Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGVinnuvernd MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 20142 Vinnuvernd er hluti al-mennra mannréttinda og á sérhver starfsmaður rétt á því að snúa heill heim úr vinnu sinni að sögn Eyjólfs Sæmunds- sonar, forstjóra Vinnueftirlitsins. Hann minnir á að í mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sé kveðið á um rétt til góðra vinnu- skilyrða og í félagsmálasáttmála Evrópu um réttinn til öruggra og heilsusamlegra vinnuskilyrða. „Í fjölmörgum samþykktum Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar er ítarlega kveðið á um það hvern- ig vernda skuli launþega gegn slys- um og óhollustu og tryggja þeim um leið góð vinnuskilyrði.“ Að sögn Eyjólfs sýna erlendar rann- sóknir að vinnuslys og atvinnu- tengdir sjúkdómar kosta vest- ræn samfélög eins og okkar um 3-4% af landsframleiðslu. „Það svarar til 50-70 milljarða króna hjá okkur Íslendingum. Stærstur hluti þess er vegna sjúkdóma og slits sem leiðir til vinnutaps og ótímabærrar örorku starfsmanna. Vinnan sem slík er holl hverjum manni og mikið böl felst í því að hafa ekki atvinnu.“ Eyjólfur segir það endurspegl- ast í vinnuverndarlögum okkar, lögum nr. 46/1980 sem fjalla um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. „Lögin skilgreina meðal annars eftirfarandi mark- mið: að tryggja öruggt og heilsu- samlegt starfsumhverfi sem jafn- an sé í samræmi við félagslega og tækni- lega þróun í þjóð- félag inu. Einnig segja þau til um að tryggja skuli skil- yrði f yrir því að innan vinnustaða sé hægt að leysa örygg- is- og heilbrigðisvandamál í sam- ræmi við gildandi lög og reglur, meðal annars í samræmi við ráð- leggingar aðila vinnumarkaðarins og í samræmi við ráðleggingar og fyrir mæli Vinnueftirlits ríkisins.“ Hann minnir á að vinnuveit- endur beri meginábyrgð á því að tryggja öruggar og heilsusamlegar aðstæður á vinnustað, meðal ann- ars með því að gera áhættumat og áætlun um forvarnir. Starfsmenn hafi þó líka skyldur og ber að fara eftir þeim reglum sem gilda á vinnustaðnum. „Vinnuvernd- in nær til margra þátta. Öryggi og slysavarnir koma kannski fyrr upp í hugann en aðrir þættir, svo sem forvarnir gegn sjúkdómum, t.d. í stoðkerfinu, streituvarnir og ein- eltisstefna skipta líka miklu máli.“ Vinnueftirlitið hefur eftirlit með framkvæmd laga og reglugerða á þessu sviði en annast einnig margs konar fræðslu sem upplýs- ingar eru um á heimasíðu stofn- unarinnar, vinnueftirlit is. Þar er einnig að finna margs konar leið- beiningar, svo sem vinnuum- hverfisvísa fyrir ýmsar atvinnu- greinar og áhættuþætti. Vinnuvernd er mannréttindi Vinnuslys og atvinnutengdir sjúkdómar kosta samfélagið 50–70 milljarða á ári. Stærstur hluti þess er vegna sjúkdóma og slits sem leiðir til vinnutaps og ótímabærrar örorku starfsmanna. „Vinnan sem slík er holl hverjum manni og mikið böl felst í því að hafa ekki atvinnu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. MYND/STEFÁN Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbirgir@365.is, s. 512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. 2008 2009 2010 2011 2012 Fjöldi tilkynntra vinnuslysa á 10.000 starfandi 104 81 80 92 92 Fjöldi tilkynntra slysa í opinberri þjónustu 51 69 70 73 86 Fjöldi tilkynntra slysa í mannvirkjagerð 215 138 115 98 72 Fjöldi tilkynntra slysa í fi skiðnaði 257 209 258 392 371 Fjöldi tilkynntra slysa í fl utningastarfsemi 98 73 97 82 90 Fjöldi vinnuslysa á hverja 10.000 starfandi Góður starfsandi á vinnu-stað er ekki sjálfgefinn. V i n nuveitendu r get a með áhættumati á félagslegum og andlegum þáttum í vinnu- umhverfinu búið til góðan anda á vinnustað. Þessir þættir eru mikilvægir fyrir allan rekstur að sögn Ástu Snorradóttur, hjúkr- unar- og félagsfræðings. „Þegar v innuumhverf i er tryggt er það líklegt til árangurs bæði hvað varðar starfsmanna- mál og rekstur viðkomandi fyr- irtækis,“ útskýrir Ásta. „Ef ein- göngu er lögð áhersla á hvatn- ingu starfsmanna en ekki búið til gott skipulag í kringum and- lega og félagslega þætti skilar það ekki jafn miklu. Það er ekki nóg að segja bara „við ætlum að styðja hvert annað“, held- ur verður að skýra hvernig á að gera það.