Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 16
15. júní 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Nýtt kjörtímabil hófst með tveimur stefnuræðum. Forseti Íslands flutti þá fyrri á þingsetningar-
fundinum; rétt eins og drottningin
í breska þinginu. Hæpið er að stað-
hæfa að sú uppákoma hafi verið
tilraun til að breyta stjórnskipun
landsins.
Nær lagi er að líta svo á að með
henni hafi forsetinn aðeins verið að
slá í gadda að utanríkispólitíkinni
og þeim lykilatriðum í efnahags-
stefnunni sem af henni leiða er ráðið
til lykta á Bessastöðum meðan þessi
ríkisstjórn situr. Ríkari ástæða er
til að áfellast ríkisstjórnina en for-
setann fyrir þessa afkáralegu stöðu.
Forsætisráð-
herra flutti síð-
ari stefnuræðuna
í samræmi við
þingsköp. Hún er
bundin ákveðn-
um formreglum
og hefðum. Fyrir
vikið er ekki
sanngjarnt að
bera hana saman við aðrar ræður
sem fluttar eru í framhaldinu.
Eina nýmælið í stefnuræð-
unni var tilkynning um að setja
kosninga loforð Framsóknarflokks-
ins í húsnæðismálum í þings-
ályktun. Ekkert er að því að hafa
þann hátt á. En augljóst er öllum
sem til þekkja að ástæðan er aðeins
sú að það er eina leiðin til að láta
líta svo út að strax hafi verið hafist
handa við að efna loforðin. En til-
lagan staðfestir að ríkisstjórnin veit
ekki enn hvernig á að fara að því. Að
því leyti sýnir hún veikleika.
Það var fjármálaráðherrann
sem flutti þungavigtarboðskapinn
í stefnuumræðunni á Alþingi. Þar
kom fram skýr og ákveðinn boð-
skapur um hallalaus fjárlög, stöðug-
leika og samstarf við aðila vinnu-
markaðarins. Orð hans um höftin
og viðskiptafrelsið voru af sama
toga. Engum gat dulist að metnað-
ur og rík ábyrgðartilfinning bjó þar
að baki.
Tvær stefnuræður og ein í þungavigt
Vandi fjármálaráðherrans ligg-ur einkum í tvennu: Annars vegar er mjög flókið að skýra
út hvernig loforð Framsóknar-
flokksins ríma við hallalaus fjárlög
og stöðugleika. Hins vegar er það
nokkur þraut að sannfæra menn um
að til lengri tíma sé unnt að viðhalda
stöðugleika og fullu viðskiptafrelsi
um leið og öllum öðrum gjaldmiðils-
kostum en krónunni er hafnað. Síð-
asti landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins hafði til að mynda ekki trú á því;
var þröngsýni þó ekki í banni þar.
Eftir úrslit kosninganna eru leið-
togar fyrrverandi ríkisstjórnar-
flokka málefnalega í fjötrum.
Þeir þurfa að vinna til trausts á
ný. Málflutningur þeirra í stefnu-
umræðunni bendir til að þeir átti
sig á þeim vanda þó að þeir nefni
snögga bletti sem þeir þykjast sjá.
Það er hlutverk stjórnarandstöðu á
hverjum tíma.
VG telur augljóslega að
umhverfis málin séu líklegust til
að endurheimta traustið. Efnahags-
málin eru ekki þeirra sterka hlið.
Formaður Samfylkingar innar vék
meðal annars í hófsamri og stuttri
athugasemd að þeirri hættu sem
liggur í þjóðernismálflutningi
Framsóknarflokksins.
Markmið með honum er ekki að
sameina heldur að skilja í sundur.
Þeir einir eru álitnir góðir Íslend-
ingar sem aðhyllast þröngsýna
afstöðu forsetans í utanríkis málum.
Sagan geymir of mörg dæmi um
ógæfu sem fylgt getur slíkri hugs-
un valdhafa. Þessi áminning var því
réttmæt.
Snöggu blettirnir
Ríkisstjórnin hefur hætt aðildar viðræðunum við Evrópu sambandið. Alþingi
tók á sínum tíma ákvörðun
um aðildarumsóknina. Í full-
veldi Alþingis felst að Ísland er
umsóknar land þar til það sjálft
ályktar annað. Utanríkisráðherra
hefur farið á fund framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins til
að gera þar formlega grein fyrir
stefnubreytingu landsins. Svo langt
er gengið að þetta er gert án þess
að virða fyrst fullveldisrétt Alþings
til að breyta upphaflegri ákvörðun
Íslands. Ekki er unnt að lítilsvirða
fullveldi Alþingis meir.
Forysta Sjálfstæðisflokksins gaf
fyrirheit um að framhald aðildar-
viðræðnanna yrði borið undir
þjóðar atkvæði á fyrri hluta kjör-
tímabilsins. Forsætisráðherra sagði
ekkert í stefnuræðunni um þetta
efni sem hald er í. Spurningum um
tímasetningu hefur hann svarað
með vísan í blámóðu upphæðanna.
