Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 38
19. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 18 TÓNLIST ★★★★★ AGNES ÞORSTEINSDÓTTIR MEZZÓ SÓPRAN OG AGNES LÖVE PÍANÓ LEIKARI FLUTTU BLANDAÐA DAGSKRÁ Í NORRÆNA HÚSINU LAUGARDAGINN 15. FEBRÚAR. Amma og ömmubarn héldu tón- leika í Norræna húsinu á laugar- daginn. Amman var Agnes Löve píanóleikari, barnabarnið Agnes Þorsteinsdóttir mezzósópran (f. 1990). Á dagskránni var fjöldinn allur af lögum, bæði innlendum og erlendum, auk þess sem aríur ráku lestina. Maður fékk því býsna góða hugmynd um hvers söngkonan er megnug. Agnes Þorsteins er með fallega rödd, sérstaklega á efra sviðinu. Hún er silkimjúk, kraftmikil og hefur karakter. Einstöku tónar á neðra sviði voru eilítið ónákvæmir, sem má rekja til þess að söngkonan er jú að stíga sín fyrstu skref. Það lærir enginn að halda tónleika nema með því að gera það. Þetta voru debút-tón- leikar. Ógerningur er að fjalla um Agnesi án þess að nefna ömmuna í sömu andrá. Agnes Löve fylgdi söngkonunni af kostgæfni. Þá á ég ekki bara við að allar tíma- setningar hafi verið nákvæmar. Heldur það að túlkun píanóleikar- ans var bókstaflega rafmögnuð. Hvort sem það var Flickan kom ifrån sin älsklings möte eftir Sibelius, Syngdu ei fagra eftir Rachmaninoff, söngperlur eftir Jón Ásgeirsson, litlar vögguvísur eða brjálaðar aríur. Alls staðar var túlkunin sönn og borin fram af smekkvísi og heiðarleika, en samt ástríðu. Túlkunin á Von ewiger Liebe op. 43 nr 1 eftir Brahms var sér- staklega hrífandi. Það var ein- hver magnaðasti flutningur á því lagi sem ég hef heyrt. Þarna sprakk tónlistin í ógnarlegan hápunkt eins og gjarnan vill verða með tónlist Brahms. En píanóleikarinn hélt ávallt reisn- inni, þessum djúpa rytma sem varð að dáleiðandi undirólgu. Það var engin yfirborðsmennska eða tilgerð. Einmitt svona á Brahms að hljóma. Þessi ákafi píanóleikur lyfti söngnum hvað eftir annað upp í hæstu hæðir. Agnes Þorsteins- dóttir lagði greinilega allt í túlk- un sína. Útkoman var einstak- lega falleg, þó hún væri stundum dálítið hrá eins og fyrr var greint frá. Lögin eftir Sibelius voru hvert öðru betra, lag Rach- man inoffs tregafullt og myrkt. Vögguvísa Faurés var full af seiðandi laglínum og einhverju ósegjanlegu í skáldskapnum sem gerði tónlistina svo lokkandi. Vínartónlistin í lokin var fynd- in og aríur úr Cosi fan tutte eftir Mozart tilkomumiklar. Alls stað- ar var ljóðrænni fegurð miðlað til áheyrenda í söngnum. Manni leiddist aldrei. Agnes á erindi í óperuna, svo mikið er víst. Hún býr yfir spennandi hæfileikum; söngur hennar þarf bara aðeins að fágast. Hann mun gera það með tíð og tíma. Ég verð að minnast á, svona í lokin, sambandið á milli píanó- leikara og söngkonu. Það var óvanalega fallegt, sjálfsagt vegna skyldleikans. Amma og ömmubarn höfðu sjarmerandi sviðsframkomu – það var ekki bara gaman að hlusta á þær, held- ur líka að horfa á þær. Þetta er dúett sem maður vill heyra í sem fyrst aftur. