Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 26
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26
B
irt
eð
f
m
eð
yr
irv
ar
a
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
r
ét
t
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
f
rv
yr
irv
ar
a.
Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
12.-23. september
Krít – Santorini – Haifa / Ísrael – Limasol / Kýpur – Alanya / Tyrkland –
Rhodos – Krít
Kaupmannahöfn – sigling – Hellesylt –
Geiranger – Andalsnes – Bergen – Stavanger
– Oslo – Kaupmannahöfn.
Örfá sæti laus
Júní, júlí og ágúst með hinu glæsilega
skemmtiferðaskipi Costa Luminosa
Krít
og dásemdir Miðjarðarhafsins
Fegurð norsku
fjarðanna
E
N
NN
E
M
M
S
IA
/
S
IA
•
N
M
57
64
9
Netverð á mann:
kr. 303.300 á mann í tvíbýli í klefa án glugga.
Innifalið: Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4* hóteli í 4 nætur á Krít með morgunverði.
Kvöldverður 12. og 20. september. Vikusigling með ÖLLU INNIFÖLDU. Hafnargjöld í
siglingu og akstur til og frá flugvelli og til og frá skipi.
Verðdæmi á mann (júníbrottfarir):
85.000 á mann í tvíbýli / innri klefa án glugga.
119.000 á mann í tvíbýli / ytri klefa með glugga
136.000 á mann í tvíbýli / klefi með svölum.
Innifalið: Vikusigling með öllu inniföldu og
hafnargjöldum.
Tilboðin gilda til 30. júní.
Nánar upplýsingar hjá
sölumönnum Heimsferða.
Sjá fleirri spennandi tilboð
á vegum Costa Cruises á
vefsíðu Heimsferða
www.heimsferdir.is
Frá 303.300 kr.
á mann í tvíbýli
SIG
LIN
GA
R
Spennandi tilboð frá Costa Cruises
Hvernig upplifðir þú að flytja frá Íslandi og alla leið til Dubai? Fyrst var
ég svolítið hrædd að flytja eitthvert sem ég hafði aldrei heyrt um og líka
að fara burt frá öllum vinum og fjölskyldu. En þegar ég kom til Dubai þá
fannst mér æðislegt. Ég bjóst ekki
við svona flottri borg. Ég hélt að
það væri bara einhver eyðimörk.
En svo varð ég líka svolítið hrædd
að fara í skóla þarna úti af því að
ég þekkti engan og enskan mín
var ekki eins góð og hún er núna.
En krakkarnir voru mjög góðir og
hjálpuðu mér að læra enskuna.
Hvernig gengur þér í skólanum?
Skólinn er frekar strangur. Á
hverjum morgni þá kemur þjóð-
söngur og þá á maður að standa
upp og alls ekki tala því það þarf
að sýna landinu virðingu. Maður
verður líka að vera í réttum skóla-
búningi. Til dæmis, einu sinni var
strákur í dökkbláum skóm en ekki
svörtum og kennarinn hringdi
í foreldra hans. Hann þurfti að
kaupa nýja skó. Svo má alls ekki
blóta en annars er þetta mjög
fínn skóli. Ég á fullt af vinum
alls staðar úr heiminum. Bestu
vinir mínir eru frá Tyrklandi,
Kenía, Brasilíu, Noregi, Malasíu,
Palestínu, Sviss, Íran, Írlandi, Ind-
landi og Pakistan. Það er ekkert
einelti eða „drama“ í skólanum
þarna, sem er mjög gott.
Hefur eitthvað breyst hjá
fjölskyldunni? Við breyttumst
eiginlega ekkert en af því að við
tölum ensku á hverjum degi þá
gleymum við stundum íslenskum
orðum og segjum þau á ensku.
Kostir Dubai? Það er allt til alls þarna. Það er alltaf sól og hiti. Það er
mjög góður matur þarna. Æðislegar verslunarmiðstöðvar og ein er með
skíðabrekku.
Gallar Dubai? Það er of heitt á sumrin. Það er dýrt að búa þarna. Það er
varla til nein skinka þarna, út af trúarbrögðum múslima.
