Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 6
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 UTANRÍKISMÁL Erlendir sendierind- rekar eru nánast ósnertanlegir en þeir og sendiráð þeirra njóta frið- helgi hér á landi samkvæmt ákvæð- um Vínarsáttmálans. Sáttmálinn hefur lagagildi hér á landi. Fyrir vikið geta íslensk stjórnvöld ekkert gert nema lýst viðkomandi sendierindreka óviðtökuhæfan ger- ist hann brotlegur við lög, sé það talið nauðsynlegt. „Það er mjög harkaleg aðgerð og yrði líklegast ekki gert nema ef brotið væri mjög alvarlegt,“ seg ir Bja r ni Már Magnús- son, sérfræðing- ur í þjóðarétti við Háskólann í Reykjavík. „Sendierind- rekar eiga að fara að íslensk- um lögum sam- kvæmt Vínarsáttmálanum þó að það séu engin sérstök viðurlög við því að það sé ekki gert. Við getum sagt að þetta séu eins konar „heiðurs- mannareglur“ en þjóðarétturinn er ólíkur því sem gengur og gerist með landslög að því leyti að hann byggir mikið á gagnkvæmni, þann- ig að ríki hagar sér í samræmi við það hvernig annað ríki hagar sér við það,“ segir Bjarni. „Í dæmaskyni má nefna sendi- erindreka sem keyrir yfir löglegum hámarkshraða. Það er ekki hægt að sekta í því tilfelli en kannski myndi lögreglan skamma hann örlítið.“ Aðspurður hvort sendierindreki gæti framið morð hér á landi án þess að vera gert að sæta refsingu ➜ Pósturinn ekki tollskoðaður ■ Sendiráðspóstur er friðhelgur og má ekki skoðast af móttökuríkinu. ■ Bögglar sem eru auðkenndir sem sendiráðspóstur eru ekki tollskoðaðir og póstbera sendiráðsins má hvorki handtaka né kyrrsetja. ➜ Mega ekki handtaka sendierindreka ■ Sendierindrekinn er undanskilinn refsilöggjöf. ■ Hann má ekki handtaka og ekki er hægt að höfða einkamál á hendur honum nema í undantekningar- tilfellum. ■ Hann borgar ekki skatta eða gjöld, nema fyrir tilgreinda þjónustu. ■ Móttökuríkinu ber að gera allar ráðstafanir til að vernda hann gegn tilræði gegn persónu hans, frelsi eða æru. ■ Heimilisfólk sendierindreka nýtur sömu réttinda. ➜ Óheimilt að fara inn á sendiráðssvæði ■ Sendiráðssvæðið og bústaður sendierindreka nýtur friðhelgi. ■ Fulltrúar móttökuríkis- ins hafa ekki heimild til að koma inn á svæðið nema með leyfi for- stöðumanns sendiráðs- ins og móttökuríkinu ber að vernda sendiráðs- svæðið. ■ Innbú sendiráðssvæðisins er undanþegið allri leit, upptöku, haldi eða aðför. ➜ Skulu vera frjálsir ferða sinna ■ Sendierindrekar skulu frjálsir ferða sinna og og ekki má takmarka ferðafrelsi þeirra nema vegna þjóðar- öryggis. ■ Þeir verða ekki sektaðir og ekki má leita í ökutækjum þeirra. ➜ Í lögum eru réttindi og skyldur sendiráðs- starfsmanna skilgreind mjög nákvæmlega. Sam- kvæmt ákvæðum Vínarsátt- málans, sem hefur hér lagagildi, njóta erlendir sendi erindrekar friðhelgi. „Það hefur ekkert komið á okkar borð en við höfum bara heyrt af málinu í fréttum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi hjá utanríkis- ráðuneytinu, um mál kínversku sendiráðsstarfs- mannanna sem voru gripnir við veiðar í Laxá í Kjós í leyfisleysi. Hún segir afar sjaldgæft að ráðuneytinu berist kvartanir vegna sendiráða og minnist þess ekki að neitt alvarlegt hafi komið upp seinustu ár. „Það er ekki útilokað að við höfum fengið einhverjar kvart- anir vegna umferðarlagabrota seinustu árin,“ bætir hún við. Ekki kvartað yfir veiðiþjófunum Diplómatar eru allt að því ósnertanlegir Erlendir sendierindrekar lúta ekki íslenskri refsilöggjöf og ekki má stefna þeim nema í undantekningartilvikum. Sérfræðingur í þjóðarétti segir gagnkvæmni í samskiptum ríkja leiða til þess að sendierindrekar fara að lögum móttökuríkisins. