Fréttablaðið - 19.02.2014, Side 32

Fréttablaðið - 19.02.2014, Side 32
 | 10 19. febrúar 2014 | miðvikudagur Í gær kom fyrir manna sjónir nýjasta innleggið í umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu, skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir ríkisstjórnina. Líkt og við var að búast halda menn sig við þekktar skotgrafir og orðhengilshátt í umræðunni. Umræðu sem fyrir löngu er búin að fara í svo marga hringi að nægir til að æra óstöð- ugan. Spurning er þó hvort málið er svo flókið í grunn- inn. Er hægt að fá varanlegar undanþágur frá lögum og reglum Evrópusambandsins í aðildar- viðræðum? Líkast til ekki. Er hægt að semja um sérlausnir? Já, það er hægt og fordæmi fyrir slíku. Skiptir máli hvort niðurstaða í viðræðum Íslands við ESB um sjávarútvegsmál eða landbúnað er köll- uð sérlausn eða undanþága? Nei, engu. Þurfa aðildarríki að beygja sig undir grunngildi og hugsjónir Evrópusambandsins um mannhelgi, frelsi, lýðræði, jafnrétti og virðingu fyrir lögum? Já. Er það slæmt? Nei. Hræðsla og óöryggi eða varð- staða um sértæka hagsmuni? Ekki kemur á óvart að þeir sem hæst hafa látið í andstöðu við aðildarumsókn Íslands þykist finna í skýrslu Hagfræðistofnunar umsókn landsins allt til foráttu. Oftar en ekki kemur í ljós að um orðheng- ilshátt er að ræða þegar rýnt er í röksemdirnar. Talað er um undanþágur en sérlausnir látnar liggja á milli hluta. Áfram er rifist um hluti sem verður ekki svarað nema með því að ljúka aðildarviðræðunum. Það getur enginn að óreyndu fullyrt að óásættanleg niðurstaða verði af samningum við Evrópusambandið. Velta má fyrir sér af hvaða hvötum slíku rugli er haldið fram. Brjóstvitið segir manni að hluti fólks sé þannig gerður að hann óttist allar breytingar og kjósi ávallt þekkt ástand umfram annað, hvort sem breytingarnar eru til hins betra eður ei. Þetta er svo sem skiljanlegt, tilfinningarnar ráða för. Alvarlegra spurningarmerki er hægt að setja við framferði þeirra sem stilla sér upp sem varðhundar sértækra hagsmuna. Vitanlega fylgir breyt- ingum rask og valdajafnvægi raskast. Einhver sem deilt gat og drottnað yfir styrkjakerfi getur það ekki lengur. Rammi er settur utan um ákvarðanir sem einhver ráðamanna hafði áður í hendi sér. Fyrir hverja eru þeir stjórn- málamenn að vinna sem stilla sér upp í þessu liði? Ekki almenning í landinu. Niðurstaða verður að fást í málið Ábatinn af mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu virðist augljós. Hér plaga miklar sveiflur efnahagslífið og hefur krónan rýrnað ár frá ári (þótt núna malli hún í höftum). Reynslan sýnir að lönd sem glímt hafa við verðbólgu hafa náð á henni tökum við það að ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar og til einhvers er að vinna ef rétt reynist. Reynt hefur verið að viðhalda þeim misskilningi í umræðunni að hér sé verðtrygging lána sérstakt vandamál. Þetta er náttúrlega rugl. Verðbólgan er vandamálið og verðtryggingin birtingarmynd þess. Þá er vitað mál að með aðild fengist stuðningur og trúverðugleiki sem styddi við þau markmið sem þurfa að nást áður en hér yrði tekin upp önnur mynt. Eigi landið að hafa möguleika á þessum ávinningi og öðrum þá þarf nátt- úrlega að ljúka samningum við Evrópusambandið. Öðru vísi fást ekki svör við þeim álitaefnum sem haldið er á lofti. Ranghalar í umræðu um Evrópusambandið Brjóstvitið segir manni að hluti fólks sé þannig gert að það ótt- ist allar breyt- ingar og kjósi ávallt þekkt ástand umfram annað. Markaðshornið Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Líkja má stjórnun á vinnustöðum við stjórnun sinfóníuhljómsveit- ar. Þetta kom upp í hugann þegar ég horfði á röggsama stjórnun Peters Guth á Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í nýliðnum janúar. Þar var einn stjórnandi sem stjórnaði hópi fagfólks sem spilaði mismunandi hlutverk skv. nótum á hljóðfæri sín til að fullkomna tónverkið, sem er sameiginleg stefna allr- ar hljómsveitarinnar. Markmið- ið er að hver og einn spili þann hluta sem myndar heildarverkið með samhljómi og samspili mis- munandi hljóðfæra. Það sama á við um fyrirtæki. Þar eru starfsmenn sem vinna í mismunandi stöðum en sameig- inlegt markmið allra er að fram- fylgja stefnu fyrirtækisins þó svo að ólíkar aðferðir séu notað- ar við að ná fram þeim sameigin- legu markmiðum sem fyrirtækið hefur sett sér. Hér er stjórnanda- sprotinn mikilvægt verkfæri. Stjórnandinn verður að stjórna og miðla til þeirra sem taka þátt í „tónverki fyrirtækisins“. Hann er markþjálfinn og leiðir hljóm- sveitarmeðlimi í gegnum æfing- ar, eflir frammistöðu þeirra og laðar það allra besta fram í fari hvers og eins. Stjórnandinn þarf þó að hafa grunnþekkingu á öllum þeim hljóðfærum