Hvers saknar þú frá Íslandi? Ég sakna fjölskyldunnar og vina en samt er
ég alltaf að tala við þau í gegnum Facebook og Skype. Svo sakna ég líka að
borða íslenskan mat og nammi eins og flatkökur og vanillubombur.
Kolbrún María, 12 ára dóttir Elínar
Saknar að borða flatkökur
segja okkur frá því? Ég vann
ekkert fyrsta árið. Ég var bara að
átta mig á þessu, bæði að búa til
nýtt heimili og vera til staðar á
meðan allir voru að aðlagast nýju
landi. Eftir þetta fyrsta ár í kósí-
heitum þá var mig farið að langa
til að vinna og ég var svo heppin
að það kom íslenskur tökumað-
ur, Óttar Guðnason, hingað til að
vinna við auglýsingu og hann bauð
mér á settið og kynnti mig fyrir
fólki í bransanum hérna sem sendu
mig beint í viðtal hjá umboðsskrif-
stofu og það gekk mjög vel. Síðan
var ég svo heppin að fá inni hjá
þessari umræddu umboðsskrif-
stofu sem heitir Film quip media
crew. Í gegnum hana fæ ég öll mín
verkefni en ég vinn alfarið í gegn-
um skrifstofuna eða umboðsmann-
inn sem rekur hana. Þetta eru allt
meira og minna sjónvarpsauglýs-
ingar og bíómyndir. Ég hef feng-
ið miklu meira að gera Dubai, þá
er ég að tala um miklu stærri og
viðameiri verkefni, en ég myndi fá
ef ég væri enn starfandi á Íslandi.
Ég fékk strax vinnu í auglýs-
ingu fyrir eitt stærsta símafyrir-
tæki í Sádi sem heitir Mobily. Eftir
það hafa tilboðin streymt til mín.
Ég tók meðal annars þátt í risa-
stórri þriggja mínútna auglýs-
ingu fyrir Burj Al Arab, sem er
7 stjörnu hótel, kallað seglið. Við
tókum auglýsinguna upp á hótel-
inu og fyrir utan á ströndinni í
þrjá daga. Fyrirtækið sem gerði
auglýsinguna heitir Filmworks-
dubai.com <http://filmworksdubai.
com/> sem gerðu meðal annars
kvikmyndina Mission Impossible
og fleiri bíómyndir.
Á einu og hálfu ári hef ég unnið
auglýsingar fyrir hótelið Burj Al
Arab sem ég minntist á, Mobily-
símafyrirtækið, Renault, Porche,
General Motors, Bank of Quatar,
Damas-skartgripaframleiðanda,
Burj Khalifa, Pepsi og X Fac-
tor arabia. Þá hef ég unnið fyrir
auglýsingar sem auglýsa rjóma-
ost, ólívuolíu og margt fleira.
Með hverju árinu er alltaf meira
og meira að gera hjá mér. Ég skal
alveg viðurkenna að ég er mjög
spennt að sjá hvað gerist hjá mér
í haust þegar kemur að enn stærri
og spennandi verkefnum.
Börnin blómstra
Það er enginn dagur eins hjá okkur
því Mái vinnur vaktavinnu og ég
vinn eingöngu í verkefnum einn
til þrjá daga í einu og það eru mis-
margir dagar á milli verkefna. En
krakkarnir byrja alltaf í skólanum
klukkan 7.30 og eru þar til klukk-
an 15.00 á daginn. Oliver er í fót-
boltaliði skólans og Kolbrún María
í körfuboltaliði skólans og svo æfa
þau bæði tennis. Kolbrún María
hefur óbilandi áhuga á leiklist og
söng en hún er með langan feril að
baki í leikhúsi, kvikmyndum, tal-
setningum og að sitja fyrir frá því
að hún var fjögurra ára. Í Dubai
er hún nýbyrjuð að læra á píanó
og hefur verið að syngja á skóla-
skemmtunum með skólahljóm-
sveitinni. Hún lék til að mynda
aðalhlutverkið, Dórótheu í Galdra-
karlinum í Oz, í skólanum og svo
komst hún í úrslit í sjónvarpsþætt-
inum „Kids got talent“ í Dubai.
