Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 22
FÓLK|FERÐIR
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn
Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sigrún Klara Hannesdóttir, bóka-safnsfræðingur og fyrrverandi landsbókavörður, hefur komið til
fleiri landa en flestir aðrir. Hún hefur
heimsótt allar heimsálfurnar og tvisvar
farið í hnattferð. „Þegar ég byrjaði að
ferðast varð þetta að eins konar fíkn.
Ég hef komið til 104 landa og kalla
sjálfa mig ferðafíkil,“ segir Sigrún og
hlær.
EIN Í HEIMSREISU
Hún hefur tvisvar farið alein í hnatt-
ferð, fór bæði skiptin frá London og
valdi sér þá áfangastaði sem hana
langaði til að koma á. „Það má segja að
ég sé að athuga sjálfa mig, gá hvort ég
geti þetta. Ég get kannski ekki losnað
undan ævintýramennskustimplinum en
ég er aldrei hrædd við að fara af stað.“
KVÖÐ AÐ FARA Á SUÐURSKAUTS-
LANDIÐ
Sigrún fór fyrir um ári á Suðurskauts-
landið en fannst ekki sérstaklega mikið
til þess koma. „Þetta var ferð sem ég
þurfti að fara í til að geta merkt við
síðustu heimsálfuna. Suðurskautsland-
ið var eina heimsálfan sem ég hafði
ekki komið til. Mér fannst allt miklu
betra og fallegra á Íslandi, það eina
sem var þar en ekki hér voru mörgæs-
irnar. Fólkið sem var með mér var hins
vegar alveg að tapa sér þegar það sá
hvali veltast um eða kráku fljúga yfir.
Við fórum svo líka í íshella sem öllum
fannst stórfengleg upplifun nema mér.
Þetta er síðasta ferðin sem ég vildi
endurtaka en þetta var eitthvað sem ég
þurfti að gera til að ná sjöundu heims-
álfunni og var hálfgerð kvöð,“ segir
Sigrún en hún merkir samviskusam-
lega inn á kort þau lönd sem hún hefur
komið til og þau eru orðin 104 eins og
áður segir.
NAFNA Í FRAMANDI LANDI
Hún segist ekki eiga neitt uppáhalds-
land en að hún sé þannig innstillt
að nýjasta landið sé alltaf það mest
spennandi. „Mér þykir samt alltaf sér-
staklega vænt um Perú og hef ákveðn-
ar taugar til landsins.“ Eins undarlegt
og það hljómar þá á Sigrún nöfnu í
Perú. „Þar bjó ég í tvö ár fyrir um fjöru-
tíu árum. Ég kynntist konu sem ákvað
að skíra dóttur sína í höfuðið á mér
vegna aðstæðna sem fólki í dag finnst
eflaust erfitt að skilja. Faðir stúlkunnar
vildi ekki eignast stúlkur, bara drengi.
Þegar svo dóttirin fæddist vildi hann
að móðirin gæfi hana. Móðirin fékk
þá hugmynd að skíra hana í höfuðið
á mér svo hún kæmist hjá því að gefa
hana þar sem það þætti skömm í því
fyrir mig. Faðirinn gat því ekki látið
hana fara þar sem hann vildi ekki gera
hvítri, evrópskri konu skömm til. Móð-
irin fékk því að halda stúlkunni.“
STYRKIR SKÓLA Í PERÚ
Eftir að Sigrún flutti frá Perú missti hún
tengslin við nöfnu sína og fjölskyldu
hennar. Hún sneri aftur til Perú fyrir
fimm árum og kynntist þar leiðsögu-
manni og tókst með þeim góð og sterk
vinátta. „Í framhaldi af því stofnaði ég
samtök sem heita Vinir Perú og við höf-
um verið að styrkja skóla í Andesfjöll-
um og í fátækrahverfum Líma. Þegar ég
varð sjötug í október síðastliðnum bað
ég vini og kunningja að koma ekki með
gjafir eða blóm en gefa í stað þess pen-
inga í sjóð til þess að stofna skólabóka-
söfn. Söfnunin gekk mjög vel og þegar
ég sendi peningana út var mér skipað
að koma til Perú og vera viðstödd
þegar söfnin verða opnuð í sumar.“
Sigrún bætir því enn við ferðasögu-
safnið þegar hún fer með allri fjöl-
skyldunni til Perú. Þar mun hún einnig
hitta hina perúsku Sigrúnu en leið-
sögumanninum, vini Sigrúnar íslensku,
tókst að finna hana og móður hennar
og verða því eflaust fagnaðarfundir í
júní. ■ liljabjork@365.is
HEFUR FERÐAST
TIL 104 LANDA
HEIMSHORNAFLAKKARI Sigrún Klara Hannesdóttir er haldin ferðafíkn á háu
stigi. Hún hefur upplifað ýmislegt á ferðum sínum um heiminn og á meðal
annars nöfnu í Perú.
PERÚ
Sigrún bjó í Perú í tvö ár
fyrir um fjörutíu árum.
Kona þar í landi ákvað
að skíra dóttur sína í
höfuðið á henni. Fyrir
nokkrum árum stofnaði
hún samtök sem heita
Vinir Perú og styrkja
skóla í Andesfjöllum og
fátækrahverfum Líma.
SUÐURSKAUTS-
LANDIÐ
Sigrún átti aðeins
eftir að fara til einnar
heimsálfu og ákvað því
að leggja í ferð á Suður-
skautslandið fyrir um
ári. Henni þótti þó ekki
mikið til þess koma.
KOMIÐ TIL ALLRA
HEIMSÁLFA
Sigrún Klara Hannes-
dóttir hefur komið til
fleiri landa en flestir.
Hún hefur til að mynda
farið í tvær hnattferðir.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
20% afsláttur af öllum
síbuxum, kvartbuxum og
leggings frá
Ver l nin lladons u Be na
Stofnun og rekstur fyrirtækja
Námskeiðið hefst laugardaginn 22. febrúar
Upplýsingar og skráning á
www.nmi.is
Ert þú með viðskiptahugmynd?
Ítölsk gæði tryggja
heilbrigt og glansandi hár
Án parabena og SLES
Fæst í stórmörkuðum
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is