Fréttablaðið - 19.02.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 19.02.2014, Síða 2
19. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 MÁLSÓKN Hrannar Pétursson, upp- lýsingafulltrúi Vodafone, segir það af og frá að fyrirtækið neiti að afhenda gögn vegna fyrirhug- aðrar hópmálsóknar Málsóknar- félagsins gegn fyrirtækinu. Skúli Sveinsson hjá Málsókn- arfélaginu hélt því fram í Frétta- blaðinu í gær að fyrirtækið vildi bara afhenda núverandi viðskipta- mönnum gögn. „Frá því að það var brotist hér inn höfum við markvisst unnið að því að koma gögnum til þeirra sem hafa óskað eftir gögnum sem tengjast símanúmerum þeirra sjálfra,“ segir Hrannar. „Við verð- um að sjálfsögðu að gera það með réttum hætti og eingöngu að láta umbeðnar upplýsingar í hendur rétthafa hvers númers. Það er ein- falt fyrir okkur að staðreyna hver er skráður rétthafi þeirra síma- númera sem við erum að þjónusta. En við höfum ekki upplýsingar um skráða réttahafa númera hjá öðrum símafyrirtækjum þannig að við erum háðir upplýsingum frá þeim varðandi það,“ bætir hann við. Hrannar segir Vodafone því þurfa að óska eftir staðfestingu um rétthafa þaðan og að almennt hafi fyrirtækin brugðist vel við. „En það eru þó nokkur tilvik þar sem símafélag hefur ekki svarað erindum okkar þrátt fyrir ítrek- anir.“ Aðspurður segir hann þær fyrirspurnir vera allt að nokkurra vikna gamlar. - fb Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, vísar ummælum á bug: Neita ekki að afhenda gögn HRANNAR PÉTURSSON Upplýsinga- fulltrúi Vodafone segir fyrirtækið hafa óskað eftir upplýsingum frá öðrum símafyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚTIVIST Félagarnir Haukur Snær Hauksson, Andrés Júlíus Ólafsson, Svavar Svavarsson og Ólafur Þór- isson, sem allir starfa hjá Umboðs- manni skuldara í Reykjavík, hjóla í vinnuna á hverjum einasta morgni, sama hvernig viðrar. Samanlagt eru fimmtíu starfsmenn á vinnu- staðnum. „Við komum flestir ferlega langt að,“ segir Haukur Snær um hjól- reiðahópinn, sem ferðast þó í sitt hvoru lagi í vinnuna. Hann býr í Norðlingaholti og hjólar tíu kíló- metra hvora leið. Svavar býr í miðbæ Hafnarfjarðar, Andrés Júl- íus í Kársnesi í Kópavogi og Ólaf- ur í Kórahverfinu en áður hjólaði hann frá Völlunum í Hafnarfirði. „Við höfum farið síðustu sumur í hjólreiðaferðir, til dæmis í Hval- fjörð og á Þingvelli. Við erum tveir á svipuðum aldri, ég og Ólafur sem erum rúmlega þrítugir. Svo eru þarna tveir karlar, rúmlega fimm- tugir, og við drífum þá áfram,“ segir Haukur Snær í léttum dúr. Síðasta sumar fóru þeir í sautj- án daga hjólreiðaferð um Evr- ópu þar sem svalandi mjöður var drukkinn á helstu áningarstöðun- um. Með í för var Ágúst, bróðir Hauks. Saman hjóluðu þeir í gegnum sex lönd á 1.500 kílómetra leið sinni frá Berlín til Mílanó. „Það var mikið drukkið af bjór. Við hjóluðum í Þýskalandi og Tékk- landi, sem eru mikil bjórlönd, og fórum líka í gegnum Liechten- stein, Sviss og Austurríki og end- uðum svo á Ítalíu. Þetta var mjög gaman.“ Aðspurður segist Haukur hafa byrjað að hjóla fyrir alvöru fyrir fjórum árum vegna hnémeiðsla eftir áralanga fótboltaiðkun. „Mig vantaði nýja hreyfingu sem færi ekki illa með hnén. Það var líka bara einn bíll á heimilinu og þarna gat maður slegið tvær flug- ur í einu höggi og sparað pening.“ Hann hjólar í gegnum Elliðaár- dal og Fossvog í Kringlu 1 þar sem Umboðsmaður skuldara er til húsa. Aðeins einu sinni á þessum fjór- um árum hefur hann lent í óhappi, eða þegar hann lenti í árekstri við annað hjól. „Ég endaði uppi á spít- ala en sem betur fer var ekkert brotið,“ segir hjólreiðagarpurinn og mælir eindregið með þessum ferðamáta. freyr@frettabladid.is -90% AFSLÁTTUR ALLT AÐ Við höfum opnað útsölumarkað í öllum okkar verslunum, mikið úrval af skrifstofu- vörum, föndri, spilum , leikföngum, náms- og kennsluvörum og fleira og fleira, allt að 90% afsláttur. Komdu við og gerðu góð kaup. ÚTSÖLUMARKAÐUR A4 Skeifunni 17 / A4 Smáratorgi 1 / A4 Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Egilsstöðum / A4 Selfossi Haukur Snær hefur skráð kíló- metrafjöldann sem hann hefur hjólað samviskusamlega niður. Fyrst notaði hann til þess mæli á hjólinu en undanfarið hefur hann notað smáforritið Run keeper sem skráir kílómetrafjöldann. Samanlagt jafngildir þetta um sextán og hálfum hringvegi en hringvegurinn sjálfur er 1.322 kílómetra langur. ➜ Heildarfjöldi í km Ár Km 2010 3.139,0 2011 6.173,8 2012 5.894,7 2013 6.756,7 Samtals km 21.964,1 ➜ Sextán hringvegir á fjórum árum LEIÐ HAUKS Á RUNKEEPER Hjólreiðagarpar sem greiða úr skuldum Fjórir vinnufélagar hjá Umboðsmanni skuldara hjóla í vinnuna á hverjum morgni, sama hvernig viðrar. Þeir fóru í eftirminnilega hjólreiðaferð um Evrópu í fyrra. Á HJÓLUNUM Frá vinstri: Svavar Svav- arsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Eva Dís, ætlið þið að hjóla í þetta mál? „Já, það er vonin að gera það í sumar ef tími gefst.