Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 46
19. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 26 „Ég er ótrúlega sáttur við að fá að kynna vörurnar þeirra. Það er svo sem ekki erfitt þar sem þetta eru frábærar vörur sem ég hef alist upp með og séð allar helstu stjörnurnar í,“ segir tónlistarmað- urinn Steinar Baldursson. Hann hefur skrifað undir árssamstarfs- samning við Nike á Íslandi og mun kynna vörur merkisins, hvort sem hann er á sviði eða á skólabekkn- um í Verzlunarskóla Íslands þar sem hann er á þriðja ári. Steinar kom, sá og sigraði á síðasta ári með lagið Up af sinni fyrstu plötu, Beginning, og hefur haft í nægu að snúast. „Þetta gerðist svo fáránlega hratt að núna er ég aðeins byrj- aður að átta mig á þessari vel- gengni,“ segir Steinar. Hann er með ýmislegt í bígerð á næstunni. „Núna er ég að vinna að nýju lagi og gera myndband við það. Ég hlakka rosalega mikið til að skapa eitthvað því ég er búinn að vera mjög upptekinn að undanförnu við að troða upp. Svo langar mig bráðum að halda tónleika. Ekki endilega risastóra heldur hágæða- tónleika og toppsýningu sem fólk má ekki missa af.“ - lkg Steinar semur við Nike á Íslandi Tónlistarmaðurinn kynnir vörur merkisins, hvort sem það er á sviði eða í skóla. UPP MEÐ SÉR Steinar er glaður með samninginn við Nike. Þetta gerðist svo fáránlega hratt að núna er ég aðeins byrjaður að átta mig á þessari velgengni. „Mitt uppáhaldslag er Karen sem Bjarni Ara söng, það náði manni alveg. Ég var 14 ára þá og söng þetta lag af mikilli innlifun.“ Ilmur Kristjánsdóttir leikkona. UPPÁHALDS ÍSLENSKA EUROVISION-LAGIÐ ÞITT? „Viðtökurnar hafa verið stórkost- legar og mjög mikið að gera frá fyrsta degi,“ segir Rut Hermanns- dóttir, einn þriggja eigenda Búðar- innar, kaffibars og verslunar þar sem áherslan er á norræna hönnun. Búðin var opnuð síðastliðinn föstudag en hún er til húsa í Brook- lyn-hverfinu, Viðtökurnar hafa verið framar vonum og er það ekki síst fyrir þær sakir að Búðin býður upp á dýrasta kaffidrykkinn í New York. Blaðamenn hafa flykkst á kaffibarinn þar sem boðið er upp á sérinnflutt kaffi frá Norðurlöndun- um og hefur verið fjallað um Búð- ina á miðlum á borð við gothamist. com, sprudge.com og bedfordand- bowery.com. Dýrasti kaffidrykkurinn er svo- kallað lakkríslatté með sérinn- fluttu lakkríssírópi og lakkrísdufti frá danska framleiðandanum Johan Bülow. Drykkurinn seldist upp á fyrsta degi en hann kostar heila sjö dollara, um 794 íslenskar krónur. „Daginn eftir að við opnuðum kláraðist lakkrísinn sem er notað- ur í kaffidrykkinn og við þurftum að hringja til Danmerkur og trufla forstjóra Johan Bülow á laugardags- nóttu til að fá þetta sent til okkar með hraði. Svo er búið að vera óveður hérna síðustu daga en ég á loksins von á sendingunni í hádeg- inu í dag,“ segir Rut sem hefur ekki undan að svara fyrirspurnum fjöl- miðla um kaffið. „Við erum stöðugt að taka við sjónvarpsstöðvum og fjölmiðlum, NBC kemur í dag og Al Jazeera er að biðja um viðtal. Sem er auðvitað alveg frábær kynning fyrir okkur.“ Rut er sjálf búsett í Ósló en ásamt henni eiga þau Crystal Pei og Elliot Rayman hlut í versluninni en sá síðarnefndi er yfir kaffibarnum. „Ég er ennþá með annan fótinn í Ósló en á eftir að flytja hingað með tíð og tíma. Núna er ég hér til að koma þessum sirkus af stað.