Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 19. febrúar 2014 | LÍFIÐ | 21 Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is 3,6 L/100KM Í BLÖNDUÐUM AKSTRI C02 ÚTBLÁSTUR AÐEINS 94 g HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL KOSTAR FRÁ KR. Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty Direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð. Bí ll á m yn d: H on da C ivi c 1 .6 i-D TE C E xe cu tiv e. 3,63,3 4,0L /100km L /100kmL /100km Utanbæjar akstur Blandaður akstur Innanbæjar akstur CO2 útblástur 94 g/km Komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth Dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts. Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 www.honda.is HONDA CIVIC 1.4 BENSÍN - BEINSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.490.000 HONDA CIVIC 1.8 BENSÍN - SJÁLFSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.940.000 „Myndbandið hefur fengið frábær- ar viðtökur,“ segir Barði Jóhanns- son, sem skipar hljómsveitina Starwalker ásamt JB Dunckel sem er best þekktur úr hljómsveitinni Air, en þeir félagar frumsýndu sitt annað myndband á vefsíðu Rolling Stone Magazine á dögunum, við lagið Losers Can Win. „Okkur langaði að gera eitthvað sem væri ólíkt því sem við höfum gert áður og eitthvað sem fólk myndi ekki búast við frá okkur. Myndband sem myndi hressa, en væri samt smá sýrt með vísun í áttunda og níunda áratuginn. Plan- ið var að vera á mörkum þess að vera „loser“ og „winner“. Eins og segir í textanum þarf það sem er gott ekkert endilega að vera flókið, þú getur gert einfalt lag, en þá er bara málið að velja réttu nóturn- ar. Svo sér karma-lögreglan um að láta taparana vinna!“ heldur Barði áfram. „Við höfum verið með kúlur í báðum vídeóunum okkar, og ég held við höldum því bara. Svo vild- um við að stelpurnar væru rokk- stjörnurnar og við meira eins hljóðfæraleikarar.“ Leikstjóri myndbandsins er Sævar Guðmundsson, sem leik- stýrði einnig fyrsta mynd- bandi sveitarinnar við lagið Bad Weath er. „Myndbandið við Losers Can Win var tekið í París og við ætl- uðum að skjóta utandyra, við kast- ala og hallir og hafa þetta dálít- ið flott. En þegar til Parísar var komið var svo kalt að það var ekki hægt að bjóða Parísarbúum upp á útiveruna, þannig að við end- uðum á að taka myndbandið inni í Air-hljóðverinu,“ segir Sævar, og bætir við að þeir hafi skemmt sér konunglega við tökurnar, þó að eitt og annað hafi farið úrskeiðis í tök- unum. „Eitt skotið var þannig að við létum Barða liggja á hliðinni og svo átti glimmer að koma í gusum og detta ofan á hann í frekar miklu magni. Það gekk ekki betur en svo að þegar fyrsta gusan kom fór allt glimmerið beint í augun á Barða. Við eyddum hálfum tökudegi í að reyna að plokka þetta úr augun- um á honum,“ segir Sævar, léttur í bragði. Sævar og Barði hafa unnið mikið saman, meðal annars við gerð íslensku þáttaraðarinnar Réttur, en Sævar leikstýrði fyrstu tveimur seríunum, þar sem Barði sá um tónlistina. Starwalker gefur út sína fyrstu smáskífu, sem heitir einnig Losers Can Win, þann 18. mars næstkom- andi. olof@frettabladid.is Sýrt myndband Starwalker hressir Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, og JB Dunckel úr Air skipa hljómsveitina Starwalker. Þeir frumsýndu myndband við lagið Losers Can Win á vef Rolling Stone Magazine. Tökurnar gengu ekki átakalaust fyrir sig og fékk Barði meðal annars glimmer í auga. LOSERS CAN WIN Myndbandið er við lagið Losers Can Win, en áður hefur sveitin gefið út myndband við lagið Bad Weather. MYNDIR/JEANEEN LUND ÝMISLEGT FÓR ÚRSKEIÐIS Myndbandið var tekið í París, en það var svo kalt að þau þurftu að færa tökurnar inn í Air- hljóðverið. SÆVAR OG JB DUNCKEL Sævar Guðmundsson leikstýrði mynd- bandinu, en hann hefur áður leikstýrt þáttaröðunum um Venna Páer og Sönn íslensk sakamál svo eitthvað sé nefnt. Það gekk ekki betur en svo að þegar fyrsta gusan kom fór allt glimm- erið beint inn í augað á Barða. Við eyddum hálfum tökudegi í að reyna að plokka þetta úr augunum á honum. Sævar Guðmundsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.