Fréttablaðið - 19.02.2014, Side 40

Fréttablaðið - 19.02.2014, Side 40
19. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 20 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur Victoria Beckham opnar sig um hjónaband sitt í nýjasta hefti tíma- ritsins Allure. „David Beckham er yndislegasti maður sem ég hef kynnst. Hann er frábær faðir. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur, yndislegur eigin- maður. Ég studdi hann í mörg ár og hann er stoltur af mér. Hann styður mig. Það er mikið jafnræði á okkar heimili,“ segir Victoria. Hún er ánægð með að fjölskyldan hafi flutt til Bandaríkjanna árið 2007 svo David gæti spilað fótbolta með LA Galaxy. „Það var mesta gæfuspor sem ég hef tekið að flytja til Bandaríkj- anna í sex ár.“ - lkg Styðja hvort annað ÁNÆGÐ MEÐ SINN MANN Victoria elskar David. „Þetta er uppáhaldsmyndin mín. Systir mín horfði alltaf á hana þegar ég var yngri þannig að ég byrjaði að horfa á hana líka. Ég hef örugglega horft á hana upp undir tvö hundruð sinnum,“ segir Aþena Eir Jónsdóttir. Hún leikur aðalkvenhlutverkið í upp- setningu Fjölbrautaskóla Suður- nesja á söngleiknum Dirty Danc- ing. Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd sem sló fyrst í gegn þegar hún var frum- sýnd árið 1987. Í myndinni leikur Jennifer Grey Frances Houseman sem er oftast kölluð Baby. Í upp- setningu FS heitir sá karakter Lilla og Aþena er í því hlutverki. „Ég ætlaði bara að fara í dans- prufurnar og komst í gegnum þær. Síðan var ég kölluð inn og beðin um að fara í leikprufu og fékk hlutverkið. Ég er rosalega ánægð með það,“ segir Aþena. Hún er á fyrsta ári í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja þótt hún sé aðeins fimmtán ára því hún var færð upp um eitt ár. Hún er yngsti meðlimurinn í sýningunni. „Það er gert grín að mér öðru hverju því ég er yngst. Svo er sá sem leikur á móti mér fimm árum eldri en ég þannig að það er svo- lítill munur,“ segir Aþena. Arnar Már Eyfells leikur Jonna en í upp- runalegu myndinni er það Patrick Swayze sem túlkar hann. „Arnar Már er mjög góður og sjarmerandi. Hann á yngri systur sem er jafngömul og ég þannig að hann lítur á mig sem litlu systur sína.“ Dirty Dancing er frumsýnt á morgun í Andrews Theater á Ásbrú og eru aðeins fimm sýn- ingar í boði næstu helgi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli. Það skemmti- legasta sem ég hef gert og það erfiðasta. Ég er mjög spennt og stressuð á sama tíma fyrir frumsýningunni. Söguþráður- inn í sýningunni er sá sami en sumum atriðum hefur verið örlít- ið breytt,“ segir Aþena. Aðspurð um goðsagnakenndu lyftuna úr myndinni segir hún það atriði aðeins breytt. „Það er lyfta en hún er ekki eins og í myndinni. Þessi lyfta í myndinni er náttúrulega ein sú erfiðasta sem hægt er að finna í dansi og því útfærðum við hana aðeins öðruvísi.“ Aþena hefur æft dans síðan hún var tíu ára en veit ekki hvort hún ætlar að leggja leiklistina fyrir sig í framtíðinni. „Ég hef aðra drauma. Mig langar að verða bóndi. Ég er ekki búin að ákveða hvar en ég ætla á Hvanneyri eftir Fjölbrautaskól- ann. Útskrifast sem búfræðingur og tamningamaður og skella mér upp í sveit.