Hún ætlar að reyna að finna fleiri
svoleiðis keppnir. Þannig að það er
alltaf nóg að gera.
Með sundlaug bak við húsið
Hvernig er veðrið og að ekki sé
minnst á matinn í Dubai? Það
er ekkert of heitt í Dubai nema
í júní, júlí og ágúst. Maður þarf
alveg að klæðast peysu á kvöldin
yfir vetrartímann en það er lítill
raki. Veistu, ég fæ ekki leiða á
góða veðrinu í Dubai. Ég er með
sundlaug bak við hús sem ég fer
næstum því í á hverjum degi. Svo
skokkum við stundum í hverfinu
og förum í líkamsrækt sem er
líka í hverfinu. Maturinn í Dubai
er líka sá allra besti sem ég hef
smakkað en við förum frekar oft
saman út að borða, að minnsta
kosti tvisvar í viku eða oftar. Það
eru allir bestu veitingastaðir í
heimi í Dubai og þá er ég að tala
um allra þjóða mat.
En ókostir – þeir hljóta að vera
einhverjir? Ókostirnir í Dubai eru
að það vantar betri hjólaaðstæður
og svo er Dubai of langt í burtu frá
Íslandi. Við þurfum til að mynda
alltaf að taka tvær flugvélar til að
komast á milli.
Kostirnir – hverjir eru þeir? Það
eru margir með þjóna á heimil-
um sínum og fólk spyr mig reglu-
lega af hverju við erum ekki með
þjón á heimilinu okkar en fólkinu í
Dubai finnst ekkert eðlilegra en að
hafa þjón. Það er ótrúlegur íburð-
ur í öllu og margt magnað að sjá
og upplifa. Svo fæ ég líka að fara
á flottustu staðina með vinnunni
minni í tökum sem eru ævintýri.
Frábærir nágrannar
Ertu sannarlega sátt Elín – lang-
ar þig ekki heim til Íslands? Ég
er ekkert smá ánægð með þetta
allt saman og hvað það gengur
vel. Það sem er svo frábært við að
búa hérna er að það er svo mikið
af fólki frá öllum heiminum hérna
að gera það sama og við. Og að
fá að prófa eitthvað nýtt og fá ný
tækifæri í lífinu. Nágrannar mínir
hérna í götunni eru til að mynda
frá Englandi, Danmörku, Svíþjóð,
Póllandi, Skotlandi, Rúmeníu,
Suður-Afríku og Líbanon.
Þú hlýtur að sakna einhvers
frá Íslandi? Það sem ég sakna
mest frá Íslandi eru fjölskylda
og vinir og stundum rokið og
rigningin líka. En ég finn samt
ekki eins mikið fyrir því að ég
bý í útlöndum eins og áður þegar
ég bjó erlendis. Ég nota Skype-
samskiptaforritið og Facebook
þannig að ég missi ekki af neinu.
Ég er alveg ótrúlega þakklát núna
að við skulum hafa tekið þessa
ákvörðun og tekið þennan séns
að flytja alla leið til Dubai fyrir
þremur árum því tækifærin hafa
aldrei verið meiri en nú. Allir eru
heilbrigðir og lífið er yndislegt.
Að fá að vera heima á Íslandi
yfir sumartímann í júní, júlí og
ágúst er algjör lúxus í mínum
huga. Við vitum ekkert hvenær
við komum heim aftur okkur líður
rosalega vel í Dubai.
SAMVERA Elín, Mái og Kolbrún skelltu sér á skíði í verslunarmiðstöð.
Í SÓLBAÐI Á LÚXUSSNEKKJU Elín setur upp Zoolander-svipinn. MYND/ÚR EINKASAFNI
MÆÐGURNAR SAMAN Takið eftir
fallega kjólnum sem Elín er klædd í.
MOSKUFERÐ Mái og börnin. Ljósa-
krónan sem sjá má fyrir ofan þá er 9
tonn að þyngd að sögn Elínar.
➜ Krakkarnir hafa fengið rosa-
lega mikið út úr því að búa hér.
Þau ganga í alþjóðlegan ensku-
mælandi skóla sem er frekar
strangur en virkilega góður skóli.
GÓÐAR VINKONUR Kolbrún með mömmu.