Fréttablaðið - 19.02.2014, Side 1

Fréttablaðið - 19.02.2014, Side 1
TÓBAKSVARNIR Mögulegt bann við reykingum í bílum þar sem börn eru með í för er hluti af því sem skoð- að er í tengslum við nýja opinbera stefnumótun í tóbaksvörnum. Embætti Landlæknis vinnur að stefnumótuninni, ásamt velferðarráðuneytinu og fleirum. Stutt er síðan breska þing- ið samþykkti slíkt bann með mikl- um meirihluta. Stefnumótuninni hér á að ljúka í vor og kemur þá í ljós hvort lagðar verði til svipaðar breytingar. „Við höfum fylgst með því í gegn- um okkar norræna samstarf sem er að gerast í öðrum löndum eins og í Finnlandi og í Bretlandi,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tób- aksvarna hjá embætti Land- læknis. „Finnar hafa reynt að koma þessu í gegnum þingið en þeim varð ekki ágengt í fyrstu tilraun.“ Viðar bendir á að reyk- ur úr sígarettum í lokuðu rými á borð við bíl sé ellefu sinnum eitraðri en í opnu rými eins og á veitinga- eða skemmtistað. „Mig langar til að benda á þessa alþjóðasamninga sem við höfum samþykkt eins og barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að forráðamenn barna eigi að bera ábyrgð á að þau séu ekki í skaðlegu umhverfi,“ segir hann og áréttar um leið að í alþjóðaramma- samningi um tóbaksvarnir, sem hér hafi verið fullgiltur 2005, sé viður- kennt að vísindaleg gögn hafi með óyggjandi hætti staðfest að óbeinar reykingar valdi dauða, sjúkdómum og fötlun. Að sögn Viðars er Bretland fyrsta vestræna ríkið sem samþykkir lög á landsvísu um bann við reykingum í bílum þar sem börn eru með í för. „Svæði í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu hafa tekið þetta upp. Ástralar og Kanadamenn hafa alltaf verið svolítið á undan í tóbaksvarn- armálum.“ - fb FRÉTTIR Á rið 1981 útskrifaðist ég sem íþróttafræðingur frá McGill-háskólanum í Montreal í Kanada. Síðan þá hef ég svo til eingöngu unnið við heilsueflingu fólks, í Kanada, Svíþjóð og svo hér á Íslandi. Ég hafði þau forréttindi að kynna ýmsar nýj-ungar fyrir elskulegri þjóð minni og geri enn. Nú eru það heilsubætandi föstur eða það sem ég valdi að kalla Detox-meðferð Jónínu Ben. Til mín í detox hafa hundruð sótt bæði hér heima og í Pól-landi. Fólk frá ýmsum löndum hefur skrifað vitnis-burði um lækningarmátt föstunnar sem margir velja að gera að árlegum viðburði. Sumir oft á ári og gleður það mig mjög. Fastan sem ég kenni er öðruvísi en allar aðrar föstuaðferðir sem ég hef kynnt mér. Hún byggir á kenningum pólsks læknis sem hefur áunnið sér virðingu fyrir árangur þessarar föstu. Aðferð-um hennar mun ég ekki breyta en hef bætt við prógrammið ýmsum fyrirlestrum eftir því sem meira ávinnst í rann-sóknum og reynslu hvað varðar óhefðbundnar lækningar. Ég vinn náið með læknum sem veitir ykkur sem til mín leitið mikið öryggi. Ég veit að engum er hollt að fasta samhliða fullri vinnu og því gleður það mig ðm ð KÆRU ÍSLENDINGARNORDICHEALTH KYNNIR Jónína Ben býður heilsumeðferðir á hóteli nálægt Gdansk í Póllandi, í dásamlegu umhverfi við fallegt vatn. MEÐFERÐAR-DAGAR Í PÓL-LANDI 2014 15.– 29.mars 4.–18.apríl 10.–24.maí 24.maí – 7.júní 13.– 28.júlí 7.– 21. september GÖNGUSKÍÐAFERÐIRFerðafélag Íslands býður upp á gönguskíðaferðir í vetur. Til dæmis á Hellisheiði í febrúar, Mosfellsheiði í byrjun mars og á Skjaldbreið 22. mars. Nánari dagskrá má finna á www.fi.is DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Flottar gallabuxurkr. 13.900.- Dökkblár VINNUVERNDMIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Kynningarblað Vinnueftirlitið, Verkfræðistofan EFLA og vinnuverndarvikan 2014. www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 19. fe brúar 2014 | 20. tölu blað | 10. árgangur Um 5,3 milljónir tölva se ldar Sala á Playstation 4 (PS4) leikjatölvu nni fer vel af stað og hafa sel st um 5,3 milljónir eintaka. f í ölu í Japan þ ann 22. febrúar STAFRÆ N PRENTU N! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 12 3 SÉRBLÖÐ Markaðurinn | Vinnuvernd | Fólk Sími: 512 5000 19. febrúar 2014 42. tölublað 14. árgangur SPORT Arsenal hefur fallið úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu síðustu þrjú ár. 22 MARKAÐURINN 14 dagar til öskudags Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Sushi allan sólarhringinn! ➜ Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völd- um annarra. Úr lögum um tóbaksvarnir. Til greina kemur að banna reykingar í bílum þar sem börn eru farþegar: Förum kannski að dæmi Breta VIÐAR JENSSON MATUR Rut Hermannsdóttir býður upp á dýrasta kaffidrykk New York-borgar. Hún er meðeigandi í Búðinni, versl- un og kaffibar, sem var opnuð í Brook lyn á föstu- daginn. Um að er að ræða svokall- aðan lakkríslatté með sérinnfluttu lakkríssírópi og lakkrísdufti frá danska framleið- andanum Johan Bülow. Drykkur- inn kostar sjö dollara, eða 794 krónur. Rut segir viðtökurnar framar vonum og hefur hún ekki undan að svara fyrirspurnum um drykkinn. „Við tökum stöðugt við sjónvarpsstöðvum og fjölmiðlum. NBC kemur í dag og Al Jazeera er að biðja um viðtal. Sem er auð- vitað alveg frábær kynning fyrir okkur.