Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 18
 | 4 19. febrúar 2014 | miðvikudagur Neysluskuldir Bandaríkja- manna hækkuðu meira á síð- asta ársfjórðungi en þær hafa gert síðan efnahagsþrenging- arnar hófust vestanhafs árið 2008. Þetta kemur fram í tölum frá seðlabanka Bandaríkjanna. Skuldirnar hækkuðu um 2,1 prósent á milli fjórðunga, úr 11,28 billjónum dala á þriðja ársfjórðungi upp í 11,52 billj- ónir dala á þeim fjórða. Hækk- unin, 241 milljarður dala, er mesta aukning neysluskulda síðan á þriðja fjórðungi ársins 2007. Hækkunina má helst rekja til bíla- og námslána. Wilbert van der Klaauw, hag- fræðingur hjá bandaríska seðla- bankanum, vonast til þess að skuldaaukningin sé til marks um að bandarískir neytendur séu hættir að halda að sér hönd- unum í eyðslu sinni. Þrátt fyrir hækkun skuldanna eru þær þó 9,1 prósenti frá 12,68 billjóna dala hátindinum sem þær náðu á þriðja fjórðungi árs- ins 2008. - sój Bandaríkjamenn taka meira af bíla- og námslánum: Neysluskuldir hækka „Þetta kemur á óvart, ég verð að segja það. Umsóknin sem Mjólkursamsalan lagði inn fyrir smjörið var á nákvæmlega sömu nótum og okkar umsókn, röksemdafærslan sem við not- uðum er sú sama og notuð var þar. Við erum auðvitað ekki sátt við þessa niðurstöðu og munum halda áfram með málið,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við Markaðinn. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hafnaði í gær beiðni Haga um viðbót- artollkvóta fyrir innflutning á buff ala-, geita- og ærmjólkurost- um, sem og á lífrænum kjúk- lingi. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga, segir ráðu- neytið hafna beiðni Haga þrátt fyrir að fyrir liggi að skortur sé á innlendum markaði á þessum vörum og nánast engin innlend framleiðsla á þeim. Þann 22. maí í fyrra gaf at- vinnuvegaráðuneytið út reglu- gerð um úthlutun á tollkvót- um vegna innflutnings á bæði smjöri og ostum. Var þar heim- ilað að flytja inn ákveðið magn sem lagður var á magntollur. Þrátt fyrir tilvist þessa toll- kvóta á bæði smjör og osta var Mjólkursamsölunni veitt heim- ild í nóvember síðastliðnum til að flytja inn smjör án gjalda þegar ljóst var að skortur var á því á innlendum markaði þar sem innlend framleiðsla annaði ekki eftirspurn. Samkvæmt til- kynningu ráðuneytisins byggist synjun þess á því að heimilt sé að flytja inn umrædda vöru þrátt fyrir að það sé gert á háum gjöld- um auk þess sem þess er getið að ráðherra sé óheimilt að fella niður tolla á einstakar vörur. „Það er alveg ljóst að það er verið að reyna að villa um í um- ræðunni með því að tala um toll- kvóta því ríkið selur þessa toll- kvóta, og andvirðið sem innflytj- endur greiða fyrir tollkvótana er ígildi tolla. Þannig að rökin halda ekki og þess vegna erum við ósátt við niðurstöðuna,“ segir Finnur. „Fyrir tæpri viku lagði ráðu- neytið hins vegar til ótakmark- aðan og gjaldfrjálsan innflutn- ing á kartöflum og hvítkáli,“ segir Páll Rúnar. Það var gert með þeim rökum að innlend framleiðsla stæði ekki undir eftirspurn eftir þess- um vörum. Það sama á við um ákvarðanir um svínakjöt og fleiri vörur sem skortur hefur orðið á. Í tilkynningu atvinnuvegaráðu- neytisins frá því í gær segir að óheimilt sé að taka slíka ákvörð- un um beiðni Haga þrátt fyrir að lítil eða engin framleiðsla sé á þessum vörum á hér á landi. „Það er ljóst að ráðuneytið hefur kosið að sniðganga for- dæmisgefandi úrlausnir sínar. Þegar teknar eru sömu ákvarð- anir um sambærilega aðila lætur ráðuneytið annan njóta velvild- ar