“ Hægt er að nálgast upplýsingar um Búðina á vefsíðunni Budin-nyc. com. alfrun@frettabladid.is Bjóða upp á dýrasta kaffi bollann í New York Rut Hermannsdóttir opnaði nýverið Búðina, kaffi bar og verslun í Brooklyn í New York. Viðtökurnar hafa verið góðar en þau bjóða upp á dýrasta kaffi bolla New York-borgar, lakkríslatté sem kostar heila sjö dollara eða 794 íslenskar krónur. ● Farmers Market ● Artic Mood ● Hring eftir hring ● OmNom Chocolate ● Pancake Pans frá Kraum ● Saltverk ● Sóley Organics ● Thorunn Arnadottir ● Vík Prjónsdóttir ● Volki ➜ Íslensk merki sem fást í Búðinni: HEFUR EKKI UNDAN Rut Her- mannsdóttir hefur ekki undan að svara fyrirspurn- um fjölmiðla um dýrasta kaffidrykk borgarinnar en hún var að taka á móti sjón- varpsstöðvunum NBC og Al Jazeera þegar Fréttablaðið náði af henni tali. MYND/BRYNDIS „Þetta er í fyrsta skiptið sem við komum fram á erlendri grundu. Við ætlum að heimsækja nýlendu- herrana í Danmörku,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem heldur til Danaveldis í næsta mánuði. Um er að ræða tónleikaferð- lag þar sem sveitin kemur fram á þrennum tónleikum ásamt dönsku rafkenndu popp-rokksveitinni Reptile Youth, 13., 14., og 15. mars í Kaupmannahöfn, Álaborg og Árósum. „Við verðum þarna í tæpa viku. Það er mikil tilhlökkun í sveitinni og það verður forvitni- legt að syngja á íslensku þarna úti,“ segir Gunnar léttur í lundu. Sveitin ætlar þó að snara einum textanum yfir á dönsku í tilefni ferðalagsins. „Við ætlum að snara einu lagi yfir á dönsku. Það er lag sem fjallar um uppvask og önnur heimilisstörf, það verður forvitni- legt að heyra útkomuna.“ Frumraun Grísalappalísu sem ber titilinn Ali var í þriðja sæti yfir bestu plötur síðasta árs að mati sérfræðinga Fréttablaðs- ins. Sveitin ætlar sér að fylgja þeirri plötu eftir sem allra fyrst. „Við erum á leið í upptökur um helgina og ætlum að byrja á nýrri plötu. Við ætlum að reyna að gefa út reglulega og vera ekki að sitja á efninu,“ segir Gunnar spurður út í framhaldið. - glp Snara einu lagi yfi r á dönsku Hljómsveitin ætlar að heimsækja nýlenduherrana í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem sveitin fer í tónleikaferðlag erlendis. Þá eru upptökur á nýrri plötu að hefj ast. HEIMSÆKJA DANI Hljómsveitin Grísalappalísa fer í tónleikaferðalag til Danmerkur í næsta mánuði. MYND/MAGNUS ANDERSEN Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS Spóahöfði 12 - 270 Mosfellsbær Fallegt 155,2 m2 raðhús á einni hæð auk ca. 18 m2 millilofts, á mjög góðum stað við Spóahöfða 12 í Mosfellsbæ. Eignin skiptist í góða stofu, eldhús með borðkrók, sjónvarpshol, þrjú svefn- herbergi, baðherbergi og þvottahús, auk þess er gott milliloft í húsinu, en þar eru tvö svefnherbergi. V. 43,9 m. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Kjarrmóar 31 – Garðabæ. Glæsilegt 84,8 fm 3ja herbergja raðhús á tveimur hæðum. Eignin er nánast öll endurnýjuð á mjög smekklegan og vandaðan máta. Falleg hvít sprautulökkuð innrétting í eldhúsi. Baðherbergi allt nýtt með góðum sturtuklefa. Falleg og vönduð gólfefni, sandblásin eik og fallegar flísar. Lóðin er mjög snyrtileg, nýlega hellulögð fyrir framan húsið með hitalögn undir og góður sólpallur er í suðurgarði. Mjög falleg eign í alla staði. Verð 33,9 millj Verið velkomin. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17.30-18.00 OPIÐ HÚS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.