Fréttablaðið - 22.08.2013, Page 60
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44
The Hunger Games: Catching Fire,
framhaldsmyndar Hungurleikanna,
er beðið með mikilli eftirvæntingu
enda sló fyrsta mynd þríleiksins eftir-
minnilega í gegn. Lionsgate framleiðir
myndirnar og hafa þeir unnið mikið
og óvenjulegt kynningarstarf fyrir
Catching Fire. Nú síðast var vefsíðunni
Capitolcouture.pn komið á laggirnar, en
þar geta aðdáendur myndanna skoðað
tískuna í Höfuðborginni og kynnst
keppendum Hungurleikanna.
Vefsíðan þykir minna á vefsíðu tísku-
ritsins fræga, Vogue, og þykir sérlega
smekkleg. Búninga-
hönnuður Hungurleikanna
er Judianna Makovsky, en sú
hefur einnig unnið við Harry
Potter-myndirnar, X-Men og A
Little Princess frá árinu 1995.
Áætlaður frumsýningar-
dagur Hunger Games:
Catching Fire er 22.
nóvember.
Einstök vefsíða
Lionsgate hefur hvergi slakað á í kynningar-
starfi sínu fyrir kvikmyndina Catching Fire.
FLOTT TÍSKA Hér má
sjá keppanda frá svæði
átta með fagurrauðan
prjónatrefil.
„HönnunarMars er hátíð í borginni
en er líka hátíð íslenskrar hönnunar,“
segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri
HönnunarMars.
Það má segja að einkenni Hönnunar-
Mars síðastliðið vor hafi einmitt endur-
speglað þetta.
„Þar sem þessi leið, að auglýsa eftir
áhugasömum hönnuðum og hönnunar-
hópum og velja svo þrjá til að koma
með tillögur, heppnaðist svona vel
síðast endurtökum við nú leikinn,“
segir Greipur Gíslason og auglýsir
eftir hönnuðum til þess að hanna
einkenni næsta Hönnunarmars.
Umsóknarfrestur rennur út þann 6.
september næstkomandi. „Við erum í
raun opin fyrir öllu, grafík, myndum,
ljósmyndum – öllu. Bara að það virki
sterkt og sé skemmtilegt,“ segir
Greipur. - ósk
Auglýsa eft ir hönnuðum
Leita eft ir fólki til að hanna einkenni HönnunarMars.
EINKENNI
HÖNNUNAR-
MARS 2012
Ármann
Agnars son og
Jónas Valtýsson
hönnuðu
einkennið í
fyrra.
MYND/LEIFUR
WILBERG ORRASON
Partíkóngurinn og leikarinn
Charlie Sheen, sem þekktur er
fyrir leik sinn í Two and a half
men, er staddur hér á landi. Ekki
er vitað hvert tilefni heimsóknar-
innar er en honum leiddist ekki
þegar hann mátaði loðfeldi í búð
Eggerts feldskera á Skólavörðu-
stíg. Slúðurbloggarinn Perez
Hilton fjallaði meðal annars um
heimsókn Sheen í verslunina og
hafði orð á því að dýraverndunar-
samtökin PETA yrðu líklega
ekki ánægð með leikarann og
hrifningu hans á feldum.
Verslaði
hjá Eggerti
feldskera
SKEMMTI SÉR Charlie Sheen heimsótti
Ísland á dögunum og mátaði meðal
annars húfur hjá Eggerti Feldskera.
NORDICPHOTOS/GETTY
Rit- og handritshöfundurinn
Elmore Leonard lést í vikunni, 87
ára að aldri. Hann lést á heimili
sínu í Michigan-fylki í Banda-
ríkjunum. Dánarorsök er ekki
þekkt, en Leonard hafði fengið
hjartaáfall um það bil hálfum
mánuði áður en hann lést.
Elmore Leonard var þekktur
glæpa- og spennusagnahöfundur.
Hann skrifaði meðal annars
handritin að verkunum „Get
Shorty,“ „Hombre,“ „Fifty-Two
Pickup,“ „Out of Sight,“ „3:10
to Yuma,“ og „Jackie Brown.“
Hann vann til fjölda verðlauna
og viðurkenninga fyrir verk sín,
en hann var sérstaklega afkasta-
mikill höfundur. Hann var
byrjaður á sinni 46. skáldsögu
þegar hann féll frá. - ósk
Elmore
Leonard látinn
ELMORE LEONARD NORDICPHOTOS/GETTY
Fæst í Hagkaup Smáralind, Garðabæ, Kringlunni og Skeifunni.
• Skjástærð:15,6” (39.6cm) LED backlight,
glossy
• Örgjörvi: Celeron 1000M 1.8GHz 2MB
• Kubbasett: Intel© HM75
• Vinnsluminni: 4GB DDR3, 1600 MHz, PC3-
12800, mest stækkanleg í 16GB
• Geymslumiðlar: 320GB SATA 5400 rpm
harður diskur
• Skjákort: Intel© HD Graphics skjástýring
• Upplausn á skjá: 1366x768
• Minniskortalesari: 1 x 4in1 Card Reader (SD/
SDHC/MS/MS Pro)
• Geisladrif: DVD Super Multi
• Hátalarar: Steríó hátalarar
• Hljóðnemi: Innbyggður
• Vefmyndavél: Innbyggð 1.3 megapixel
vefmyndavél
• Þráðlaust netkort: Intel© Centrino© Wireless
N2230 (IEEE 802.11b/g/n)
• Netkort: 10/100/1000 MBit/s Realtek RTL
8111F
• Bluetooth: Já v4.0 + EDR
• Tengi: 1x USB 2.0, 3x USB 3.0, HDMI,
VGA,RJ-45,ExpressCard slots
• Tengi f. hljóðnema og heyrnartól
• Lyklaborð: Vökvavarið Íslenskt lyklaborð með
NUM PAD
• Rafhlaða: Li-Ion battery 6-cell, 4400 mAh, 48
Wh
• Rafhlöðuending: Allt að 6 tímar
• Stýrikerfi:Windows 8 Home
Fujitsu Lifebook
AH512 Celeron
Vnr.: VFY:AH512M41A2IS
74.999