Fréttablaðið - 22.08.2013, Page 64
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48
FÓTBOLTI Pepsi-deild karla heldur
áfram að rúlla í kvöld en þá fara
fram þrír leikir.
ÍBV tekur á móti Keflavík í Eyjum,
Breiðablik fer upp á Akranes og spilar
við ÍA. Skagamenn í vondum málum
á botni deildarinnar en Breiðablik í
harðri toppbaráttu en liðið er í fjórða
sæti og níu stigum á eftir toppliði
FH.
Keflavík er einu stigi fyrir ofan
fallsæti en ÍBV siglir lygnan sjó í
deildinni í sjötta sæti.
Síðan mætast Stjarnan og Fram
á Samsung-vellinum en þau spiluðu
eins og kunnugt er í úrslitum
bikarkeppninnar um síðustu helgi.
Þá hafði Fram betur eftir vítaspyrnu-
keppni.
Úrslitin voru mikið áfall fyrir
Stjörnumenn sem voru fyrirfram
sigurstranglegri og töpuðu þar að
auki í bikarúrslitum annað árið í röð.
Þeir verða því væntanlega í hefndar-
hug.
Leikirnir í Eyjum og Akranesi
hefjast klukkan 18.00 en leikurinn í
Garðabæ er á óvenjulegum tíma, eða
klukkan 20.15. Allir leikirnir verða í
beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis.
Nær Stjarnan fram hefndum gegn Fram?
SVEKKTUR Garðar Jóhannsson klúðraði
víti í bikarúrslitaleiknum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þórður Guðjónsson varð belgískur meistari með
Genk vorið 1999 en þetta var fyrsti meistaratitill
félagsins. Þórður var þá mjög öflugur á miðjunni
og skoraði 9 mörk í 28 deildarleikjum. Mario
Been, þjálfari Genk, hitti Þórð uppi á Akranesi
á sunnudaginn þegar hann sá FH vinna 6-2
sigur á ÍA.
„Ég var hjá Þórði á sunnudaginn og
spurði hann um nokkra hluti. Það var ekki
nauðsynlegt að fá einhverjar upplýsingar frá
honum því ég sá liðið sjálfur,“ sagði Mario
Been.
Þurfti ekki hjálp frá Þórði Guðjónssyni
SPORT
Nýr Hraðfiskbátur
Evolution 38I Hraðfiskibátur, 15 rúmlestir sérhannaður fyrir
Íslenskar aðstæður. Vél: Volvo D9 505 HÖ ásamt twindiski,
V-gír og Bógskrúfu. CP skrúfa með stillanlegum skurði á blöðum,
Stýri: ¨Becker Ratt“ vökvastýrt. Flabbsar 2 stk, 1500 lítrar olíu-
tankar með millirennsli, Dekkpláss er ca. 16 fermetrar,
Gott lestarpláss. Gluggar og hurðar úr PVC og gler tvöfalt.
Báturinn er tilbúinn til innréttingar. Vaskur og klósett fylgir.
Óskað eftir tilboði. Möguleg uppítaka.
Uppl. í síma : 849-9987 eða 895-8299
Fimmtudag 22. ágúst kl. 20:15
STJARNAN – FRAM
PEPSI–DEILDIN
EINN AF
LYKIL LEIKJUM
ÁRSINS!
ALLIR Á VÖLLINN!
FÓTBOLTI Guðmundur Torfason
verður á meðal áhorfenda í Kapla-
krika í kvöld þegar FH mætir
K.R.C. Genk. Landsliðsframherjinn
fyrrverandi er vel kunnugur
belgíska félaginu enda spilaði
hann með liðinu á sínum tíma.
Guðmundur gekk í raðir Winters-
lag í Belgíu árið 1987 en árið eftir
var liðið sameinað öðru félagi,
Waterschei. Úr varð Genk.
„Það komu menn frá félaginu
um páskana og tóku
heljarinnar viðtal
við mig í tilefni
þess að Genk er
25 ára í ár,“ segir
Guðmundur sem
spilaði með hinu
nýstofnaða félagi
til jóla en var þá
seldur til austur-
ríska félagsins
Rapid í Vín.
„Mér tókst samt
að skora fyrsta
markið fyrir klúbbinn,“ segir Guð-
mundur hress enda enn í skýjunum
eftir sigur Fram í bikarúrslitum
um helgina.
Markið kom í annarri umferð
belgísku deildarinnar í 1-1 jafn-
tefli gegn Mechelen. Guðmundur
hitti aðstoðar þjálfara Genk,
Pierre Denier, í gærkvöldi enda
þeir miklir vinir. Léku þeir
saman hjá liðinu á sínum tíma en
Denier hefur verið í þjálfaratíma
Genk frá árinu
1992. Þrátt fyrir
vinskapinn held-
ur Guðmundur
með FH í kvöld.
„Við verðum
að sta nda
saman, óháð
okkar eigin
félögum, og
halda með
Íslend-
ingum.“
- ktd
Skoraði fyrsta markið
Guðmundur Torfason þekkir vel til K.R.C. Genk.
FÓTBOLTI FH fær belgíska félagið
Genk í heimsókn í dag í umspili
um sæti í riðlakeppni Evrópu-
deildarinnar. Leikurinn hefst
klukkan 18.00 í Kaplakrika. FH
er komið ótrúlega nálægt því að
lengja tímabilið sitt um tíu vikur
en til þess þarf liðið að slá út mjög
sterkt belgískt lið. FH þarf að ná
góðum úrslitum fyrir seinni leik-
inn í næstu viku.