“ Eva Dís Þórðardóttir og Gísli Rafn Guð- mundsson hlutu nýsköpunarverðlaunin fyrir verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi. Þar leggja þau til að skráð verði hjólaleið um Suðurland. SPURNING DAGSINS TAÍLAND, AP Yingluck Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, verður hugsanlega kærð fyrir embættisglæpi. Spillingareftirlitið í Taílandi sakar forsætisráðherrann um að hafa gengið ósmekklega fram við nið- urgreiðslur til hrísgrjónabænda. Ríkisstjórnin hafði skuldbundið sig til að selja hrísgrjónin á verði sem er langt fyrir ofan markaðsverð en var mörgum mánuðum of sein að borga bændum fyrir hrísgrjónin. Ef ákveðið verður að vísa hugsanlegri ákæru um embættisglæpi til öldungadeildar þingsins verður Yingluck tafarlaust látin víkja frá störfum þar til dómur fæst í málinu. - ue Framganga þótti ósmekkleg: Sökuð um embættisglæpi Í VIÐTALI Yingluck Shinawatra, forsætisráðherra Taílands. NORDICPHOTOS/AFP MENNTUN Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri Iðnú og Iðn- menntar, telur að hægt verði að lækka verð á námsefni framhalds- skólanema verulega ef og þegar það verður fáanlegt í aukn- um mæli í rafrænu formi í framtíðinni. Illugi Gunnars- son, mennta- og menningarmála- ráðherra, sagði á ársfundi Iðn- menntar að frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskóla væri í vinnslu hvað varðar rafrænt námsefni. „Ef ríkið býr til lagaumhverfi fyrir okkur gætum við hugsanlega innheimt fyrir námsgögn með skóla- gjöldum til nemenda,“ segir Heiðar Ingi og telur að verðið gæti lækkað um 30 til 40 prósent. „Í slíku við- skiptaumhverfi þurfum við ekki að hafa áhyggjur af ólöglegu niðurhali. Þá erum við að tala um verulega lækkun á verði námsgagna til nem- enda.“ Í frumvarpinu um framhalds- skólana er gert ráð fyrir „að skól- um verði heimilt, með sérstöku leyfi ráðherra, að innheimta gjald fyrir rafrænt efni sem þeir ákveða að nýta í kennslu. Gert er ráð fyrir því að ráðherra veiti skólum slíka heim- ild í tilraunaskyni í takmarkaðan tíma fyrir tilteknar námsgreinar.“ Heiðar Ingi segir að fari frum- varpið tiltölulega fljótt í gegnum þingið ætti Iðnmennt að geta hafið tilraunaútgáfu næsta haust. - fb Frumvarp um breytingar á lögum hvað varðar rafrænt námsefni er í vinnslu: Verðið myndi lækka verulega HEIÐAR INGI SVANSSON LÖGREGLUMÁL Rúmlega 50 fíkni- efnamál hafa komið til kasta lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum dögum. Í tilkynn- ingu frá lögreglunni segir að hald hafi meðal annars verið lagt á amfetamín, e-töflur, kókaín og MDMA. Karlar á þrítugsaldri komu oftast við sögu og flest mál- anna áttu sér stað í miðborginni. Lögreglan hélt úti sérstöku eftirliti um síðustu helgi og voru nokkrir fíkniefnasalar hand- teknir. - skó Mikill fjöldi fíkniefnamála: Sérstakt eftirlit í miðbænum REYKJAVÍK „850 bíða eftir félags- legu húsnæði, 250 eftir þjón- ustuíbúðum,“ sagði Áslaug María Friðriks- dóttir, borgar- fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, á borgarstjórn- arfundi í gær. Bara hafi fjölg- að um 75 íbúðir Félagsbústaða á kjörtímabilinu. Hún og Kjartan Magnússon, einnig borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, gagnrýndu litla uppbyggingu í húsnæðismálum. - skó Gagnrýndu aðgerðaleysi: Þörf á hraðari uppbyggingu ÁSLAUG MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR STJÓRNMÁL Verðbólguhorfur munu versna ef dregið verð- ur úr sjálfstæði Seðlabankans og bankastjórum fjölgað. Þetta kemur fram á vef IFS-greining- ar. Yfirlýsingar forsætisráðherra í þættinum Sunnudagsmorgni í Ríkissjónvarpinu um að hann vilji að Seðlabankinn taki upp aðra vaxtastefnu og að til greina komi að fjölga seðlabankastjórum hafi ýtt undir óvissu hvað varðar verðbólguhorfur. Þá segir að tíð skipti á seðla- bankastjórum geti verið vísbend- ing um að sjálfstæði bankans sé takmarkað. - hks Breytingar valda óvissu: Verðbólguhorf- ur gætu versnað

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.