Fréttablaðið - 19.02.2014, Side 20

Fréttablaðið - 19.02.2014, Side 20
 | 6 19. febrúar 2014 | miðvikudagur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í spjall- þættinum Sunnudagsmorgni um helgina að til stæði að breyta lögum um Seðlabankann. BREYTINGARNAR 2009 Í febrúar árið 2009 var lögum um bankann breytt meðal ann- ars á þann veg að seðlabanka- stjórum var fækkað úr þremur í einn. Sparnaður við fækkunina var metinn á 32 milljónir króna á ári, en í umsögn fjármála- ráðuneytisins um frumvarp- ið kom fram að vegna biðlauna yrði tímabundinn launakostn- aður bankans fjörutíu og fjór- ar milljónir króna. Til lengri tíma litið lækkaði hins vegar launakostnaðurinn um þrjátíu og tvær milljónir króna á ári. Allir þingmenn Framsóknar- flokksins greiddu atkvæði með breytingunum, ásamt þáver- andi stjórnarliðum. Sigmund- ur Davíð var ekki þingmaður á þessum tíma en var þó orðinn formaður Framsóknarflokks- ins. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, en ekki er að sjá á umræðum um frumvarpið að þeir hafi sett sig upp á móti fækkun seðlabanka- stjóra heldur vildu sjálfstæðis- menn að ákvörðun forsætisráð- herra um hver yrði skipaður í embættið yrði borin undir Al- þingi. Óljóst er hvaða breytingar á lögum um Seðlabankann eru fyrirhugaðar hjá ríkisstjórn- inni en Steingrímur J. Sigfús- son, fyrrverandi fjármálaráð- herra, segir það snerta sig mjög illa ef menn ætli af einhverjum pólitískum ástæðum að hrófla við Seðlabankanum. „Seðlabankinn hefur náð prýðilegum árangri í því að ná hérna stöðugu verðlagi og sér- staklega stöðugu gengi krón- unnar,“ segir Steingrímur í samtali við Markaðinn. Hann segir að árið 2009 hafi verið nauðsynlegt að endurreisa traust á bankanum og breyt- ingar hafi verið gerðar sem horfa þurfi á heildstætt. „Það vakna margar spurningar um í hvaða tilgangi það yrði gert og hvaða breytingar yrðu gerðar að öðru leyti. Það er enginn til- gangur í að fjölga þeim og hafa jafnframt peningastefnunefnd,“ segir Steingrímur. SEÐLABANKI ÍSLANDS Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun, sem er eign íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. Yfirstjórn Seðlabank- ans er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra og banka- ráðs. Alþingi kýs sjö fulltrúa í bankaráð að loknum kosning- um til Alþingis. Ráðherra skip- ar seðlabankastjóra og aðstoð- arseðlabankastjóra til fimm ára í senn. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peninga- málum eru teknar af peninga- stefnunefnd. Í peningastefnu- nefnd situr seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, einn af yfirmönnum bankans á sviði mótunar eða stefnu í peninga- málum og tveir sérfræðingar á sviði efnahags- og peningamála sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. Seðlabankastjóri er jafnframt formaður peninga- stefnunefndar. SEÐLABANKAR ERLENDIS Það er misjafnt hvernig ná- grannaþjóðir okkar haga yfir- stjórn peningamála sinna. Danir eru með þriggja manna bankaráð, þar af einn aðal- seðlabankastjóra sem er kon- unglega skipaður. Hinir tveir eru skipaðir af bankastjórn, sem sa ma nstendu r a f 2 5 manns sem eru ýmist valdir af þinginu, viðskiptaráðherra eða bankastjórn inni sjálfri. Banka- ráðið ber fulla ábyrgð á pen- ingastefnu Danmerkur. Í Svíþjóð er bankinn leidd- ur af bankastjórn sem mönnuð er sex einstaklingum. Þeir eru skipaðir af bankaráði sem í sitja ellefu einstaklingar, skipaðir af sænska þinginu. Bankastjórnin ber ábyrgð á starfsemi bankans. Noregur er með einn aðal- bankastjóra og annan til vara. Þeir stýra bankastjórn norska seðlabankans sem stýrir pen- ingastefnu landsins. Í henni sitja sjö einstaklingar. skipað- ir af norska konunginum. Eftir- litsráð hefur eftirlit með starf- semi bankans. Englendingar breyttu að hluta til stýringu á sinni peninga- stefnu í apríl árið 2013, þar sem sjálfstæð peningastefnunefnd var mynduð. Seðlabankanum er stjórnað af einum aðalseðla- bankastjóra, þremur staðgengl- um og einum rekstrarstjóra. Saman mynda þau bankastjórn bankans. Framkvæmdastjórn breska seðlabankans er skipuð fjórtán einstaklingum. Í Bandaríkjunum skipa sjö einstaklingar bankastjórn sem ákveður peningastefnu lands- ins. Þar af er einn aðalseðla- bankastjóri og annar til vara. Allir eru þeir skipaðir af for- seta Bandaríkjanna. NÝTT FRUMVARP Í MARS Í endurskoðaðri áætlun um framlagningu stjórnarfrum- varpa kemur fram að frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands skuli lagt fram eigi síðar en 31. mars næstkomandi. Sigmundur Davíð sagði síðast- liðinn sunnudag að frumvarpið væri í vinnslu, en að hann gerði ráð fyrir að fjöldi seðlabanka- stjóra væri meðal þess sem skoðað væri. Hann sagði ákveð- in rök hníga að því að æskilegt væri að hafa fleiri en einn seðla- bankastjóra, önnur að því að gott væri að hafa einn. Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, sem hefur málefni Seðlabanka Íslands á sinni könnu segir að meiriháttar breytingar séu ekki fyrirhugaðar á bankanum. Ljóst er, og Markaðurinn hefur heimildir fyrir því, að ekki er full sátt um það innan ríkis- stjórnarinnar hvernig yfirstjórn Seðlabanka Íslands skuli vera. Einn seðlabankastjóri eða þrír? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist gera ráð fyrir því að til skoðunar sé fjölgun seðla- bankastjóra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir meiriháttar breytingar ekki fyrirhugaðar. Frumvarp um breytingar á bankanum verður lagt fram eigi síðar en í lok mars samkvæmt þingmálaskrá stjórnarinnar. ÞRÍR SEÐLABANKASTJÓRAR Fyrir árið 2009 voru þrír seðlabankastjórar á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PENINGASTEFNUNEFND Fimm skipa peningastefnunefnd Seðlabankans í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/SEÐLABANKI ÍSLANDS EFNAHAGSMÁL Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MÖGULEGAR breytingar í vændum Forsætisráðherra og fjármálaráðherra eru ekki samstiga þegar kemur að breytingum á Seðlabankanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.