Fréttablaðið - 15.06.2013, Page 75

Fréttablaðið - 15.06.2013, Page 75
KYNNING − AUGLÝSING Íslensk framleiðsla15. JÚNÍ 2013 LAUGARDAGUR 7 Marel er alþjóðlegt fyrirtæki þar sem vinna rúmlega 4.000 starfsmenn og er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja landsins. Fyrirtækið er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel byggir framleiðslu sína á traustum grunni. Hjá fyrirtækinu starfar saman reynslumikill hópur fólks með fjölbreytta iðn- og tækniþekkingu. Sameinaðir kraftar starfsmanna hafa skilað samfélaginu auknum verðmætum. www.marel.is Stefán U. Wernersson, framleiðslu-stjóri hjá Te & kaffi, segir vandvirkni skipta höfuð máli í kaffiframleiðslu. „Við erum auðvitað fyrst og fremst með gott starfsfólk sem hefur verið lengi í geiranum og þekkir kaffi. Brennslumeistarinn okkar varð til dæmis í öðru sæti í heimsmeist- arakeppni kaffismakkara fyrir nokkrum árum,“ segir Stefán. „Auk þess erum við í nánu samstarfi við aðilana sem við kaup- um kaffið af og þar eru gæðin í fyrirrúmi.“ Kaffinu er skipt í gæðaflokka eftir að baunirnar hafa verið tíndar af trjánum, líkt og gert er með ávexti. „Fallegustu baunirn- ar eru settar í háa gæðaflokka og þær sem eru litlar og ekki jafnfallegar eru settar í aðra flokka,“ útskýrir Stefán. Te & kaffi kaupir kaffi alls staðar að úr heiminum. „Kaffi er í rauninni mjög svip- að og vín, að því leyti að kaffi sem kemur frá mismunandi svæðum hefur sinn eigin bragðeiginleika,“ segir Stefán. „Við bjóðum viðskiptavinum okkar bæði að kaupa kaffi- baunirnar hreinar frá upprunalandi sínu í verslunum okkar, en svo búum við líka til okkar eigin kaffiblöndur. Þær eru vinsæl- astar á almennum markaði og fást til dæmis í matvöruverslunum. Þegar kemur að kaffi- blöndun skiptir reynslan höfuðmáli. Við erum stöðugt að smakka kaffið í ferlinu.“ Samfélagsleg ábyrgð Te & kaffi leggur áherslu á umhverfis- og mannréttindamál í framleiðslu sinni. Fyrr á árinu fékk fyrirtækið vottunina „fyrsta lífræna kaffibrennsla Íslands“, en til að fá slíka vottun þarf að stand ast strangar gæða- kröfur. Te & kaffi er eina kaffibrennslan á íslandi sem má framleiða lífrænt kaffi og jafnframt sú eina sem má framleiða Fair- trade-vottað kaffi. Fyrirtækið skartar auk þess vottunum frá Utz, Rainforest Alliance og Unicef. „Við vitum hversu mikilvægt er að vera ábyrgð- arfullur og stunda sanngjörn viðskipti og erum tilbúin til að borga aðeins meira fyrir kaffið til þess að vera viss um að allir fái sinn bita af kökunni. Okkur finnst mikil- vægt að stunda viðskipti í gegnsæju og rekj- anlegu umhverfi,“ segir Stefán. „Við erum líka í samstarfi við Unicef, kaupum inn kaffi í gegnum Rainforest Alliance og selj- um það til fyrirtækja í gegnum Unicef og styrkjum þannig samtökin. Ég tel það mjög mikilvægt í dag fyrir öll fyrirtæki að leggja sitt af mörkum til samfélagsins.“ Fyrirtæk- ið hefur styrkt Unicef um 15 milljónir frá árinu 2008. Allir verða að vanda sig Allir starfsmenn á kaffihúsunum fara í gegnum kaffibarþjónaskóla. „Upplifun við- skiptavinarins er í höndum kaffibarþjóns- ins. Hann er síðasti hlekkurinn í keðjunni. Ef hann kann ekki að hella upp á góðan espresso þá er vandvirkni okkar í fram- leiðsluferlinu til einskis,“ segir Stefán. „Hvert skref skiptir máli: Allt frá ræktun til kaffibollans. Því verða allir að vanda sig til þess að viðskiptavinurinn fái gott kaffi.“ Kaffibrennslan „Við kaupum aðeins kaffi úr hæsta gæða- flokki. Baunirnar koma til landsins græn- ar, svokallaðar hrábaunir, og fara í gegnum ofninn hjá okkur,“ segir Stefán og bætir við að bragðeiginleikar kaffibaunanna ákvarð- ist í ofninum. „Þegar maður ljósristar kaffi finnur maður frekar ávaxtakeim og eigin- leika baunanna en þegar maður ristar kaffið meira þá kemur ákveðin dýpt í kaffið.“ Te & kaffi ristar kaffibaunir daglega, frá morgni til kvölds. Kaffibrennsluofninn er af fullkomnustu gerð blástursofns sem hitaður er með gasi. Aðferðin sem notast er við skil- ar kaffibaunum í hæsta gæðaflokki, en hún kallast „Slow roast“ eða „hæg ristun“ og er notuð um allan heim í kaffibrennslum sem leggja mikla áherslu á gæði. Ofninn er tölvu- stýrður. „Nákvæmnin er slík að við getum ábyrgst að hver kaffitegund er alltaf eins. Ef viðskiptavinurinn er sérstaklega hrifinn getur hann verið viss um að fá það sama úr næsta poka,“ útskýrir Stefán. Kaffibrennarinn er búinn svokölluðum eftirbrennara sem brennir reykinn sem myndast við kaffiristun og eyðir öllu efni og lykt sem er mjög umhverfisvænt. Kaffi- brennslan hjá Te & kaffi skilar því engri mengun út í andrúmsloftið. Umhverfisvernd og mannréttindi Að baki hverjum kaffibolla liggur löng leið. Hvert skref í ferlinu skiptir máli, samkvæmt Stefáni U. Wernerssyni, framleiðslustjóra hjá Te & kaffi, en þar er vandvirkni í fyrirrúmi á hverjum stað. Kaffið er smakkað við brennsluofninn og starfsfólkið á kaffihúsunum stundar nám við kaffibarþjónaskóla. „Við kaupum aðeins kaffi úr hæsta gæðaflokki. Baunirnar koma til landsins grænar og fara í gegnum ofninn hjá okkur,” segir Stefán U. Wernersson, framleiðslustjóri hjá Te & kaffi. MYND/GVA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.