Fréttablaðið - 22.08.2013, Page 66
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50
FÓTBOLTI Miðvörðurinn Sölvi Geir
Ottesen gekk í raðir rússneska
úrvalsdeildarliðsins FC Ural
í byrjun þessara mánaðar og
skrifaði undir tveggja ára samning
við félagið.
Landsliðsmaðurinn hefur verið
á mála hjá FC Kaupmannahöfn
í Danmörku undanfarin ár en
yfirgaf liðið í sumar. Síðastliðið ár
hefur verið erfitt fyrir leikmann-
inn þar sem hann fékk lítið sem
ekkert að spila með FCK.
Mikill uppgangur er hjá FC
Ural, sem tryggði sér í fyrra sæti
á meðal þeirra bestu í Rússlandi.
„Rússland leggst bara vel í mig,“
segir Sölvi í samtali við Frétta-
blaðið.
„Mín fyrstu kynni af landinu
hafa bara verið frábær og mun
betri en ég þorði að vona. Ég bý
í stórborg sem hefur allt fram að
færa. Fólk hefur eflaust ákveðnar
skoðanir á Rússlandi en ég tel
að sú ímynd sem landið hefur í
huga hins almenna Íslendings sé
ekki alveg rétt. Sjálfur hafði ég
myndað mér ákveðna skoðun á
þeirra menningu og siðum en ég
var fljótur að átta mig á því að það
átti ekki við nein rök að styðjast,“
segir Sölvi.
Hann býr í borginni Yeka-
terinburg en í henni búa um 1,4
milljónir manns. Borgin er yfir
fimm þúsund kílómetrum frá
Moskvu, höfuðborg Rússlands.
„Það þýðir ekkert annað en að
vera jákvæður á svona breytingar.
Ég er búinn að taka þessa
ákvörðun og verð því að standa og
falla með henni. Ég hlakka mikið
til að byrja loksins að spila fótbolta
af krafti.“
Með einkabílstjóra
Félagið réð einkabílstjóra til að
aðstoða Sölva við að koma sér á
milli staða í borginni en það virðist
vera venjan í Rússlandi.
„Þeir vilja meina að Evrópubúar
eigi nokkuð erfitt með að keyra.
Rússar fara kannski ekkert mikið
eftir einhverjum umferðarreglum,
nema þetta séu þeirra reglur. Þeir
eru frekar ákveðnir í umferð-
inni en eftir að hafa farið á milli
staða með bílstjóranum mínum þá
treysti ég mér alveg í það að fara
að keyra um borgina.“
Fyrrverandi þjálfari FC Ural,
Pavel Panteleyevich Gusev, hætti
störfum hjá liðinu sama dag og
Sölvi skrifaði undir samning við
félagið. Það voru persónulegar
ástæður sem ollu því að Gusev
hætti með liðið. Oleg Vasilenko
tók síðan við liðinu en hann hefur
verið aðstoðarþjálfari FC Ural um
þó nokkurt skeið.
„Í raun var löngu búið að ákveða
að hann myndi stíga til hliðar og
ég vissi vel að fráfarandi stjóri
myndi ekki stýra liðinu þegar ég
kæmi. Ég hafði aldrei rætt við
neinn stjóra þegar ég skrifaði
undir hjá félaginu. Það tala fáir
ensku í Rússlandi og í raun talaði
minn umboðsmaður við umboðs-
mann í Rússlandi og þannig fór
þetta fram í mínu tilfelli.“
Lítil enskukunnátta
Í liðinu eru tveir Serbar, tveir frá
Armeníu, einn frá Simbabve og
einn frá Ísrael, ásamt leikmönnum
frá Rússlandi. Enskukunnátta leik-
manna liðsins er því ekki upp á
marga fiska.
„Við erum þrír í liðinu sem
tölum ekki rússnesku og því er
alltaf túlkur með okkur á æfingum
sem segir okkur hvað þjálfarinn er
að segja. Túlkurinn er klæddur í
íþróttagalla og hleypur strax inn á
völlinn þegar þjálfari vill ræða við
leikmenn, hann er einnig alltaf til
taks þegar þjálfarinn þarf að ræða
við okkur.“
Það vantar enn þá töluvert
upp á leikæfingu hjá Sölva
Geir en hann hefur lítið
spilað alvöru keppnis-
leiki undanfarið ár.
„Ég þarf auð-
vitað að leggja
hart að mér og
sanna mig á
æfingum en það
labbar enginn bara inn í þetta lið.
Ég býst samt sem áður fastlega
við því að vera settur fljótlega
í byrjunarliðið þegar ég verð
kominn í almennilegt form.“
FC Ural er í tólfta sæti rúss-
nesku úrvalsdeildarinnar með
fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Liðið hefur unnið einn leik og gert
eitt jafntefli. stefanp@frettabladid.is
Rússar fara
kannski ekkert mikið
eftir umferðarreglum.
Sölvi Geir Ottesen
Túlkurinn eltir mig á æfi ngu
Landsliðsmaðurinn Sölvi Geir Ottesen samdi á dögunum við rússneskt úrvaldeildarlið og er hann því fyrsti
íslenski leikmaðurinn í sögunni sem spilar með félagi frá Rússlandi. Leikmaðurinn er með einkabílstjóra á
sínum snærum og túlk sem eltir hann eins og skugginn á æfi ngum með FC Ural.
