Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 80
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 44 Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hlýju og vinarhug við andlát og útför pabba okkar og afa, PÁLS JÓHANNSSONAR rafvirkja. Sólrún Hulda Pálsdóttir Björg Elín Pálsdóttir Bjarki Páll Sigurðsson Tómas Andri Kjartansson TÍMAMÓT Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR G. JÓNSSON andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 12. maí. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju þann 21. maí kl. 11.00. Elísabet Jensdóttir Jens Hilmarsson Sigfríð Margrét Bjarnadóttir Jón Rúnar Hilmarsson Alexandra Chernyshova Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir Jón Þór Antonsson barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, INGU LOVÍSU GUÐMUNDSDÓTTUR Lækjarsmára 8, Kópavogi, sem lést 19. apríl sl. Guðlaug Anna Ámundadóttir Snorri Böðvarsson Gunnar Þorsteinsson Ásdís Ámundadóttir Kjartan H. Bjarnason Guðmundur Ámundason Elísabet Siemsen Ámundi Ingi Ámundason Hanna G. Daníelsdóttir Reynir Ámundason Guðrún H. Sigurðardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT GUÐBJÖRNSDÓTTIR Jaðarsbraut 33, Akranesi, andaðist miðvikudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 22. maí kl. 14.00. Tryggvi Björnsson Helga Bjarnadóttir Bryndís Tryggvadóttir Áki Jónsson Guðbjörn Tryggvason Þóra Sigurðardóttir Tryggvi Grétar Tryggvason Þórey Þórarinsdóttir og ömmubörn.Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN BERGSDÓTTIR fyrrverandi skólastjóri, sem lést 11. maí síðastliðinn verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 22. maí kl.13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og Heimahlynningu Akureyrar. Guðrún Jónína Friðriksdóttir Steinar Smári Tryggvason Steingrímur Friðriksson J. Freydís Þorvaldsdóttir Guðný Friðriksdóttir Hrefna Þórunnardóttir Yrsa Hörn Helgadóttir Gunnar Gíslason Ylfa Mist Helgadóttir Haraldur Ringsted og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, LAUFEY GUÐBRANDSDÓTTIR er látin. Berent Th. Sveinsson „Ég vil helst eiga afmæli á tíu ára fresti. Reyni að halda því þannig,“ segir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur sem er sex- tugur í dag. Hann kveðst hafa haldið upp á tugaafmælin frá því hann var þrítugur og ekki ætla að bregða út af þeim vana nú. Pétur þolir líka betur en margur annar að borða veislumat því maðurinn er grannvaxinn. „Ég hef alltaf verið mjór,“ segir hann. Þegar ég fædd- ist sagði fólk: „Ósköp er hann horaður.“ Katrín Thoroddsen ljósmóðir sem kom heim til foreldra minna strax eftir fæð- inguna, því mér lá á og faðir minn tók á móti mér, sagði: „Já, hann safnar nú ekki holdum þessi fyrr en eftir sextugt“. Þannig að nú fer ég að safna holdum!“ Helst illa á fé Pétur er ættaður ofan úr Borgarfirði. „Mamma flutti sem barn í bæinn og pabbi sem unglingur til að læra húsa- smíði. Ég er alinn upp á mölinni af fólki sem í raun var aldrei eðlilegt nema þegar það var komið inn fyrir Elliðaár. Þá tók það karakterbreyt- ingum, fannst eðlilegra og viðkunn- anlegra að vera í sveit. Ég er alinn upp í virðingu fyrir landbúnaði enda er ég algjörlega á móti ódýrum land- búnaðar vörum.