Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 63
| ATVINNA |
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Rammasamningur „Eldsneyti fyrir Reykjavíkurborg“
EES útboð nr. 13065.
Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod
Innkaupadeild
ÚTBOÐ
Sveitarfélagið Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í
tæmingu rotþróa í Borgarbyggð 2013 – 2017.
Verkið felst í hreinsun rotþróa við lögbýli og sumarhús í
sveitarfélaginu og flutningi á seyru til förgunar. Heildar-
fjöldi rotþróa sem hreinsa skal á samningstíma er um
1.600 stk.
Verktaki skal einnig staðsetja allar rotþrær með GPS.
Útboðsgögn verða til afhendingar í Ráðhúsi Borgar-
byggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi og hjá EFLU
verkfræðistofu, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík frá og með
18. júní 2013 gegn skráningu á samskiptaaðila bjóðanda í
útboði.
Tilboð verða opnuð 10. júlí 2013 ‚ kl. 11:00, í Ráðhúsi
Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi í viðurvist
þeirra bjóðenda sem þess óska.
ÚTBOÐ
Hafnarsjóður Fjarðabyggðar óskar eftir tilboðum
í verkið:
UMHVERFI SMÁBÁTAHAFNAR
Á FÁSKRÚÐSFIRÐI
Jarðvinna og yfirborðsfrágangur
Um er að ræða vinnu við yfirborðsfrágang umhverfis
smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði, auk landfyllinga og
klæðningu hafnarkanta. Stærð svæðis: 21.600 m2
Verkið felst meðal annars í:
- Stækkun landfyllingar og gerð vatnsrásar
- Gerð ramps fyrir sjósetningu báta
- Frágangur á hafnarkanti með grjótvörn
og grjótklæðningu
- Malbikun göngu og akstursleiða
- Vélsteyptur kantstein
- Hellulögn við stíga og dvalarsvæði
- Jarðvegsmanir
- Þökulögn og grassáning
- Gerð gróðurbeða
- Uppsetningar og að hluta til smíði á búnaði
- Lýsing og vatnslagnir
Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu Fjarða-
byggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð frá og með
miðvikudeginum 19. júní n.k. á skrifstofutíma.
Gjald fyrir útboðsgögnin 5000 kr.
Tilboðum skal skila til bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar fyrir
kl. 11:00, þriðjudaginn 2. júlí 2013. Tilboð verða opnuð á
sama stað og tíma.
Verklok eru áætluð 13. júní 2014.
Auglýsing frá Sveitarfélaginu Ölfusi,
kynning á skipulagslýsingu.
Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss, 30. maí 2013 var samþykkt að
heimila kynningu á skipulagslýsingum samkvæmt 1. mgr.
30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir kynningu verður
tekinn afstaða til skipulagslýsinganna og hvort farið verði í
aðalskipulagsbreytingar á svæðunum sem lýsingar ná yfir.
Skipulagslýsingin fyrir framkvæmdir sem Orkuveita
Reykjavíkur óskar eftir aðalskipulagsbreytingum fyrir:
1. Stækkun iðnaðarsvæðis Hverahlíðarvirkjunar upp
á Norðurhálsa.
Við boranir í Hverahlíð hefur komið í ljós að jarðhita-
svæðið er ekki eins og gert var ráð fyrir í áætlunum
Orkuveitu Reykjavíkur. Svæðið er þétt til norðurs og er
ekki hægt að vinna jarðhita þar. Til vesturs er svæðið kalt,
en við boranir til suðurs, undir Norðurhálsa, kom fram
mjög hár hiti. Til að kanna og vinna jarðhita í Hverahlíð er
nauðsynlegt að bora á Norðurhálsum.
2. Tengin iðnaðarsvæða Hverhlíðarvirkjunar
og Hellisheiðavirkjunar.
Iðnaðarsvæði sem sýnt er í aðalskipulagi við Hverahlíð
framlengist til norðurs, verður beggja vegna þjóðvegar
nr. 1, fram hjá Gígahnúk og að iðnaðarsvæðinu ofan
Hellisskarðs. Þessi tenging er til að koma lögnum fyrir
skiljuvatn og gufu frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar.
Orkuveituna vantar skiljuvatn frá Hverahlíð fyrir annan
áfanga varmastöðvar og til nýtingar í lágþrýstivél. Einnig
er til skoðunar að nýta gufu frá Hverahlíð annaðhvort til
að viðhalda framleiðslu í Hellisheiðarvirkjun eða að flytja
stöðvarhús Hverahlíðarvirkjunar í Sleggju, þar sem vélar
5 og 6 eru núna.