sem notuð eru til að fullkomna tónverkið eins og stjórnandinn þarf að þekkja hlut- verk hverrar deildar fyrir sig í samsetningu heildarinnar. Hér er lykilorðið samvinna. Ef einhver í sinfóníuhljómsveitinni myndi spila allt annað tónverk en verið væri að flytja myndi samspilið stöðvast. Ef stjórn- andinn myndi fara á einkaflipp með sprotann myndu hljóm- sveitarmeðlimir verða áttavillt- ir og samspilið færi úr böndum. Að sama skapi er því afar mikil- vægt að vera með skýrar reglur um hátterni og samvinnu innan vinnustaða og stefnan þarf að vera hverjum starfsmanni mjög skýr. Þannig að ef einhver fer út fyrir rammann fipast hinum þar sem þeir vita að þetta er ekki eins og það á að vera. Þeir vita hvers er ætlast til af þeim. Hvað þessa samlíkingu varðar er því ljóst að hvorki sinfónían né stjórnandinn geta hvort án ann- ars verið og það sama má segja um stjórnendur og starfsmenn á vinnustöðum. Hlutverk stjórnand- ans er að miðla sýn fyrirtækisins, stefnu og markmiðum, sinna upp- lýsingagjöf og hvetja starfsfólk- ið sitt áfram. Enn fremur verður starfsfólkið að hafa undir hönd- um nóturnar til að geta spilað sitt hlutverk. Hver og einn verður að vita til hvers er ætlast af honum. Þegar vel er vandað til og sam- spilið myndar tónverkið, fyllist áheyrandinn gleði. Þannig eru þær væntingar sem hann hafði varðandi þá þjónustu sem hann keypti uppfylltar og takmarkinu er náð. Starfsmennirnir geta líka verið sáttir við sína eigin frammi- stöðu. Staðan er „win – win“. Stjórnandinn og Sinfó Ef einhver í sin- fóníuhljómsveit- inni myndi spila allt annað tónverk en verið væri að flytja myndi samspilið stöðvast. SKOÐUN Hildur Jakobína Gísladóttir, MBA og stjórnendaráðgjafi hjá Heilbrigðum stjórnarháttum ehf. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við höfum unnið að þessu verkefni með nokkrum fyr- irtækjum í nokkurn tíma með fínum árangri,“ segir Ketill B. Magnússon, framkvæmdastjóri Festu – mið- stöðvar um samfélagsábyrgð, um tilraunaverkefnið „Gefum tækifæri“ þar sem fyrirtæki gefa fólki sem hefur verið atvinnulaust í langan tíma tækifæri til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Verkefnið er samvinnuverkefni Vinnumálastofnun- ar, Festu og ráðgjafarfyrirtækisins Proactive. Fyrir- tækin ISS, Ölgerðin og Mjöll Frigg hafa tekið þátt í því og ráðið til sín starfsfólk sem hefur verið lengi á atvinnuleysisskrá og er að missa bótarétt. Sex slíkir starfsmenn eru nú í vinnu hjá fyrirtækjunum þremur. „Markmið verkefnisins er að ráða fólk til reynslu með það fyrir augum að til langvarandi ráðningarsam- bands komi. Í byrjun var lögð áhersla á að finna störf sem krefjast ekki mikillar sérhæfingar en fram undan verður einnig horft til fólks með sérfræðimenntun sem er að missa bótarétt.“ Ketill segir fyrirtækin þrjú fá styrk frá Vinnumála- stofnun sem samsvari atvinnuleysisbótum starfs- mannsins á meðan á reynslutíma stendur. „Fólk sem er atvinnulaust, en getur unnið, öðlast tækifæri til að njóta sín, fyrirtækin fá þakklátt starfs- fólk og ávinningur samfélagsins felst í því að í stað þess að greiða atvinnuleysisbætur borga einstaklingar og fyrirtæki skatta og gjöld,“ segir Ketill. - hg Þrjú fyrirtæki taka þátt í tilraunaverkefni og ráða fólk sem er að missa bótarétt: Atvinnulausum gefin tækifæri VINNUAFL Atvinnuleysi mældist 4,5 prósent á þriðja ársfjórðungi 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hlutabréfaverð í Coca-Cola, stærsta gosdrykkjaframleið- anda heims, féll meira á síð- ustu tveimur dögum en það hefur gert undanfarin tvö ár, að því er fram kemur í umfjöll- un Businessweek um málið. Lækkunina má að miklu leyti rekja til samdráttar í eft- irspurn í Bandaríkjunum og hægari vaxtar á nýjum mörk- uðum. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi lækkaði um 8,4 prósent og salan dróst saman um 3,6 prósent á sama tíma. Forsvarsmenn gosdrykkja- framleiðandans hafa lýst því yfir að þeir muni reyna að skera reksturinn niður um einn millj- arð Bandaríkjadala árlega fram til ársins 2016 til að mæta fyrr- greindum áföllum. Hagræð- ingaraðgerðirnar munu einna helsta lýsa sér í heildarendur- skoðun á markaðsherferðum fyrirtækisins. Þrátt fyrir þessar yfirlýs- ingar eru fjárfestar óvissir um árangur aðgerðanna því hluta- bréfaverð í Coca-Cola féll um 4,3 prósent við opnun markaða í New York í gær. Verð bréfanna féll um 5,8 prósent á liðnu ári, en verð bréfa Pepsi Co., helsta keppinautar Coca-Cola, féll einnig um 5,8 prósent á sama tímabili. - sój Hagnaður Coca-Cola dróst saman um 8,4 prósent: Bréfin falla í verði KÓKIÐ Verð hlutabréfa í Coca-Cola féll um 4,3 prósent við opnun markaða í gær. MYND/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.