NÝ ÁSKORUN Sölvi Geir verður í eldlínunni í rússneska boltanum í vetur en leikmaðurinn setur stefnuna á að koma sér í
almennilega leikæfingu. Leikmaðurinn vonast til að vera kominn í byrjunarliðið von bráðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
SPENNTUR Sölvi Geir sést hér á æfingasvæði FC Ural
daginn sem leikmaðurinn skrifaði undir tveggja ára
samning við félagið. AÐSEND MYND
Lið Leikir Mörk
2004–2008 Djurgården 35 2
2008–2010 SønderjyskE 54 6
2010–2013 Copenhagen 43 8
2013 FC Ural 0 0
ATVINNUMANNAFERILL SÖLVA
FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason,
leikmaður Heerenveeen, hefur
ekki hafnað nýjum samningi við
hollenska félagið Heerenveen
eins og fullyrt var í hollenskum
miðlum í gær. Sóknarmaðurinn
hefur hins vegar gert félaginu
gagntilboð. Heerenveen vill halda
í framherjann sem er eftirsóttur
hjá félögum í Evrópu.
Alfreð hefur farið frábærlega
af stað fyrir liðið á tímabilinu
og stóð sig einstaklega vel á því
síðasta. Leikmaðurinn á tvö
ár eftir af samningi sínum við
Heerenveen sem á við fjárhags-
vanda að stríða.
„Hann virðist ekki átta sig á
því hvað fjárhagslegir erfiðleikar
eru,“ sagði Gaston Sporre, fram-
kvæmdastjóri Heerenveen, við
dagblaðið Leeuwarder Courant
um viðbrögð Alfreðs. - sáp
Alfreð gerði
gagntilboð
EFTIRSÓTTUR Hættir ekki að skora
fyrir Heerenveen. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Stjórn KSÍ hefur tekið
ákvörðun í máli Hannesar Þórs
Halldórssonar, markvarðar KR.
Hann var í leikbanni í leiknum
gegn Breiðablik á sunnudagskvöld
en leikurinn var eins og kunnugt
er flautaður af vegna höfuðmeiðsla
sem Elfar Árni Aðalsteinsson,
leikmaður Blika, varð fyrir eftir
aðeins fjögurra mínútna leik.
Sumir sparkspekingar töldu að
leikmaðurinn hefði því tekið út
leikbann en nú hefur sú ákvörðun
verið tekin að Hannes verður í
leikbanni í stórleiknum gegn FH
næstkomandi sunnudag.
Einnig hefur verið ákveðið að
hinn frestaði leikur Breiðabliks og
KR fari fram þann 19. september.
„Við munum að sjálfsögðu una
þessum úrskurði,“ segir Kristinn
Kjærnested, formaður knatt-
spyrnudeildar KR, í samtali við
Fréttablaðið.
„Það sem stendur eftir er samt
sem áður að KSÍ þarf að skerpa
á sínum reglum og setja hlutina
fram á skýrari hátt.“
Samkvæmt aga- og úrskurða-
reglum FIFA hefur leikmaður
tekið út leikbann ef það er ekki á
ábyrgð félagsliðs hans sem leikur-
inn er stöðvaður.
„Við vorum einmitt búnir að
kynna okkur þessi mál og það er
einkennilegt að KSÍ starfi eftir
öðrum reglum en Alþjóða knatt-
spyrnusambandið. Við treystum
aftur á móti Rúnari Alex [Rúnars-
syni] fyllilega fyrir verkefninu og
hlökkum til leiksins gegn FH.“
- sáp
KSÍ þarf að skerpa á sínum reglum
Hannes Þór Halldórsson verður í leikbanni gegn FH á sunnudaginn.
Í BANNI Hannes tók ekki út leikbann í leiknum gegn Breiðablik í síðustu viku.
Rúnar Alex Rúnarsson verður í rammanum á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Oft og tíðum getur fót-
bolti verið beinlínis hættuleg
íþrótt og slysin gera einfaldlega
ekki boð á undan sér. Á sunnu-
dagskvöld lenti Elfar Árni Aðal-
steinsson, leikmaður Breiðabliks,
í skelfilegu samstuði við Grétar
Sigfinn Sigurðarson, leikmann
KR, í leik liðanna í Pepsi-deild
karla í knattspyrnu.
Leikmaður inn missti með-
vitund og fékk nokkuð slæmt
flogakast á vellinum. Í fram-
haldi af atvikinu hefur umræða
um öryggismál hjá félögunum
sprottið upp en öll lið eru skyldug
til að vera með sjúkraþjálfaðan
aðila á bekknum í hverjum leik.
„Við höfum tekið þá ákvörðun
að hafa ávallt lækni á svæðinu
í hverjum einasta heimaleik,“
segir Kristinn Kjærnested, for-
maður knattspyrnudeildar KR.
„Því miður þarf stundum
leiðindaatvik til þess að vekja
menn til umhugsunar. Menn
þurfa síðan einnig að ræða þessi
mál innan hreyfingarinnar en
við ætlum að bregðast strax við
þessu.“ - sáp
Læknir á öllum
heimaleikjum
FORMAÐUR Kristinn Kjærnested segir
KR-inga bregðast við strax.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR