Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 58
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 Evgeniy Mironov leikur aðalhlutverkið í Calculator. Hann á sitt eigið leikhús í Rússlandi og er góðvinur Pútíns. „Rússneskar myndir fara ekki mikið út fyrir landsteinana, en ég á dyggan og stóran að- dáendahóp í Rússlandi sem ég reyni að vera í góðum tengslum við. Það vita ósköp fáir hver ég er utan Rússlands,“ segir Evgeniy Mironov, sem tökuliðið vísar til sem hins rússneska Tom Cruise. „En mér finnst dásamlegt að vera í tökum á Íslandi, þessir tökustaðir eru frábærir. Ég hef aldrei áður leikið í mynd þar sem tökustaðirnir eru svona fullkomnir, ég þarf varla að hafa fyrir því að leika,“ segir Egveniy kíminn. „Ég fæ tvo frídaga til að skoða landið og ætla að nýta þá út í ystu æsar,“ segir hann jafnframt. Evgeniy Mironov leikur snilling í Calculator sem rís upp gegn kerfinu. „Það er ekki erfitt,“ segir hann og hlær. „Ég sakna líka stúlkunnar sem ég verð ástfanginn af en hún breytir viðhorfi mínu til heimsins,“ útskýrir hann. „Karakterinn minn sér nefnilega ekki fólk heldur bara tölur og reiknar allt út. Þannig kom nafn myndarinnar til: Calculator,“ bætir Evgeniy við. „En myndin fjallar um ást og frelsi, á annarri plánetu“ segir hann. „Ég hef aldrei leikið í geimmynd áður. Ég sér- hæfi mig í klassískum verkum í Rússlandi eins og Fávitanum eftir Dostojevskí,“ segir Egveniy og er augljóslega ekki hræddur við áskoranir. „Sem leikari þarf ég alltaf að vera trúr stílnum og leika alla stíla mjög alvarlega – meira að segja kómedíu. Leikari á að trúa öllu sem hann gerir og það er aldrei auðvelt,“ heldur hann áfram. Aðspurður sagði Evgeniy það hafa komið sér á óvart hversu mikill fagmaður Vinnie Jones væri, fram í fingurgóma. „Þótt hann sé ekki lærður leikari, þá er mjög gott að vinna með honum,“ segir Evgeniy að lokum. Anya Chipovskaya leikur hitt aðalhlutverkið í myndinni – stúlkuna sem Evgeniy verður ást- fanginn af. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún hóf feril sinn sem leikkona í kvikmyndum. „Ég er búin að vera að leika í ellefu ár, en nú til dags leik ég meira í leikhúsum í Rússlandi,“ segir Anya. „Það er mikill heiður fyrir mig að leika á móti Evgeniy. Hann er frábær leikari og mjög gott að leika á móti honum. Hann er mjög virtur í Rúss- landi og Calculator er sannkölluð stórmynd á okkar mælikvarða,“ útskýrir Anya. „Karakterinn minn er pínulítið brjálaður. Mig hefur alltaf dreymt um að vera með stutt hár og ég fékk þann draum uppfylltan í þessari mynd sem er persónulegur sigur fyrir mig,“ segir Anya, létt í bragði. Aðspurð segist Anya hafa verið pínulítið stressuð yfir að hitta meðleikara sinn, Vinnie Jones, í fyrsta sinn. „Mér skilst að hann sé kallaður beinabrjót- urinn. En hann er almennilegur og kurteis. Ég myndi samt ekki vilja mæta honum í dimmu húsasundi,“ segir Anya. Þetta er í fyrsta sinn sem Anya kemur til Íslands. „Þetta er ótrúlega fallegt land. Ég fór til dæmis að Seljalandsfossi og gekk bak við foss- inn. Tíminn stoppaði. Ég trúði ekki hvað þetta var fallegt,“ segir Anya að lokum. olof@frettabladid.is Vill ekki mæta Vinnie Jones í húsasundi Evgeniy Mironov og Anya Chupovskaya leika aðalhlutverk við hlið Vinnie Jones í kvikmyndinni Calculator, en tökur á kvikmyndinni standa nú yfi r á Íslandi. EVGENIY MIRONOV OG ANYA CHUPOVSKAYA Leikarnir sem leika aðalhlutverkin í rússnesku kvikmyndinni Calculator, en tökur standa yfir á myndinni um þessar mundir á Íslandi. MYND/SAGA FILM Söngkonan Cher býr sig þessa dagana undir tónleikaferðalag á næsta ári sem gæti vel orðið hennar síðasta sökum aldurs, en hún er 67 ára gömul. Dívan hefur fengið búningahönnuðinn og vin sinn til margra ára, Bob Mackie til þess að sjá alfarið um útlit hennar á tónleikunum. Mackie á heiðurinn af mörgum af eftirminnilegustu búningum söngkonunnar, eins og þegar hún kom fram með Michael Jackson á MTV Music Awards árið 1975 í silfurlituðum samfestingi sem sýndi mikið hold og vakti gríð- arlega athygli. Búningahönnuður- inn sagði nýlega í viðtali að hann væri ótrúlega spenntur yfir að fá að hanna á Cher á ný. „Það er ekki eins og þetta sé venjuleg mann- eskja, þetta er gyðjan Cher,“ sagði Mackie. Í hverju verður Cher? Söngkonan undirbýr tónleikaferðlag til þess að kynna plötu sína „Closer To The Truth“ GLÆSILEG Cher lítur ótrúlega vel út. Hér er hún að syngja á tónleikum í New York. NORDICPHOTOS/GETTY Konurnar á bak við hátískumerkið Marchesa, þær Georgina Chap- man og Keren Craig, kynntu nýja fatalínu fyrirtækisins, sem nefnist Marchesa Voyage, fyrir stuttu. Voyage-línan er frábrugðin Marchesa að því leytinu til að hún höfðar til stærri og breiðari hóps kvenna. Marchesa er þekkt fyrir glamúr og fágaðar flíkur og sjást þær ósjaldan prýða stjörnur á rauða dreglinum í Hollywood. Fastakúnnar Marchesa eru stjörnur á borð við Halle Berry, Blake Lively og Naomi Watts. Aðdáendur Marchesa eru að vonum ánægðir með Voygae- línuna þar sem hún inniheldur flíkur sem henta við fleiri tæki- færi. „Við viljum að konur noti fötin okkar í vinnunni eða í ferðalaginu, þetta eru föt sem henta við öll tækifæri“, segir Chapman. Fatalína Marchesa Voyage verður seld vestanhafs í stór- verslunum eins Saks og Bloomingdales. Ný lína frá Marchesa Fatalínan Marchesa Voyage er fyrir breiðari hóp kvenna. Flíkurnar sagðar henta við öll tækifæri. NÝ FATALÍNA VÆNTANLEG Hönnuðir Marchesa, þær Keren Craig og Georgina Chapman. NORDICPHOTOS/GETTY AF TÖKUSTAÐ Hér má sjá tökulið og leikara á sólríkum tökudegi. MYND/SAGAFILM Fullorðins 595» Barna 295» KOMD’Í SHAKE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.