Lífsnauðsynlegt að halda hreinu
„Það er lífsnauðsynlegt fyrir
okkur að halda markinu hreinu
í heimaleiknum því það er alltaf
dýrt að fá á sig mark á heima-
velli. Ég myndi sætta mig við 1-0
sigur en 0-0 eru ágætis úrslit,“
segir Heimir Guðjónsson, þjálfari
FH, á blaðamannafundi í gær.
Heimir hrósaði sóknarleik Genk
og telur að þetta sé sterkara lið en
það austurríska sem FH var svo
nálægt því að slá út úr Meistara-
deildinni á dögunum.
„Ég held að þetta lið sé betra en
Austria Vín, ekki mikið betra, en
liðið er heilsteyptara og með fleiri
hættulega einstaklinga innan
liðsins. Genk spilaði í Meistara-
deildinni fyrir tveimur árum og
er einn af stærstu klúbbunum í
Belgíu,“ segir Heimir. Mario Been,
þjálfari Genk, hrósaði FH-liðinu á
blaðamannafundi.
„Við teljum okkur vita allt um
FH. Við komum hingað tvisvar,
fyrst á heimaleik hjá þeim og svo
fór ég sjálfur upp á Akranes á
sunnudaginn. Það sem ég sá var
sönnun á því sem ég vissi fyrir.
Þeir eru með sterkt lið og öflugir
fram á við og gera skorað mörk.
Þeir eru mjög góðir í föstum leik-
atriðum, hornspyrnum og auka-
spyrnum og eru mjög sterkir í
vörn. Þetta verður mjög erfiður
leikur fyrir okkur,“ sagði Been en
hann sá FH vinna ÍA 6-2.
„Ég sá leiki þeirra á móti
Austria Vín á myndbandi og sá
þá vera aðeins hársbreidd frá því
að komast áfram. Þeir sýndu þar
að þeir geta keppt við bestu liðin
í Evrópu og það er viðvörun til
okkar fyrir leikinn á morgun. Við
vitum nóg um þetta lið og þeirra
helsti styrkleiki er liðsheildin,“
sagði Been en hann taldi Björn
Daníel Sverrisson vera besta leik-
mann FH.
Hrifinn af Birni Daníel
„Ég er mjög hrifinn af leikmanni
númer 10 (Björn Daníel Sverris-
son) og ég er mjög ánægður með
að leikmaður númer 15 (Guðmann
Þórisson) er í leikbanni. Hann er
mjög mikilvægur leikmaður fyrir
þetta félag. Leikmaður númer 10
er klassa leikmaður sem er alltaf
kominn inn í teig og skorar mikið,“
sagði Been. Heimir tók undir það
að Been ætti að vera ánægður með
að Guðmann Þórisson er í leik-
banni í kvöld.
„Guðmann er búinn að vera að
spila vel í síðustu leikjum og hefur
spilað vel í þessum Evrópuleikjum.
Auðvitað er missir að honum en
það er stundum þannig í fótbolta
að ef menn kunna ekki að hemja
skap sitt þá fylgir því svolítið
mikið af gulum spjöldum,“ skaut
Heimir á miðvörðinn sinn.
Hitt snerist meira um peninga
Það var gríðarlega mikil umræða
um alla þá peninga sem voru í boði
í aðdraganda leikjanna við Austria
Vín og fyrirliðinn Ólafur Páll
Snorrason taldi ástæðu til að nefna
það á blaðamannafundi í gær.
„Það var mjög erfitt próf hjá
okkur í síðasta (Evrópu)leik og
kannski var meira undir í þeim
leik. Þessir leikir eru meira upp
á það sem leikmenn vilja, sem er
að komast í riðlakeppni og lengra
í Evrópukeppni, en hitt snerist
mikið um peninga. Meira reyndar
hjá ykkur en okkur nokkurn
tímann. Það er ekki hægt að neita
því að þetta verður mjög erfitt og
verðugt verkefni,“ sagði Ólafur
Páll.
ooj@frettabladid.is
Vita allt um FH-liðið
FH-ingar eru bara einu skrefi frá því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar
sem myndi þýða að tímabilið þeirra endaði í fyrsta lagi í desember. Framhaldið
ræðst mikið af fyrri leiknum við Genk sem er á Kaplakrikavellinum í dag.
HEIMIR HUGSI
Heimir Guðjónsson,
þjálfari FH, sést hér
hlusta á spurningu á
blaðamannafundi í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Hlaupakonan efnilega úr ÍR, Aníta Hinriksdóttir,
reynir sig í kvöld meðal þeirra bestu í heimi í 800
metra hlaupi kvenna þegar hún tekur þátt í Demanta-
móti í Svíþjóð. Aníta keppir þar við heimsmeistarann
Eunice Jepkoech Sum frá Kína og alls fimm af sex efstu
konum í úrslitahlaupinu á HM í Moskvu á dögunum. Aníta
er yngst í hlaupinu og sú eina sem hefur ekki hlaupið
undir tveimur mínútum. Allar þessar fimm sem voru í
úrslitahlaupinu á HM í Moskvu hlupu þá undir 1:59.00
mínútum. Það verður hægt að sjá hlaupið í beinni á
fjölvarpinu en NRK2 (Stöð 75) sýnir beint frá síðari hluta
mótsins. Hlaup Anítu er lokagrein kvöldsins og hefst
klukkan 19.50 að íslenskum tíma.
Aníta verður í beinni á
Fjölvarpinu