Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 30
 | 8 19. febrúar 2014 | miðvikudagur „Við erum að gera okkur vonir um að þriðjungur af hlutabréf- um félagsins fari í sölu í apríl og að félagið verði í kjölfarið skráð á markað í maí,“ segir Vilhjálm- ur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, um undirbúninginn að skráningu félagsins á Aðalmark- að Kauphallarinnar. Stjórnendur félagsins og stærstu eigendur tilkynntu í nóvember að þeir hefðu náð samkomulagi um skráninguna. Félagið er nú skráð á First-North-markað Kauphall- arinnar en skráning á Aðalmark- að á að auka seljanleika bréfanna og stuðla að dreifðara eignarhaldi. „Annars hafa veiðarnar geng- ið ágætlega í bolfiskinum en það sama verður ekki sagt um loðnuna eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. Hún hefur verið ótrúlega brellin og óvenjulítið um þéttar torfur og veðrið hefur alls ekki hjálpað til,“ segir Vilhjálmur. HB Grandi fékk úthlutað fimm- tán þúsund tonna loðnukvóta á þessari vertíð en í fyrra veiddi félagið samtals 85 þúsund tonn. Loðnuvertíðin veldur því að öllum líkindum gríðarlegum vonbrigð- um líkt og hjá öðrum fyrirtækj- um sem veiða uppsjávarfiskinn. Vilhjálmur byrjaði ungur að vinna í fiskvinnslu og fór fimm- tán ára til sjós og sigldi í nítján ár. „Síðan fór ég í land og vann í nokkur ár hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). Svo var ég ráðinn til Tanga, sjávarútvegsfyrirtækis sem gerði út togara og uppsjávar- skip á Vopnafirði, árið 2000, og var þar skrifstofustjóri og tók síðan við sem framkvæmda- stjóri og fylgdi með inn í HB Granda í ársbyrjun 2005 þegar félögin voru sameinuð. Þá sá ég um rekstur uppsjávarveiða og vinnslu,“ segir Vilhjálmur, en hann var ráðinn forstjóri í sept- ember 2012. Siglir félaginu inn á Aðalmarkaðinn Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, fór fimmtán ára gamall til sjós og sigldi í nítján ár. Hann stýrir nú stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Vilhjálmur er Valsari og stuðningsmaður Liverpool í ensku deildinni. SVIPMYND Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is „Vilhjálmur er mjög rólegur og yfirvegaður maður. Hann hefur mjög gaman af stangveiði og það er virkilega gaman að fara með honum í veiðiferðir því Vilhjálmi finnst gaman að segja frá því þegar hann er að kljást við fiskana og lýsingarnar hjá honum eru oft skemmtilegar. Hann er óskaplega þægilegur yfirmaður og það er gott að vinna með honum og undir hans stjórn. Hann er sann- gjarn og tekur tillit til skoðana annarra og treystir sínum mönnum vel.“ Magnús Þór Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði. Skemmtilegur veiðifélagi VILHJÁLMUR Starfsmenn HB Granda voru að landa ufsa og karfa úr ísfisktogar- anum Ottó N. Þorlákssyni þegar Fréttablaðið bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vilhjálmur lauk verslunar- prófi frá Verzlunarskóla Ís- lands, fór þaðan í Stýrimanna- skólann og útskrifaðist seinna sem útgerðartæknir frá Tækni- skólanum. Hann er giftur Stein- unni Ósk Guðmundsdóttur þroskaþjálfa og eiga þau fjög- ur börn. „Ég stunda stang- og skotveiði og veiði rjúpu, silung og lax. Síðan held ég með Val og fylgist með enska boltanum. Þar held ég með Liverpool og maður hefði nú getað verið ánægðari með leik- inn á sunnudaginn en það fór eins og það fór,“ segir Vilhjálm- ur og hlær. „Frá því að Vilhjálmur tók við sem forstjóri hefur hann sett mikið af nýjum hlutum í gang. Hann er fylginn sér í að gera góðar breytingar og á ekki bara auðvelt með að vinna með okkur yfirstjórnendunum heldur hefur hann einnig gert sér far um að hitta hvern einasta starfshóp í fyrirtækinu, hverja einustu áhöfn, en við erum með ellefu skip og allar þessar vinnslur á þremur stöðum á landinu. Ég fékk að taka þátt í einni syrpu með honum og það var mjög áhugavert.“ Svavar Svavarsson, yfirmaður viðskiptaþróunar HB Granda. „Við þurfum aðeins að hugsa hvernig við byggjum undir vöxt horft til framtíðar og þar er alþjóðageirinn gríðarlega mikilvægur. Stað- an er þannig að auðlinda- greinarnar standa undir ¾ af heildarútflutningi Íslands, alþjóðageirinn þessum fjórðungi sem eftir stendur. Við viljum breikka og fjölga þeim stoðum sem standa undir útflutningi. Enda er það þannig að ef við ætlum að vaxa með sjálfbærum hætti þá er mikilvægt að útflutningur vaxi í takt við hagkerfið í heild.“ FROSTI ÓLAFSSON Við höfum tækifæri til að standa í fremstu röð Frosti Ólafsson er gestur Klinks- ins á Vísi þessa vikuna. Frosti er hagfræðingur og MBA frá London Business School og starfar sem framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs Íslands. Frosti starfaði áður hjá McKins ey&Company í Kaup- mannahöfn. Frosti ræddi við Klinkið um Viðskiptaþing Viðskiptaráðs sem haldið var í síðustu viku undir yfir skriftinni „Open for business? – Uppbygging alþjóðageirans á Ís- landi“ og helstu tækifæri á þeim vettvangi. Frosti ræddi einnig um helstu hindranir í vegi uppbygg- ingar alþjóðageirans og skipan peningamála í íslensku samfélagi. Þá ræddi Frosti við Klinkið um stöðu menntamála á Íslandi, hvernig fjármagni er úthlutað og hvaða tækifæri eru til að ná betri árangri á því sviði. Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Viðtalið við Frosta Ólafsson er hægt að sjá í þættinum Klinkinu á www.visir.is. „EF GJALDEYRISHÖFTIN VERÐA AFNUMIN OG VIÐ SKÖPUM RÉTT SKILYRÐI FYRIR ÞESSI FYRIRTÆKI ÞÁ ER HÆGT AÐ BYGGJA HÉR UPP ÖFLUGAN ALÞJÓÐAGEIRA.“ „Ég held að það sé alveg fyrirsjáanlegt að ef höftin verða hérna um ókomna tíð þá verða ekki til mörg ef þá nokkur stórfyrir- tæki.“ „Það kom okkur að vissu leyti á óvart hversu mikill vilji var til breyt- inga [á menntakerfinu] vegna þess að kerfið hefur verið svolítið vanafast og menn ekkert rosalega viljugir til að ræða breytingar á því.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.