Fréttablaðið - 22.08.2013, Síða 54
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
Tökur standa nú yfir í Búlgaríu á
kvikmyndinni The Expendables 3.
Það ríkir mikil leynd yfir myndinni
en kvikmyndafyrirtækið Lions-
gate, sem framleiðir myndina,
hefur staðfest að Sylvester Stallone,
Jason Statham, Jet Li, Terry Crews
og Arnold Schwarzenegger leiki í
myndinni. Líklegt þykir að stór-
leikararnir Wesley Snipes, Antonio
Banderas, Mel Gibson og Harrison
Ford komi einnig við sögu í mynd-
inni. Leikstjóri The Expendables 3
er Patrick Hughes sem leikstýrði
meðal annars myndinni Western
Red Hill sem kom út árið 2010.
Handritshöfundar eru þau Katrin
Benedikt, Creighton Rothenberger
og Stallone sjálfur. Kvikmynda-
fyrirtækið Lionsgate vill að svo
stöddu ekki segja of mikið um
söguþráð myndarinnar en í stuttu
máli fjallar hún um svik og hefndir
milli Barney Ross (Stallone), Lee
Christmas (Statham) og annarra
í genginu við illmennið Conrad
Stonebanks (Gibson) sem endar
með blóðbaði og miklum hasar.
Myndin verður frumsýnd vestan-
hafs 15. ágúst 2014.
Sylvester Stallone
snýr aft ur með látum
Tökur standa nú yfi r á The Expendables 3 í Búlgaríu.
HARÐUR Sylvester Stallone snýr aftur í The Expendables 3. NORDICPHOTOS/GETTY
Bandarískir táningar
rændu og rupluðu
Kvikmyndin The Bling Ring verður frumsýnd annað kvöld. Myndin er í leikstjórn
Sofi u Coppola og er byggð á sannsögulegum atburðum.
SANNSÖGU-
LEGT Sögu-
þráður kvik-
myndarinnar
The Bling Ring
er byggður á
raunverulegum
atburðum.
Hross í oss er kvikmynd í leikstjórn Benedikts
Erlingssonar, en hún verður frumsýnd miðviku-
daginn 28. ágúst næstkomandi. Myndin er grimm
sveita rómantík um hið mennska í hrossinu og
hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði
fléttast saman með skelfilegum afleiðingum.
Sama dag er kvikmyndin Elysium frumsýnd, en
hún skartar Matt Damon í aðalhlutverki. Árið 2154
eru til tvær stéttir manna; mjög auðugt fólk sem
býr í geimstöðinni Elysium og svo hinir sem búa á
yfirfullri Jörðinni, sem er öll í rúst.
Percy Jackson: Sea of Monsters er heitið á
annarri myndinni sem gerð er um ævintýri sonar
gríska sjávarguðsins Póseidons, en hún er sjálf-
stætt framhald myndarinnar The Lightning Thief
frá árinu 2010. Myndin var frumsýnd í gær.
Kick-Ass 2 er framhald á fyrri mynd leikstjórans
Jeff Wadlow. Eftir að hafa sýnt klikkað hugrekki
sem sjálfskipaða ofurhetjan Kick-Ass hrindir Dave
Lizewski af stað nýrri bylgju sjálfskipaðra grímu-
klæddra ofurhetja. Myndin var frumsýnd í gær.
Á morgun, þann 23. ágúst, eru tvær myndir
frumsýndar. Annars vegar teiknimyndin Turbo,
sem fjallar um snigil sem dreymir stórt, og kvik-
myndin World‘s End, sem fjallar um æskuvini sem
fara á pöbbarölt á barinn World‘s End. - ósk
Hross í oss frumsýnd á miðvikudag
Myndir við allra hæfi frumsýndar í vikunni í kvikmyndahúsum um land allt.
HROSS Í OSS Ingvar E. Sigurðsson, Steinn Ármann Magnús-
son, Helgi Björnsson og Kristbjörg Kjeld eru meðal leikenda.
Kvikmyndin The Bling Ring verður
frumsýnd í kvikmyndahúsum hér
á landi annað kvöld. Myndin er
byggð á raunverulegum atburðum
og segir frá hópi táninga sem brýst
inn á heimili frægra einstaklinga.
