Fréttablaðið - 22.08.2013, Qupperneq 20
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FERÐIR | 20
Hjólreiðar eiga sífellt meiri vinsældum
að fagna hér á landi. Albert Jakobsson,
formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur,
hefur séð manna skýrast ummerki þess.
„Þegar ég byrjaði fyrir 25 árum var
maður feginn ef tókst að fá tíu manns til
keppni,“ segir hann. „Nú er nýafstaðin
Bláalónsþrautin, sem er mikil hjólreiða-
keppni, og keppendur voru 530. Ég hefði
aldrei trúað þessu.“
Hjólreiðar eru einnig upplagður ferða-
máti þar sem útivist og hreyfing eru með í
för. Fréttablaðið ákvað að fá Albert til liðs
við sig til að lýsa nokkrum tilvöldum hjóla-
leiðum í nálægð við höfuðborgarsvæðið.
1. Heiðmörk
Þessi leið hefur þann kost að hægt er að
hjóla frá hlaði heima og láta bílinn alveg
eiga sig. Þeir sem búa nær vesturbæ
Reykjavíkur geta farið frá Ægissíðu,
hjólað áleiðis í Fossvog svo eftir Elliðaár-
dalnum í Norðlingaholt og farið svo eftir
stígnum í Heiðmörk. Þeir sem búa austar
í borginni geta farið Suðurlandsbrautina
og að Knarrarvogi sem er gengt Geirs-
nefi og farið inn Elliðaárdalinn þar. Þeir
sem búa í Garðabæ eða Hafnarfirði geta
komist að Heiðmörkinni frá Vífilsstaða-
hlíð, skammt frá IKEA. Albert segir þessa
leið henta öllum hópum hjólreiðafólks. Þeir
eru margir staðirnir í Heiðmörk þar sem
freistandi er að staldra við og rífa í sig
nesti.
Tími: 3-4 klukkustundir.
2. Djúpavatnsleið
Ekin er Krísuvíkurleið frá Hafnarfjarðar-
hrauni í áttina til Grindavíkur en bílnum
svo lagt við Vatnsskarð áður en komið er
að Kleifarvatni. Þar kvíslast vegurinn.
Bílnum er lagt og hjóluð Djúpavatnsleið
en hún liggur að Djúpavatni. Svo er hjólað
áfram að Vigdísarvöllum og aftur til baka.
Kosturinn við þessa leið er að þar er engin
umferð og Albert segir að útlendingar
sem hann fór með þessa leið fyrir nokkru
hafi vart haldið vatni af hrifningu. Hægt
er að leyfa sér að afvegaleiðast í margar
skemmtilegar gönguleiðir á leiðinni.
Tími: 2 til 3 klukkustundir.
3. Hvalfjörður
Hvalfjörðurinn lætur lítið yfir sér að
mati Alberts fyrstu kílómetrana. Því
mælir hann með því að farið sé á sjálf-
rennireiðinni að Félagsheimilinu Dreng.
Þar sé upplagt að leggja og bregða sér
á hjólið. Kostur inn við þessa leið er sá
að víða er hægt að bregða sér af leið og
kynnast leyndardómum fjarðarins sem
vegfarendur á þjóðveginum fara á mis
við. Það er algjör óþarfi að minnast á
fegurðina við Glym hafi menn fyrir því
að komast að honum. Hvalfjörðurinn er
býsna langur svo menn skyldu hafa í huga
hvenær þeir vilja snúa við en eins
og gefur að skilja er ekki heigl-
um hent að komast í gegnum
göngin á hjóli. Mátulegt væri
að fara frá Dreng inn í botn og
til baka. Vilji menn hins vegar
loka hringnum má taka strætó
Akranesmegin yfir fjörðinn.
Ekki galin hugmynd.
Tími: 3 klukkustundir. Að fara
allan fjörðinn tekur hins vegar
mun meiri tíma.
4. Þingvellir
Ef menn vilja fara á bílnum alla leið að
Þingvöllum þá er upplagt að bregða sér
á hjólið við þjónustumiðstöðina og hjóla
áleiðis að Öxarárfossi og að Valhöll. Síðan
er hjólað meðfram vatninu að Vatnskoti, en
þar má líta tóftir af síðasta sveitabænum
á Þingvöllum. Þegar komið er að Vatnsvík
er mátulegt að halda til baka. Það er ekki
amalegt að hjóla í þjóðgarði.
Tími: 2 til 3 klukkustundir.
