Fréttablaðið - 19.02.2014, Page 29

Fréttablaðið - 19.02.2014, Page 29
 5 | 19. febrúar 2014 | miðvikudagur „Þetta er náttúrulega gríðarlegur heiður fyrir okkur að hljóta þessar tilnefningar og mikil viðurkenn- ing á því að við náum árangri fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Hregg- viður Magnússon, framkvæmda- stjóri Nordic eMarketing, í sam- tali við Markaðinn. Fyrirtæk- ið var í vikunni tilnefnt til fimm verðlauna á Evrópuleitarvélaverð- launum 2014. Hreggviður segir fyrirtækið vera nútímaauglýsingahús, sem markaðssetur fyrirtæki, vörur og þjónustu í gegnum netið. „Það þýðir aðallega í gegnum nútímaleitarvélar, það snýst allt um leitarvélarnar, að vera með sýnilega vöru eða þjónustu þar,“ segir Hreggviður. Á ELLEFU TUNGUMÁLUM Fyrirtækið var stofnað árið 2005 og sinnir internetmarkaðssetn- ingu á mörgum tungumálum. Hreggviður segir að vöru sem á að markaðssetja þurfi að beina beint inn á þann markað þar sem hún á að seljast. „Tökum Þýska- land sem dæmi, ef þú vilt selja einhverja vöru þar þá þarf hún að vera til á þýsku, hún þarf að finn- ast undir viðeigandi leitarorðum og það fljótt. Þannig hjálpum við viðskiptavinum okkar að komast fyrir augu einstaklingsins sem er að leita sér að vörunni. Það gerum við með markaðsgreiningu, finn- um hvernig hann leitar og heil- mikil vinna fer í það með ákveð- inni aðferðafræði sem við vinnum eftir. Þess vegna erum við líka með starfsfólk sem sérhæfir sig í hinum ýmsu mörkuðum, Þjóð- verja, Breta og Frakka.“ HELMINGUR TEKNA AÐ UTAN Hreggviður segir um helming tekna fyrirtækisins koma að utan. „Við höfum séð um 10-20% vöxt hér heima síðustu árin, en aug- ljóslega sjáum við fyrir okkur að stóru verkefnin komi að utan og þetta ár byrjar glimrandi vel,“ segir Hreggviður sem upplýsir að í janúar hafi fyrirtækið skrif- að undir samning við fyrirtækið Symantec, eitt Fortune 500-fyr- irtækjanna, sem meðal annars selur vírusvarnarforritið Norton Antivirus. Einnig eru þau á leið í spennandi samstarf í Noregi, þar sem þau munu meðal annars vinna fyrir Maarud-snakkframleiðand- ann þekkta og Geox-skóframleið- andann. FÆRIST Í AUKANA Hreggviður segir internetmark- aðssetningu sífellt vera að færast í aukana, sérstaklega úti í heimi. Hann segir kostinn við internet- markaðssetningu vera auðmæl- anlegan árangur. „Það er mun erfiðara að mæla árangur af sjón- varpsauglýsingum, þótt hann sé auðvitað einhver. Þú getur ákveð- ið að fara í herferð á Google, sett ákveðið mikla fjármuni í það og mælt nákvæmlega hver árangur- inn af því er og hvernig fjármun- unum var þá eytt.“ Hreggviður segir Ísland ávallt verða svolítið sér á báti í þess- um efnum sem mörgum öðrum, vegna smæðar markaðarins. „Það þarf náttúrulega svo lítið til hér heima til að eitthvað fari á flug. En það er klárlega „trend“ í gangi erlendis þar sem fyrirtæki eru í sívaxandi mæli að nýta netið sem markaðsmiðil og eyða stærri hluta af kökunni, þeim fjármun- um sem nýttir eru í markaðssetn- ingu, á internetinu.“ IP-TÖLUMARKAÐSSETNING Nordic eMarketing sérhæfir sig einnig í markaðssetningu á sam- félagsmiðlum. „Samfélagsmiðl- ar, í alþjóðlegu samhengi, eru svo miklu meira en bara Face- book, sem svo margir halda að sé eini samfélagsmiðillinn,“ segir Hreggviður og nefnir sem dæmi LinkedIn, Pinterest og Twitt- er. „Svo eru leitarvélarnar ekk- ert bara Google, sem dæmi þá er aðalleitarvélin í Rússlandi Yandex. Í Kína er það Baidu. Það skiptir bara máli að horfa heilt yfir á hvaða vöru er verið a ð s e lj a o g hver n i g á a ð setja hana fram gagnvart hópnum sem þú miðar á og taka ákvarðan- ir út frá því,“ segir Hreggviður. Hann nefnir það sem dæmi um kost internetsins að hægt er að beina sjónum að markhópnum eingöngu. „Við getum til dæmis tekið konur á aldrinum 45-54 ára, sem hafa áhuga á prjónaskap og eru alltaf til dæmis í Central Park, milli klukkan tvö og fjögur á dag- inn, og beint sjónum okkar bara að þeim. Þá getum við líka farið í IP-tölu markaðssetningu. Við til dæmis vorum að vinna fyrir Voda- fone, á alþjóðavísu. Þar vorum við að vinna með vöru sem einungis 1.500 fyrirtæki í heiminum voru mögulegir kaupendur að. Þá fórum við í sérstaka IP-tölu markaðssetn- ingu nákvæmlega á þessi fyrir- tæki og vörpuðum auglýsingum og borðum beint fyrir augu þessa fólks. Sú herferð skilaði framúr- skarandi árangri. Við getum allt- af náð athygli viðskiptavinarins,“ segir Hreggviður. Byrjar vel hjá Nordic eMarketing Hreggviður Steinar Magnússon, framkvæmdastjóri þessa internetmarkaðssetningarfyrirtækis, segir helming tekna þess koma frá erlendum verkefnum. Er tilnefnt í fimm flokkum á Evrópuleitarvélaverðlaununum 2014. SAMFÉLAGS- MIÐLAR Nordic eMarketing sérhæfir sig meðal annars í markaðssetningu á samfélags- miðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VIÐTAL Fanney Birna Jónsdóttir | fanney@frettabladid.is Við getum alltaf náð athygli viðskiptavinarins. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.is Volvo XC60 AWD, D4 dísil, 20 ventlar, 5 strokkar, 181 hö, tog 420 Nm, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,4 l/100 km. CO2 169 g/km. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. komdu og skoðaðu nýjan volvo xc60 í brimborg í dag. opið virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Njóttu ferðarinnar til botns í einstakri hönnun og skandinavískum lúxus. Margverðlaunaða öryggiskerfið Borgaröryggi er staðalbúnaður í Volvo XC60. DSTC stöðugleikastýrikerfið leiðréttir mistök í akstri og CTC beygjuspólvörnin gerir þér kleift að taka beygjur á meiri hraða, með aukinni mýkt og öruggar en áður. Veghæðin er heilir 23 cm undir lægsta punkt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.