Söguþráður myndarinnar er á
þann veg að táningurinn Marc
Hall hefur nám í nýjum skóla í
Kaliforníu. Hann kynnist fljótlega
Rebeccu Ahn, sem er afar upptekin
af lífi fræga og ríka fólksins og er
leikkonan Lindsay Lohan í sér-
stöku dálæti hjá henni. Eitt kvöld
tekur parið upp á því að brjótast
inn á heimili hótelerfingjans Paris
Hilton og ræna ýmsum fatnaði
og skartgripum. Tvíeykinu þykir
ránið svo vel lukkað að það heldur
innbrotunum áfram og nú í slagtogi
við fleiri vini sína: Nicki Moore,
Chloe Tayner og Sam Moore.
Leikstjóri myndarinnar er Sofia
Coppola, sem hefur áður leikstýrt
myndum á borð við Some where,
Lost in Translation og The Virgin
Suicides. Coppola skrifar jafn-
framt handrit myndarinnar og
bróðir hennar, Roman Coppola,
framleiðir hana. Hvatinn að gerð
myndarinnar var grein sem birtist
í tímaritinu Vanity Fair og fjallaði
um ránin. „Þegar ég las greinina
fannst mér sagan hljóma nánast
eins og söguþráður kvikmyndar.
Ég kom mér í samband við blaða-
manninn og því meira sem ég fékk
að vita, því áhugaverðara fannst
mér efnið. Mér fannst sagan segja
svo mikið um samtíma okkar og
samtímamenningu,“ sagði Coppola.
Tökur á The Bling Ring hófust í
mars í fyrra og var heimili Hilton
á meðal tökustaða. Með helstu
hlutverk myndarinnar fara Katie
Chang, Israel Broussard, Emma
Watson, Claire Julien, Taissa
Farmiga og Leslie Mann.
Myndin var frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes
nú í ár og hlaut fínar
viðtökur. Watson, Brouss-
ard og Chang þykja þá
sýna frábæran leik.
The Bling Ring hlýtur
sextíu prósent í einkunn á
vef síðunni Rottentomatoes og 66
prósent á vefsíðunni Metacritic.
- sm
The Bling Ring er byggð á sögu hóps ungs fólks sem gekk undir nöfnunum
Hollywood Hills Burglar Bunch og The Burglar Bunch í fjölmiðlum. Hópurinn
samanstóð aðallega af sjö táningum sem brutust inn á heimili ríkra og
frægra á tímabilinu frá október 2008 og fram í ágúst 2009. Hópurinn rændi
skartgripum, fatnaði og peningum að andvirði 360 milljóna króna. Athygli
vakti að táningarnir voru flestir vel efnaðir.
Hópurinn braust meðal annars ítrekað inn á heimili Paris Hilton, en einnig
inn til leikkvennanna Megan Fox, Rachel Bilson og Lindsay Lohan, raunveru-
leikastjörnunnar Audrinu Patridge og á heimili Orlandos Bloom og Miröndu
Kerr.
Forsprakki hópsins var Rachel Lee, sem skipulagði flest innbrotin, en aðrir
meðlimir hópsins voru Nick Prugo, Diana Tamayo og systurnar Alexis Neiers,
Gabrielle Neiers og Tess Taylor. Systurnar fengu í kjölfarið eigin raunveru-
leikaþátt sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni E!. Táningarnir fengu flestir
tveggja ára fangelsisdóm fyrir innbrotin og hafa flestir afplánað dóminn.
Leikkonan Emma Watson leikur Nicki í The Bling Ring, en persónan er
byggð á Alexis Neiers. Watson lét þau orð eitt sinn falla að hún
hefði átt í stökustu vandræðum með að
samsama sig persónu sinni. „Sumt
sem hún segir er svo brjálað og fjar-
stæðukennt að mér þótti það hrein
áskorun að fá það til að hljóma
sannfærandi,“ sagði leikkonan.
Fjarstæðukenndur söguþráður
SMÁSTIRNI Tess og Alexis Neiers
við frumsýningu myndarinnar
Hot Tub Time Machine árið 2010.
Þær fengu einnig eigin raunveruleikaþátt.
Reykjavík
Skútuvogur 1
Sími 562 4011
Akureyri
Draupnisgata 2
Sími 460 0800
Reyðarfjörður
Nesbraut 9
Sími 470 2020
Glæsileg
Gorenje
6 kg þvottavél
Tilboðsverð
99.900 kr.
Gorenje W6423 • LED-skjár • Sjálfhreinsibúnaður • Sparnaðarkerfi
17 mínútna hraðþvottur • „My favorite“-kerfi • Stórt hurðarop, 34 cm
Einstaklega hljóðlát • Orkunýtni A+++ • 5 ára ábyrgð
PI
PA
R\
TB
W
A
·
S
ÍA
·
1
32
19
4