“ Röð og regla veitir öryggi Þeir þættir sem huga þarf að eru meðal annars öruggt vinnu- umhverfi, samskipti á vinnu- stað, hvert á að leita eftir aðstoð og álag svo eitthvað sé nefnt. Hversu mikið frjálsræði hefur fólk í vinnunni? Er vinnutíminn sveigjanlegur? Og ekki síst þarf að skoða hvort kröfur á starfsfólk eru hæfilegar, eru verkefnin of fá eða of mörg, nægilega krefjandi eða óraunhæf? „Alla þessa þætti þarf að skipuleggja vel svo þeir nýt- ist og komi fólki til góða. Þegar það er gert veit fólk hvernig það á að haga vinnu sinni og ofan á þann grunn er svo hægt að bæta hvatningu og öðrum þátt- um til að auka afköst og gleði í vinnunni,“ segir Ásta. „Ég líki þessu gjarnan við fata- skáp, ef allt er í óreiðu í skápnum finnur maður aldrei fötin sem maður er að leita að. En ef allt er í röð og reglu veit maður nákvæm- lega hvað maður er að gera og það skapar öryggi og vellíðan.“ Einelti á vinnustað Ásta segir áhættumat á andleg- um og félagslegum þáttum for- varnarstarf. Kanna þurfi reglu- lega hvernig starfsfólki líður í vinnunni og reyna að bæta þá þætti sem ekki reynast í lagi. Ein- elti á vinnustað er alvarlegur þátt- ur og skaðlegur. Það er skylda at- vinnurekanda að draga úr hættu á að þær aðstæður skapist sem leitt geta til eineltis. „Þegar and- legt og félagslegt vinnuumhverfi er gott og vel skipulagt og búið að fara yfir þá áhættuþætti sem geta skapast, er það forvörn og jafn- framt öflugasta vopnið í eineltis- málum. En það verður líka að vera til viðbragðsáætlun varðandi ein- elti,“ segir Ásta. „Fyrirtæki verða að hafa stefnu í eineltismálum, gera starfsmönn- um ljóst að einelti er ekki liðið á vinnustaðnum og fræða fólk um það hvað einelti er og hvernig hægt er að vinna saman án þess að skapa erfiðar vinnuaðstæður. Ef einelti kemur upp þarf að fara yfir alla þætti í vinnuumhverfinu og finna ástæðuna. Af hverju gerð- ist þetta? Síðan þarf að sauma fyrir þær hættur sem gátu hafa orðið til þess að einelti átti sér stað.“ Gott skipulag veitir öryggi Andlegi og félagslegi þátturinn í vinnuumhverfinu er mikilvægur, að sögn Ástu Snorradóttur, hjúkrunar- og félagsfræðings hjá Vinnueftirlitinu. Við erum líklegri til að afkasta meiru ef okkur líður vel í vinnunni og einnig höldumst við lengur á vinnumarkaðnum. Ásta Snorradóttir, hjúkrunar- og félagsfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, segir fólk afkasta meiru og endast lengur á vinnumarkaði líði því vel í vinnunni. MYND/STEFÁN Enginn fer til vinnu með það í huga að verða fyrir vinnuslysi eða öðru tjóni. Slysatíðni hér- lendis er á niðurleið og meiri vakning hefur átt sér stað um gildi forvarna. Vinnan er grundvöllur velmeg- unar og vellíðunar fyrir einstak- linga og samfélagið í heild sinni. Það fer enginn til vinnu með það í huga að verða fyrir vinnuslysi eða öðru tjóni vegna vinnu sinnar og öll viljum við komast heil heim. Okkur bera að gera vinnuna sem hættuminnsta og fylgja innlend- um og alþjóðlegum reglum á sviði vinnuverndar. Öll verk þarf að skipuleggja þannig að áhætta við þau verði sem minnst. Ef ekki er hægt að framkvæma verkefni án þess að heilsunni sé stefnt í voða eigum við að velja aðrar aðferðir og beita öðrum vinnubrögðum. Þegar horft er á töfluna um fjölda vinnuslysa má sjá að slysa- tíðni er á niðurleið fyrir allar starfsgreinar. Þetta má helst rekja til mannvirkjageirans þar sem fjöldi slysa hefur farið lækkandi ár frá ári. Störfum í bygginga- og mannvirkjagerð hefur fækk- að umtalsvert samhliða því að vakning hefur orðið um svokall- aða núll-slysastefnu, bæði meðal verkkaupa og verktaka. Í fiskvinnslu hefur tilkynnt- um slysum fjölgað sem tengist að hluta betri skráningu. Engu að síður er um þre- til ferfalt hærri slysatíðni í fiskvinnslu en í öðrum greinum. Árið 2013 hóf Vinnu- eftirlitið átak til að fækka slysum í fiskvinnslu en ljóst er að mikið verk er fram undan. Það þarf að verða vitundarvakning meðal at- vinnurekenda og launþega í fisk- vinnslu um víðtækt áhættumat. Vinnuslysum í opinberri þjón- ustu fjölgar einnig. Þetta er al- þjóðlegt vandamál vestrænna ríkja þar sem heilbrigðisgeirinn er með hættulegustu vinnustöð- um með tilliti til vinnuslysa og at- vinnusjúkdóma. Í þessum geira er mikið álag og vítahringur álags og heilsutjóns fælir frá. Það er skýrt kveðið á um að börn eigi ekki að vinna hættuleg störf. Frá 2010 til loka árs 2013 slösuð- ust þó um 270 börn yngri en 18 ára í vinnuslysum sem tilkynnt voru til Vinnueftirlitsins. Vinnuslys eiga ekki að vera í reynsluheimi okkar og alls ekki barnanna okkar. Kerf- isbundið slysaáhættumat, alltaf alls staðar, er besta fjárfestingin! Vinnuslys eru alls engin tilviljun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.