sinnar og ívilnunar á meðan hinn þolir ólögmætar og íþyngj- andi niðurstöður um sama efni,“ segir Páll. „Jafnræðisreglan leiðir til þess að fólk má gera ráð fyrir því að mál þeirra fái sömu meðferð hjá stjórnvaldinu og mál sambæri- legra aðila í sömu stöðu. Hagar hafa hins vegar ekki notið jafn- ræðis enda er þessu erindi synjað á meðan sambærileg erindi ann- arra eru samþykkt. Þetta er mjög miður því hér tapa neytendur og hér tapar samkeppnin,“ segir Páll. Hann segir samkeppniseftir- litið telja að tollkvótar hafi í för með sér neikvæð áhrif á sam- keppni sem valdi bæði atvinnulífi og neytendum tjóni. Takmark- anir eða stýring á innflutningi hafi í för með sér takmörkun á frelsi í atvinnurekstri, sem leiði til hækkunar vöruverðs til neyt- enda og fari slíkt gegn mark- miði samkeppnislaga. Að sama skapi telur embættið að reynsl- an sýni að fyrirkomulag land- búnaðarráðuneytisins á úthlut- un tollkvóta hafi leitt af sér sam- ráð við gerð tilboða enda felist í slíku kerfi hvati fyrirtækja til að samræma tilboð í þeim tilgangi að lækka innkaupakostnað. Toll- kvótar hafi auk þess í för með sér aðgangshindrun fyrir nýja aðila sem vilja hasla sér völl í innflutn- ingi á kjöti og ostum. Þá hefur eftirlitið lagt til að Alþingi beiti sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum. Þetta komi fram í er- indi Samkeppniseftirlitsins til at- vinnuveganefndar Alþingis. Páll segir málinu ekki lokið. „Þetta eru auðvitað ákveðin von- brigði enda töldum við allar líkur á því að ráðuneytið kæmist að lögfræðilega réttri niðurstöðu. Það verður hins vegar ekki lagst í kör. Málið heldur áfram og það verður ekkert hætt fyrr en hin lögleg niðurstaða liggur fyrir.“ fanney@frettabladid.is Högum var synjað um tollfrjálsa osta Landbúnaðarráðuneytið synjaði beiðni Haga um viðbótartollkvóta fyrir innflutning á ostum og kjúklingi. Forstjóri og lögmaður Haga segja málið munu halda áfram þar til lögleg niðurstaða liggi fyrir. OSTUR OG LÍFRÆNN KJÚKLINGUR Hagar sóttu um tollfrjálsan innflutning á nokkrum sérvörum sem ekki eru framleiddar hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FINNUR ÁRNASON PÁLL RÚNAR M. KRISTJÁNSSON Framleiðandi snjalltækjaleiks- ins vinsæla Candy Crush Saga er á leið með fyrirtæki sitt á markað. Hann mun ætla sér að ná inn 500 milljónum Banda- ríkjadala með hlutafjárútboð- inu. Fyrirtækið King Digital Ent- ertainment PLC, sem framleiðir einnig leikinn Pet Rescue Saga hefur ekki afhjúpað hversu margir hlutir verða til sölu. Candy Crush Saga var sá ókeypis leikur sem mest var hlaðið niður á bæði iPhone og iPad árið 2013, og hafði þar betur gegn snjalltækjaforritun- um vinsælu Facebook, Google Maps og YouTube. Í desem- ber spiluðu 93 milljónir not- enda leikinn daglega, 15 millj- ónir spiluðu Pet Rescue Saga á sama tíma. Framleiðandinn sagði að í hlutafjárútboðinu yrðu hlutir til sölu bæði frá fyrirtækinu sjálfu sem og núverandi hluthöfum. Fyrirtækið, sem er írskt, hyggst nota hagnaðinn af söl- unni til að auka rekstrarfé sitt sem og mögulega til kaupa á öðrum fyrirtækjum. Enginn arður verður greiddur út. Fyrir- tækið hagnaðist um 567,6 millj- ónir dollara árið 2013 saman- borið við aðeins 7,8 milljón doll- ara hagnað árið 2012. Fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina í New York undir heitinu „King“. - fbj Stefna á að ná inn 500 milljónum Bandaríkjadala: Candy Crush á markað CANDY CRUSH SAGA Leikurinn hefur náð gríðarlegum vinsældum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.