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Bráðskemmti- legir debút-tónleikar Agnesar Þorsteinsdóttur. Hún er ein efni- legasta söngkona sem ég hef heyrt í lengi. Amma hennar Agnes Löve lék með á píanó; leikur hennar var fullur af músík og skáldskap. Amma og ömmubarn AGNES ÞORSTEINSDÓTTIR Norræna tónleikaferðin Nordisk 2014 nær til Íslands í dag og eru fyrirhugaðir tónleikar á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og á Harlem Bar í Reykjavík annað kvöld. Nordisk 2014 er samnorræn tón- leikaferð um Danmörku, Færeyjar og Ísland. Hljómsveitirnar koma frá Danmörku, Noregi, Færeyj- um og Íslandi og eru Sekuioa frá Danmörku, Sea Change frá Nor- egi, Byrta frá Færeyjum og Good Moon Deer frá Íslandi. „Þetta er danskt batterí, sem hefur það markmið að fara með ungar og efnilegar hljómsveitir á staði sem eru ekki í alfaraleið. Þær hafa verið að spila í litlum bæjum hér og þar í Danmörku og hafa ferðast saman síðan um miðj- an janúar,“ segir Baldvin Esra tón- leikhaldari um ferðalagið. Mark- mið tónleikaferðalagsins er að kynna samnorræna menningu. „Það var nefnd í Danmörku sem valdi þær hljómsveitir sem fengu að fara í ferðalagið og að þessu sinni var hljómsveitin Good Moon Deer frá Íslandi valin.“ Íslenski rafdúettinn Good Moon Deer er skipaður Guðmundi Inga Úlfarssyni á hljóðgervla og Ívari Pétri Kjartanssyni á trommur. Good Moon Deer leikur sjónræna og óhefðbundna raftónlist sem daðrar jafnt við djass og teknó. Good Moon Deer hefur komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Iceland Airwaves, Reykjavík Music Mess og Lunga. - glp Norræn tónleikaferð endar hér á landi Nordisk 2014 tónleikaferðalagið nær hingað til lands í dag og fara tvennir tónleikar fram hér á landi. FYRIR HÖND ÍSLANDS Rafdúettinn Good Moon Deer kemur fram á Nordisk 2014 tónleikferðalaginu. MYND/EINKASAFN Fyrstu tónleikar vortónleikaraðar Jazzklúbbsins Múlans verða haldn- ir í kvöld. Alls verða ellefu tón- leikar í tónleikaröðinni sem fara mun fram á miðvikudagskvöldum í Björtuloftum í Hörpu. Á tónleikunum í kvöld kemur fram hljómsveitin Múla-sext- ettinn sem skipuð er Birki Frey Matt híassyni sem leikur á tromp- et, saxófónleikurunum Hauki Gröndal og Ólafi Jónssyni, píanó- leikaranum Eyþóri Gunnarssyni, Þorgrími Jónssyni sem leikur á bassa og trommuleikaranum Scott McLemore. Sextettinn mun leika tónlist Art Blakeys og djasssendi- boða hans. Múlinn er að hefja sitt átjánda starfsár en hann er samstarfsverk- efni Félags íslenskra hljómlistar- manna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Múlinn í Björtuloft um Vortónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans hefst í Hörpu í kvöld. Tónleikarnir marka upphaf átjánda starfsárs klúbbsins. ART BLAKEY Tónlistin á tónleikunum í kvöld er sótt í smiðju trommugoðsagnar- innar Arts Blakey. GEYSIR HAUKADALUR Verslunin á Geysi í Haukadal óskar eftir starfsfólki í allar deildir fyrirtækisins. Við leitum að duglegum einstaklingum með góða þjónustulund til að vinna með okkur á ört vaxandi vinnustað. • Mikil tækifæri í boði , framtíðarstörf og sumarstörf • Vinnutími og starfshlutfall eftir samkomulagi • Umsóknir berist á netfangið: heida@geysir.net Spennandi atvinnutækifæri á Geysi MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.