rýrt
með rauðum fílum og mannætu-
plöntum, auk þess sem
útlit og atferli svörtu
skógardverganna í
bókinni þótti svo rasískt
að hún fékkst ekki
útgefin í Svíþjóð. Þrátt
fyrir þunnan söguþráð
sýnir Tembó Tabú
styrkleika höfundarins
Franquins mjög vel.
Hann er bestur þegar
dýramyndir koma
við sögu, enda berst
leikurinn ansi oft til
Afríku í sögum hans.
VIÐ MIÐBAKKANN Listahátíð í Reykjavík var sett með pomp og prakt í 27. sinn við Miðbakkann á Reykjavíkurhöfn í gær. Þá
flutti Lilja Birgisdóttir myndlistarmaður skipakonsertinn Vessel Orschestra, sem hún samdi sérstaklega að beiðni Listahátíðar.
Lilja stóð á Miðbakkanum og stjórnaði skipsflautunum í gegnum talstöð. Um 600 listamenn taka þátt í Listahátíð í ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
MENNING
Sýningin Art=Text=Art verður
opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði
klukkan 12 í dag.
Á sýningunni, sem er haldin í
samstarfi við Listahátíð í Reykja-
vík, eru á níunda tug verka eftir
hátt í 50 alþjóðlega myndlistar-
menn sem eiga það sameiginlegt
að hafa sjónræna eða hugmynda-
lega tengingu við texta og ritað
mál.
Flestir listamannanna koma
frá Bandaríkjunum en að auki
eru verk eftir íslenska lista-
manninn Jón Laxdal.
Verkin á sýningunni eru öll úr
safni Sally og Wynn Kramarsky.
Sýningarstjórar eru N. Eliza-
beth Schlatter listfræðingur og
Rachel Nackman, sýningarstjóri Kramarsky Collection.
Á morgun klukkan 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna í
fylgd með Rachel Nackman, sýningarstjóra Kramarsky Collection.
Leiðsögnin fer fram á ensku.
Tengsl texta og
myndlistar í Hafnarborg
Á níunda tug verka eft ir hátt í 50 listamenn til sýnis
MYND OG MÁL Jón Laxdal er eini Íslend-
ingurinn í hópi hátt í 50 listamanna sem
eiga verk á sýningunni.
Tembó tabú Franquin
ásamt Greg og Jean Roba
Íslenzk silfursmíð
Safnbúð Þjóðminjasafnsins
Komið er út ritið Íslenzk silfursmíð eftir Þór Magnús-
son, sem fjallar um íslenska silfursmiði og verk þeirra,
allt frá miðöldum til tuttugustu aldar. Ritið er í tveimur
bindum og fylgir gullsmiðatal, þar sem taldir eru gull-
og silfursmiðir fæddir á Íslandi fram til ársins 1950.
Fæst í safnbúð Þjóðminjasafnsins. Verð 18.900 kr.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
afslátturí tilefni útskrifta
20%
Frábærar ferðabækur í Hagkaup
4.599
KYNNINGAR-
VERÐ
5 4. 99
4.599
KYNNINGAR-
VERÐ
5 4. 99 4.599
KYNNINGAR-
VERÐ
5 4. 99
4.599
KYNNINGAR-
VERÐ
5 4. 99
4.199
KYNNINGAR-
VERÐ
4.999
4.199
KYNNINGAR-
VERÐ
4.999
G
ild
G
ild
G
ildildild
G
ild
G
ild
G
ild
G
ild
G
ilddd
tttttttt
ir
t
ir
t
ir
tr tr r
l 3l 3l 3il
3
il
3
il
3l 3l 33llllllillillllililililiiiiiiiiii
1.
m
1.
m. m1.
m
1.
m
1.
mmmmmmm
11.
1.1.
....11111111111
í.aí
.í.aí
.íííaíaííí
.ííííííííííííííííííííííaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa
Blásið til Listahátíðar