3. Skiljuvatnslögn frá Hellisheiðarvirkjun til sjávar.
Orkuveitan áformar að leggja niðurgrafna, foreinangraða
stállögn, meðfram Þrengslavegi og áfram með Þorláks-
hafnarvegi til sjávar við Þorlákshöfn.
Núverandi niðurrennslissvæði við Húsmúla og Gráu-
hnúka eru á mörkum þess að taka við öllu skiljuvatni
Hellisheiðarvirkjunar. Þá er mikilvægt að hætta niður-
dælingu í Gráuhnúkasvæðið svo nota megi það til gufu-
öflunar. Hugmyndir eru uppi um að nýta skiljuvatn frá
Hverahlíð í Hellisheiðarvirkjun og flytja hluta þess með
skiljuvatnslögn til sjávar. Möguleikar til nýtingar skilju-
vatnsins í Ölfusi eru til skoðunar.
4. Leiðrétting vatnsverndarsvæða við Engidalskvísl.
Eftir að borun fyrir köldu vatni hófst kom í ljós að nægja-
nlegt vatnsmagn er á mjög afmörkuðu svæði og ekki þyrfti
að vera langt á milli borholna. Þess vegna verður brunn-
svæðið minnkað verulega og að það nái utan um núver-
andi og mögulegar framtíðarborholur á takmörkuðu svæði
við Engidalskvísl. Þess vegna er leiðrétting á grannsvæði
og fjarsvæði vatnsverndarinnar. Bæjarstjórn Ölfuss hefur
samþykkt þennan lið og mun leiðréttingin koma inn í
endurskoðað aðalskipulag.
Skipulagslýsing er nær yfir breytingu á iðnaðarreit I14, um
1,3 km norðan við Þorlákshöfn, þar sem iðnaðarsvæðinu er
breytt að hluta í landbúnaðarsvæði.
Skipulagslýsingin segir frá nýtingu á landbúnaðarsvæðinu
sem nota skal til minkaeldis fyrir allt að 10 þúsund læður
þar sem byggð verða allt að 10 hús, hvert um sig 2500 m2.
Minkaeldi fellur undir landbúnað og skal staðsetningin
uppfylla um mengunarvarnir og hollustuhætti.
Fimmtudaginn 20. júní 2013 verður kynning á skipulags-
lýsingunum í Ráðhúsi Ölfuss, Ráðhúskaffi, kl. 16:00.
f.h. Sveitarfélagsins Ölfuss
Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Sveitarfélagið Ölfus
Varaaflstöð í Bolungarvík
- Jarðvinna
Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna tengivirkis
sem verður byggt í Bolungarvík í samræmi við útboðsgögn
BOL-03.
Verkið felur í sér jarðvinnu, grafa fyrir og fylla í undirstöður
og gólf, vegna byggingu nýrrar varaaflstöðvar í Bolungarvík
Helstu magntölur eru:
• Gröfur 1.000 m3
• Fylling 350 m3
Verkinu skal að fullu lokið 2. ágúst 2013
Væntanlegum bjóðendum er bent á að kynna sér grunnkröfur
Landsnets til birgja sem finna má á heimasíðu fyrirtækisins,
www.landsnet.is
Útboðsgögn verða afhent á geisladiski í móttöku Landsnets,
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 18. júní
2013.
Tilboðum skal skila til móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112
Reykjavík fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. júní 2013 þar sem
þau verða opnuð, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess
óska.
Útboð BOL-03
F.h. Strætó bs. er óskað eftir tilboðum frá verk tökum
í akstur almenningsvagna á starfssvæði Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum og milli Reykjanesbæjar og
Reykjavíkur. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagss-
væðinu.
Útboðsgögn á geisladiski fást á 5.000 kr. frá og með 18.
júní 2013 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, 1. hæð, Bor-
gartúni 12–14, 105 Reykjavík.
Opnun tilboða: 24. júlí 2013 kl. 14:00 í Borgartúni 12–14,
105 Reykjavík. Tilboðum skal skila í þjónustuver.
13059
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
Innkaupadeild
sími: 511 1144
LANGAR ÞIG
Á TÓNLEIKA?
Það er sama hvað er að gerast - við seljum miðana.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
LAUGARDAGUR 15. júní 2013 17