“ liljakatrin@frettabladid.is Baby ætlar að verða bóndi Aþena Eir leikur aðalkvenhlutverkið í uppsetningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja á söngleiknum Dirty Danc- ing. Hún segir æfi ngaferlið hafa verið skemmtilegt en erfi tt. Hana dreymir um að verða bóndi í framtíðinni. NÁ VEL SAMAN Aþena og Arnar Már eru eins og systkini. MYND/EINKASAFN Þessi lyfta í mynd- inni er náttúrulega ein sú erfiðasta sem hægt er að finna í dansi og því útfærðum við hana aðeins öðruvísi. Aþena Eir Jónsdóttir STÍFAR ÆFINGAR Aþena hefur dansað síðan hún var tíu ára. FRÉTTABLAÐIÐ/EINKASAFN ÍLEGO SL. TA L 2D LEGO ÍSL. TA L 3D ÍLEGO SL. TA L 3DLÚXUS ROBOCOP ROBOCOP LÚXUS HER Ý ÖSK JAÐ MEÐ KJ TBOLLUM ...2 2D SECRET LIFE OF WALTER MITTY THE HOBBIT 3D 48R NYMPHOMANIAC PART 1 ROBOCOP INSIDE LLEWYN DAVIS DALLAS BUYERS CLUB AUGUST: OSAGE COUNTY THE BOOK THIEF KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 5 - 8 - 10.35 KL. 8 - 10.35 KL. 8 - 10.30 KL. 3.30 KL. 8 - 10.30 KL. 5.40 - 9 Miðasala á: og KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 5.40 - 8 KL. 10.30 KL. 6 KL. 9 NÁNAR Á MIÐI.IS NYMPHOMANIAC PART 1 ROBOCOP INSIDE LLEWYN DAVIS HER DALLAS BUYERS CLUB KL. 8 - 10:15 KL. 8 - 10:15 KL. 5.50 KL. 5.50 - THE GUARDIAN - T.V. - BÍÓ VEFURINN / S & H- GDÓ - MBL ROBOCOP 8, 10:25(POWER) LEGO - ÍSL TAL 3D 5:50 DALLAS BUYERS CLUB 5:45, 8, 10:20 47 RONIN 3D 10:30 SECRET LIFE OF WALTER MITTY 5:45, 8 G.D.Ó - MBL TIME T.V. - Bíóvefurinn.is VIDEODROME SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK TIMEHOLLYWOOD REPORTER ENTERTAINMENT WEEKLYROGEREBERT.COM CHICAGO SUN-TIMES GDÓ - MBL Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is ÞETTA er nógu gott, svona til bráða- birgða, hugsaði ég með sjálfri mér og límdi filmu yfir síðustu rúðuna í útidyrahurð- inni. Ég var búin að líma yfir sex rúður, með mattri plastfilmu sem fékkst á rúllum. Ódýrari týpan. Sú dýrari hefði litið betur út komin á glerið, ég segi það ekki, með sanseraðri áferð! En þessi var látin duga. Til bráðabirgða. ÞAÐ hvarflaði líka að mér að sú dýrari hefði verið auðveldari í uppsetningu, þar sem ég skóf til hliðanna lofbólur með litlum gráðuboga, eina áhaldinu sem ég fann til verksins. Filman lét ekki vel að stjórn og að verki loknu voru enn litlar lofbólur hér og þar undir film- unni. En þetta yrði látið duga, svona til bráðabirgða. Innst inni vissi ég auðvitað að filman yrði þarna til eilífðarnóns. „Til bráðabirgða“ hefur nefnilega tilhneigingu til að togna vel í annan endann. ÉG hafði einsett mér að í þeim búferlaflutningum sem fjölskyld- an hefur staðið í síðustu daga yrðu hlutirnir fullkláraðir strax. Ekkert hálfkák liðið. Sérstaklega þar sem síðustu vikurnar á gamla staðnum höfðu einmitt farið í að ljúka ýmsum atriðum sem áttu alltaf að vera „bara til bráða- birgða“ en höfðu ílengst. ENDA voru hlutirnir teknir með trompi á nýja staðnum, til að byrja með. Málað í hólf og gólf og drifið upp úr kössum. Hillur ruku upp á vegg og mottur flettust yfir gólfin. Sorterað var ofan í skúffur og raðað í geymslur. Varla gafst tími til að borða, svo mikill var atgangurinn. FLJÓTLEGA dró þó af okkur. Búferla- flutningar eru mikið verk og brátt var farið að kasta til höndum. Setningar eins og: „Æ, sturtaðu þessu bara hér, ég tek þetta síðar,“ og „Hengdu þetta bara þarna, við lögum það á eftir,“ fóru að heyrast æ oftar. Við látum auðvitað eins og allt þetta hálfkák verði fullklárað síðar. ÞEGAR filman er loks komin upp skrifa ég nöfnin okkar á lúinn bréfmiða, fyrir póstinn, og festi hann á útidyrahurðina með límbandi. Það sleppur alveg, svona til bráðabirgða. Bara til bráðabirgða

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.