Dagsferðir á hjóli í
grennd við borgina
Nú þegar skólar eru að hefjast og sumarfrí afstaðin er upplagt að gleyma sér á ferð í fangi náttúrunnar
en skila sér svo heim fyrir háttinn. Á hjólinu er hægt að ferðast til staða í grenndinni sem virðast þó
framandi þegar grannt er skoðað.
VINSÆLDIR HJÓLREIÐA AUKAST Sífellt fleiri
hjóla í frístundum og margar skemmtilegar hjóla-
leiðir eru í nálægð við höfuðborgina.
Sveitasæla í Skagafirði
laugardaginn 24. ágúst 2013
Sveitasælan, sem er landbúnaðarsýning og bændahátíð, verður haldin í og
við reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki, laugardaginn 24. ágúst 2013. Þar
koma bændur og búalið saman til skrafs og skemmtunar. Handverksfólk og
seljendur vinnuvéla munu vissulega nýta tækifærið og sýna það sem upp á er
að bjóða í sínu fagi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, mun ekki láta sig vanta. Þegar
dagur er að kvöldi kominn verður að sjálfsögðu haldin
kvöldvaka að sveitasið. Bændur munu þar reyna með
sér í hinu svokallaða Bændafitness sem felst í því að
komast yfir þrautabraut á góðum tíma.
Allir vita af dálætinu sem Sigurður Pálsson
rithöfundur hefur af Parísarborg en Frétta-
blaðinu lék forvitni á að vita hvar hann
kynni best við sig hér á landi. Það stóð ekki
á svari þegar spurningin var borin undir
hann. „Í Ásbyrgi,“ svarar hann að bragði.
Það lá því beinast við að spyrja skáldið
hvort það hafi ort í eða um Ásbyrgi. „Já
og nei,“ svarar hann. „Í rauninni sáralítið.
Ásbyrgi er svo ótrúlega magnaður staður
að það er erfitt að gera grein fyrir honum
í ljóði.“
Mörgum kann að þykja skáldið leiða okkur
langt en eflaust er það barnið í honum sem
er að færa sig nær æsku stöðvum. Sigurður
bjó nefnilega til táningsaldurs á Skinnastað
sem er steinsnar frá Ásbyrgi. En hvenær
fór hann síðast í þennan magnaða stað?
„Það var í lok júní en þá
var haldið upp á 40 ára
afmæli Þjóðgarðsins. Þá
fór ég með fríðan hóp
í ljóðagöngu innst inn í
Ásbyrgi. Hafði ég viðdvöl
á þremur stöðum og fór
með ljóð. Það var mikill
fjöldi þarna, ætli það
hafi ekki verið
hundrað manns
í göngunni.“
Það er ekki
oft sem slíkur
fjöldi hlýðir á
ljóðalestur nú
til dags.
UPPÁHALDSSTAÐURINN
MINN Á ÍSLANDI ÁSBYRGI
VIÐ DJÚPAVATN Hjólað er frá Vatnsskarði.
ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA LAND UNDIR HJÓL? Það eru leyndar-
dómar víða í grenndinni sem fara fram hjá vegfarendum sem
þeysast á bílum en fanga augu hjólreiðafólks.
SIGURÐUR PÁLSSON
Staðurinn
skákar sjálfum
skáldskapnum
LOKADAGAR LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK / SKEIFAN 11
VERSLANIR UM LAND ALLT
1
2
3
4
➜ Hér eru fjórar
skemmtilegar
leiðir, á Suð-
vesturhorninu,
fyrir áhugafólk um
hjólreiðar.
HÁTÍÐIR HELGARINNAR VEÐUR
Föstudagur
10-18°C HLÝJAST FYRIR
NORÐAN
Víða rigning og jafnvel talsverð
SA-til. Austlæg átt en snýst í
vestan 8-13 S-til og dregur úr
rigningu þar um kvöldið.
Kjalvegur er orðinn grófur og laskaður eftir
sumarumferðina. Vegagerðin ráðleggur fólki á minni bílum frá því að
láta á þá færð reyna. Nánari upplýsingar vegagerdin.is eða 1777.
Laugardagur
6-11°C ALLT AÐ 16
STIGUM A-TIL
Norðvestan og vestan 8-10
m/s og dálítil væta með
köflum, en suðvestan 10-
13 og bjartviðri SA-til.
Sunnudagur
8-13°C BREYTILEGAR
ÁTTIR
Vestlæg eða breytileg átt og
skúrir eða dálítil rigning.
HÁLENDIÐ