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri hjá Bíla- stæðasjóði, segir öll sendiráð hér á landi borga bílastæðagjöld og stöðumælasektir. „Þetta eru bara þjónustugjöld og þar eru allir jafnir, hvort sem það er forsetinn, sendiherrar eða almenningur. Bílastæði eru þjónusta Bíla- stæðasjóðs og það þurfa allir að borga fyrir þessa þjónustu. Þetta er eðlisólíkt því sem gildir um sektir lögreglu til dæmis,“ segir Kolbrún. Sendiráðin borga stöðumælasektir BJARNI MÁR MAGNÚSSON FRIÐHELGI SENDIERINDREKA ➜ Lögbrot sendierindreka Svona er hægt að bregðast við 1Sendiríkið getur afturkallað friðhelgi viðkomandi og þá hefur mót- tökuríkið lögsögu og getur saksótt viðkomandi. 2 Sendiríkið getur saksótt viðkomandi en það hefur lögsögu yfir sínum sendierind- rekum. 3 Móttökuríkið getur lýst sendierind-rekann óviðtökuhæfan og þá verður viðkomandi að fara úr landi. SENDIRÁÐ Íslenskir sendierindrekar njóta réttinda Vínarsáttmálans erlendis. MYND/ARNDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR. segir Bjarni: „Það er alveg mögu- leiki.“ Hann segir reglurnar vera mjög mikilvægar. „Tilgangurinn með reglunum er að samskipti ríkja séu með sem greiðasta móti,“ segir Bjarni. Reglurnar byggja á langri sögu af samskiptum ríkja. „Bitur reynsla hefur sýnt að dráp á sendierind- rekum, handtökur og ýmiss konar ofsóknir hafa skaðleg áhrif á sam- skipti ríkja. Segja má að reglurnar hafi mótast í veruleika sem er nokk- uð fjarri íslenskum hversdagsleika,“ segir Bjarni Már Magnússon. johanness@frettabladid.is HOLLT FALAFEL Prófaðu Falafel úr kjúklingabaunum. Holl og bragðgóð tilbreyting. INNIHALD Kjúklingabaunir (47%), kúrbítur, laukur, jurtaolía, brauðrasp, steinselja, krydd, salt (1,5%). SKEIFUNNI | KRINGLUNNI | SPÖNGINNI LÖGREGLUMÁL „Það hefur ekki komið til tals að fara fram á nálgunar- bann en það er inni í myndinni,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlög- regluþjónn á Eskifirði, en embætt- ið rannsakar alvarlegt áreiti karl- manns gagnvart lögreglukonu sem átti sér stað á Seyðisfirði í síðustu viku. Maðurinn fór að heimili kon- unnar, en hún var þá eini lögreglu- maðurinn á vakt í umdæminu. Tveir skiptinemar frá Frakklandi voru heima hjá henni og voru þeir að gæta fjögurra ára gamals sonar hennar. Karlmaðurinn lét öllum illum látum fyrir utan heimilið en nemarnir hröktu manninn á brott. Lögreglukonan sótti svo barnið og fóru þau á gistiheimili í öðru bæjar- félagi. Jónas segir að skýrsla hafi verið tekin af manninum á þriðjudag og má búast við því að málið verði sent til ríkissaksóknara í vikunni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglumaður á höfuðborgar- svæðinu hefði fengið nálgunarbann á eltihrelli sem ofsótti hann. Jónas segir það ekki útilokað að farið verði fram á slíkt hið sama í þessu tilfelli. „Það verður klárlega rætt,“ segir Jónas. - vg Velta aðgerðum fyrir sér vegna ofsóttrar lögreglukonu á Seyðisfirði: Lögregla íhugar nálgunarbann SEYÐISFJÖRÐUR Maður fór að heimili lögreglukonu á Seyðisfirði. 1. Hvaða fyrrverandi forseti hvaða lands hefur verið ákærður fyrir aðild að morði? 2. Hvaða evrópska tónlistarveita hefur hafi ð samstarf við Símann? 3. Hvaða lagahöfundur, og nú tón- skáld, samdi óperuna Ragnheiði ásamt Friðriki Erlendssyni? SVÖR: 1. Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistans 2. Spotify 3. Gunnar Þórðarson. VEISTU SVARIÐ? FRAMKVÆMDIR Þrír hafa verið metnir hæfir til að bjóða í hönnun meðferðarkjarna og rannsóknar- húss og fimm metnir til að hanna sjúkrahótel og bílastæðahús nýs Landspítala við Hringbraut. Tilkynnt var um niðurstöð- ur forvals um hönnun bygginga spítalans í gær. Forvalið var aug- lýst 23. apríl en frestur til að skila inn umsóknum var til 18. júlí. Forvalsnefnd skipuð fulltrúum Landspítala, Fjársýslu ríkisins og Ríkis kaupa fór yfir umsóknir. - ka Hönnun nýs Landspítala: Niðurstöður forvals kynntar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.