“ Skyldi Pétur kannski hafa komið sér upp koti í sveitinni? „Nei, því miður. Mér helst illa á fé. Ég hef aldrei verið hálaunamaður og heldur ekki fyrirhyggjusamur. Ef ég ætti ekki svona góða konu þá efast ég um að ég ætti, eða þættist eiga, íbúð.“ Þessi góða kona heitir Kolbrún Jóns- dóttir. „Hún er eðalkona. Viðskipta- fræðingur og vinnur í Íslandsbanka,“ segir Pétur. „Fjölskylduhagir mínir eru eins góðir og þeir geta verið. Ég á þrjá syni hvern öðrum vandaðri. Einn þeirra er fóstursonur minn. Svo á ég fjögur barnabörn.“ Hann kveðst hafa orðið ekkjumaður ungur. „Ég missti fyrri konuna mína 1987 en drengirnir mínir tveir uxu úr grasi og urðu myndar legir menn. Annar er atvinnu- tónlistarmaður, Guðmundur Péturs- son gítarleikari sem hefur spilað með öllum og engum. Yngri sonur minn er Gunnlaugur Pétursson og hann á þrjú þessara barnabarna minna og er á öðru ári í sálfræði. Elti pabba sinn og stendur sig afburðavel. Miklu betur en ég. Svo er fóstursonur minn, Ómar Örn Bjarnason, lögmaður hér í bæ.“ Dagsbrúnarverkamaður með læti Eftir að hafa stúderað félagsfræði, stjórnmálafræði, hugmynda- og lær- dómssögu og unnið bæði verkamanna- vinnu og sem áfengisráðgjafi hjá SÁÁ og Gävleborg settist Pétur aftur á skólabekk 41 árs til að nema sálfræði. Hann hefur verið sálfræð ingur hjá Landspítalanum frá ársbyrjun 2003 og einnig kennt sálfræði í HÍ og komið nálægt ýmsum rannsóknarverk efnum. „Ég var líka dubbaður upp í það að vera formaður Sálfræðingafélagsins 2007 og slapp úr þeirri prísund eftir sex ár núna í febrúar.“ Þegar að er gáð á Pétur alls konar feril, til dæmis pólitískan feril, var í forystu Fylkingarinnar og hreyf- ingu Trotskíista, að baki. „Ég var Dagsbrúnarverkamaður með læti og svona,“ rifjar hann upp. „Svo á ég feril sem blústónlistarmaður, feril sem áfengisráðgjafi og sem sálfræðingur. Auk þess hef ég alið upp börn sem eru að pluma sig vel þannig að ég get verið ánægður held ég. Er greinilega í þessu viðtali búinn að tala mig upp í það.“ Hann kveðst líka alltaf vera með ein- hverjar dellur, svo sem að lesa Marx og veiða á flugu. „Núna er ég að koma mér upp ljósmyndadellu og er farinn að hjóla í vinnuna. En ég reyki enn þá. Er búinn að reykja í 45 ár. Það er aðeins of mikið.“ gun@frettabladid.is Fer nú að safna holdum Pétur Tyrfi ngsson á margs konar feril að baki. Í þessu viðtali talar hann sig upp í það að vera ánægður með lífi ð fram að þessu, þegar hann lítur til baka af sextugsafmælissjónarhólnum. PÉTUR TYRFINGSSON „Ég hef aldrei verið hálaunamaður og heldur ekki fyrirhyggjusamur. Ef ég ætti ekki svona góða konu þá efast ég um að ég ætti, eða þættist eiga, íbúð.“ FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON MERKISATBURÐIR 1565 Tyrkjaveldi hefur umsátur um Möltu. 1897 Stokkseyrarhreppi er skipt í Stokkseyrarhrepp og Eyrarbakkahrepp. 1908 Rannsóknarskipinu Pourquoi-Pas? er hleypt af stokkunum í Saint-Malo í Frakklandi. 1920 Sambandslögin frá 1918 eru stað- fest með breytingum á stjórnarskrá. 1978 Selfoss fær kaupstaðarréttindi. 1980 Eldfjallið Sankti Helena gýs í Wash ingtonfylki. 57 létust og tjónið var metið á þrjá milljarða dollara. 1989 Verkfalli Bandalags háskólamanna lýkur sem hafði staðið í sex vikur og valdið mikilli röskun á skólastarfi og fleiru. 2006 Silvía Nótt syngur fyrir hönd Íslands í forkeppni Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.