Landbúnaðarráðherra hefur aftur á
móti tekið af tvímæli um að þjóðar-
atkvæði sé ekki á dagskrá.
Loks hefur utanríkisráðherra
sagt að aðildarviðræður muni
aldrei fara fram meðan hann situr.
Hann hefur lagt embættið að veði.
Það merkir að hugsanlegt þjóðar-
atkvæði um framhald viðræðna
snerist um setu hans og jafnvel
ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin
mun aldrei efna til þjóðaratkvæðis
á þeirri forsendu.
Af þessari yfirlýsingu utanríkis-
ráðherra er því ekki unnt að draga
aðra ályktun en að þjóðaratkvæði
um framhald viðræðna hafi verið
slegið út af borðinu. Í fréttaviðtali í
höfuðstöðvum Evrópusambandsins
gaf ráðherrann hins vegar til kynna
að spyrja mætti um eitthvað annað.
Forysta Sjálfstæðisflokksins
er króuð af í þessu máli. Hinu
er ósvarað hvort sú staða veldur
áhyggjum.
Fyrirheit um þjóðaratkvæði svikið
G
unnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gekk í
fyrradag á fund Stefans Füle, stækkunarstjóra
Evrópusambandsins, og greindi honum frá þeirri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera hlé á aðildar-
viðræðunum við Evrópusambandið.
Ummæli Füles á blaðamannafundi eftir viðræðurnar við utan-
ríkisráðherrann hljóta að vekja athygli af tveimur ástæðum.
Annars vegar ítrekaði hann
að afstaða Evrópusambandsins
um að hægt væri að halda áfram
og ljúka aðildar viðræðum við
Ísland væri óbreytt og ákvarð-
anir þar um í fullu gildi. „Við
höfum ekki aðeins viljann,
heldur einnig getuna til að ljúka
við ræðunum,“ sagði Füle.
Nær því verður ekki komizt að segja á diplómatamáli að
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi verið að bulla
þegar hann vitnaði til samtala sinna um aðildarviðræðurnar við
ónafngreinda heimildarmenn í ESB-ríkjum og dró af þeim þá
ályktun að ESB virtist „skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á
næstu árum“.
Hins vegar sagði Füle að það væru gagnkvæmir hagsmunir
Evrópusambandsins og Íslands að ákvörðun um framhald við-
ræðna væri tekin að lokinni hæfilegri skoðun. Hins vegar væri
það líka allra hagur að ákvörðunin væri ekki án tímamarka.
Þetta eru diplómatískt orðuð skilaboð um að viðræðuhléið geti
ekki orðið of langt.
Evrópusambandið sýnir því skilning að ríki vilji fara sér hægt
í aðildarviðræðnum vegna tímabundinna kringumstæðna, en
hefur auðvitað ekki áhuga á að láta draga sig á asnaeyrunum,
fremur en aðrir sem standa í samningaviðræðum.
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í viðtali við
Fréttablaðið í marz síðastliðnum að yrði viðræðunum slitið
kynni að verða erfitt að taka þær upp aftur.
„Það hefðbundna er að þegar aðildarviðræður eru teknar upp,
þá er þeim lokið – það fæst niðurstaða sem er lögð í dóm fólksins
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vaninn. Ég held að við höfum
engin dæmi um annað. Ég held að það yrði erfitt að halda áfram
síðar, því þá gæti verið komin upp sú staða innan ESB að menn
spyrðu sig að því hvort Íslendingar viti hvað þeir eru að gera. Ég
held að það gæti gerst,“ sagði Bildt þá.
Nú er það auðvitað svo að aðildarviðræðunum hefur ekki verið
slitið, heldur gert á þeim hlé. Ákvörðun Alþingis um að sækja
um aðild að ESB stendur enn. Ísland hefur áfram formlega stöðu
umsóknarríkis, með ýmsum réttindum sem því fylgja, þar með
töldum aðlögunarstyrkjum sem ríkisstjórnin hefur reyndar ekki
svarað hvort hún hyggst þiggja áfram eða afþakka.
Þannig er örlítilli rifu á dyrunum að ESB-aðild og nýjum
gjaldmiðli þjóðarinnar haldið opinni. En glufan getur lokazt ef
beðið er of lengi. Það væri afleitt, kæmust menn til dæmis að
þeirri niðurstöðu í lok kjörtímabils að fullreynt sé að ætla að
notast við krónuna sem framtíðargjaldmiðil.
Öll rök hníga að því að hléið eigi ekki að verða of langt, heldur
eigi þjóðin sem fyrst að fá að svara því hvort hún vilji halda
aðildarviðræðunum áfram – eins og ríkisstjórnarflokkarnir
lofuðu báðir fyrir kosningar.
Dyrnar að Evrópusambandsaðild geta lokazt:
Hversu langt hlé?
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is