“ - áp / sjá síðu 26 Dýrasti bollinn í New York: Lakkríslatté á 794 krónur RUT HERMANNS- DÓTTIR GLÆSILEGIR FULLTRÚAR Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir kepptu í stórsvigi kvenna á Vetraraólympíu- leikunum í Sotsjí í gær. Þær kláruðu báðar ferðir sínar en Helga María endaði í 46. sæti og Erla í 52. sæti af þeim 74 keppendum sem voru skráðir til leiks. Í dag er keppt í stórsvigi karla og þar á Ísland tvo keppendur. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Bolungarvík 0° A 5 Akureyri -3° SA 4 Egilsstaðir -1° SA 5 Kirkjubæjarkl. 3° SA 15 Reykjavík 2° SA 14 Hvasst Búast má við stormi eða roki allra syðst fram eftir degi en hægari vindur fyrir norðan. Vaxandi úrkoma sunnan- og austanlands í dag. 4 Kerfi Advania í flugmóður- skipum Breta Advania mun sjá um upplýsingakerfi bresku samtakanna NAAFI sem reka veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu fyrir breska herinn. Hjóla alltaf í vinnuna Fjórir vinnufélagar hjá Umboðs- manni skuldara hjóla í vinnuna hvernig sem viðrar. 2 Andstaða byggð á misskilningi Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir mótmæli íbúa við Markarfljót ekki á rökum reist. 4 Grunnskólar eru hvergi jafnari Ísland og Finnland hafa sérstöðu vegna þess hve jöfnuður er mikill í skólakerfinu. 10 SKOÐUN Þórólfur Matthíasson segir mjólkurrisana hafa þvingað verð á mjólkurvöru í hæstu hæðir. 13 MENNING Aþena Eir Jónsdóttir leikur aðalkvenhlutverkið í uppsetningu á söng- leiknum Dirty Dancing. 20 UTANRÍKISMÁL Talsverður þrýst- ingur er á það innan beggja stjórnarflokka að lögð verði fram þingsályktunartillaga á næstu dögum um að slíta aðildarviðræð- unum við Evrópusambandið end- anlega. Þeir sem vilja fara þessa leið vísa meðal annars með til nýútkominnar skýrslu Hagfræði- stofnunar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur ríkisstjórnin ekki tekið ákvörðun í málinu en búist er við að það gerist fljótlega eftir helgina. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, segir viðræðuslit ekki hafa verið rædd innan þingflokks- ins. „Það var hins vegar rætt að eftir umræður um þessa skýrslu kæmi hugsanlega fram einhver tillaga, en það hefur ekkert verið rætt hvernig eða hvenær,“ segir hún. Ef ákveðið verður að slíta viðræðunum segir Ragnheiður eðlilegt að Alþingi greiði um það atkvæði. Össur Skarphéðinsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra, segir ekk- ert í skýrslu Hagfræðistofnunar gefa ástæðu til að slíta viðræðum endanlega, en annars sé þar fátt um tíðindi. Össur segir kaflann um efna- hags- og gjaldeyrismál valda sér- stökum vonbrigðum. „Þetta er að mestu leyti uppsuða úr gamalli en prýðilegri skýrslu Seðlabankans, án þess þó að leggja til nokkra valkosti. Ég á von því að vænt- anleg skýrsla frá aðilum vinnu- markaðarins muni geyma dýpri umfjöllun um mögulega ávinn- inga aðildar fyrir efnahagslífið.“ Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra hefur sagt að skýrsla aðila vinnumarkaðarins, sem boðuð hefur verið í apríl, muni engin áhrif hafa á ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um áfram- hald viðræðna. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra sagðist í samtali við fréttastofu eiga erfitt með að sjá fyrir sér áframhald á viðræðum. „Þegar í hlut eiga tveir flokk- ar sem báðir eru andvígir inn- göngu í Evrópusambandið, þá sé ég ekki fyrir mér að það sé yfir- höfuð hægt að vinna með þá nið- urstöðu að það eigi halda viðræð- unum áfram.“ - eb, - þj / sjá síðu 6 og 8 Rætt um að slíta viðræðum Vilji er innan beggja þingflokka stjórnarflokkanna til að leggja fram þingsályktunartillögu um að slíta endanlega aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Meðal annars er vísað til niðurstöðu skýrslu Hagfræðistofnunar. Fyrr- verandi utanríkisráðherra segir ekkert í skýrslunni sem gefi ástæðu til viðræðuslita og að þar sé fátt um tíðindi. Þetta er að mestu leyti uppsuða úr gamalli en prýðilegri skýrslu Seðlabankans, án þess þó að leggja til nokkra valkosti. Ég á von því að væntanleg skýrsla frá aðilum vinnumarkaðarins muni geyma dýpri umfjöllun. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.