Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 4
19. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Síðustu mánuði hefur aðalfarveg- ur Markarfljóts sótt austur neðan brúar og lagst að Selja- landsgarðinum sem hefur látið á sjá Íbúar við Markarfljót. 125 karlar hafa frá árinu 1904 gegnt ráðherra- embætti en 24 konur. Ráðherrar sem ekki hafa verið kjörnir alþingismenn eru alls 8. Kjörnir fulltrúar sem tóku aldrei sæti á Alþingi eru 10. UMHVERFISMÁL „Með því að veita Markarfljóti með þessum hætti til austurs teljum við að verið sé að setja lönd og byggð í mikla hættu,“ segir í bréfi íbúa austan Markar- fljóts sem mótmæla fyrirhugaðri lengingu varnargarðs vestan megin árinnar. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur með fyrirvara samþykkt ósk Vegagerðarinnar um að leiðigarð- urinn verði lengdur um 250 metra. Tilgangurinn er að beina sandburði úr Markarfljóti frá Landeyjahöfn. Íbúarnir segjast ekki hafa séð afgerandi rök fyrir því að leiðigarð- urinn geri nokkurt gagn varðandi Landeyjahöfn. „Síðustu mánuði hefur aðalfarvegur Markarfljóts sótt austur neðan brúar og lagst að Seljalandsgarðinum sem hefur látið á sjá,“ segja íbúarnir og útskýra að sandur sé farinn að fylla farveginn þannig að hluti fljótsins renni aust- ur. Þekkt sé að klakastíflur myndist í Markarfljóti og það skapi hættu á að vatn leiti til austurs. „Teljum við nauðsyn að fá varn- argarð austan megin við Markar- fljót til varnar byggðinni,“ segja íbúarnir sem gagnrýna jafnframt að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur og íbúa á svæðinu um það að lenging varnargarðsins skuli ekki háð mati á umhverfis- áhrifum. Mótmælunum fylgja 52 undir- skriftir sem Ísólfur Gylfi Pálma- son sveitarstjóri segir ekki aðeins vera frá þeim bæjum sem eigi land að Markarfljóti. „Að okkar mati er um ákveðinn misskilning að ræða sem ber að leiðrétta,“ segir í bréfi sem Ísólf- ur Gylfi sendir mótmælendunum fyrir sína hönd og skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélags- ins. Þar er undirstrikað að skipu- lagsnefnd og síðar sveitarstjórn setji þau skilyrði fyrir lengingu garðsins að framkvæmdin sé sam- þykkt af landeigendum og Fiski- stofu. Þess utan sé ítrekuð sú skoð- un að Markarfljót verði stokkað af með varnargörðum allt niður að ósi austan megin fljótsins. Þá er í bréfinu til íbúanna bent á umsögn Skipulagsstofnunar um málið. „Niðurstaða stofnunarinnar er sú að megináhrif af fyrirhug- uðum framkvæmdum vegna færslu óss Markarfljóts til austurs, að hvorki sé líklegt að um verði að ræða neikvæð áhrif vegna landbrots upp með farvegi fljóts- ins eða að ósinn muni færast lengra í austur en ætlað er með tilkomu garðsins,“ segja sveitarstjórinn og byggingar- fulltrúinn. gar@frettabladid.is MARKARFLJÓT OG LANDEYJA- HÖFN Íbúar austan Markar- fljóts óttast að fyrirhuguð leng- ing varnargarðs vestan megin árinnar ógni byggð. Samráð við íbúa hafi skort. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sveitarstjóri segir andstöðu íbúa byggða á misskilningi „Að okkar mati er um ákveðinn misskilning að ræða sem ber að leiðrétta,“ segir sveitarstjóri Rangárþings eystra um mótmæli íbúa við Markarfljót vegna lengingar garðs sem leiðir ána lengra í austurátt. ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON. IÐNAÐUR Nýtt launaflsvirki Lands- nets á Klafastöðum við Grundar- tanga var formlega tekið í notkun þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráherra spennusetti virkið í gær. Í tilkynningu frá Landsneti segir að þetta sé stærsta einstaka verkefni Landsnets á liðnum árum og heildarkostnaður við verkefnið hafi numið rúmum tveimur millj- örðum króna. „Launaflsvirkið bætir verulega rekstur raforku- flutningskerfis Landsnets, eykur afhendingaröryggi og gerir Lands- neti kleift að flytja meiri orku inn á Grundartangasvæðið.“ Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir áhuga hjá bæði núverandi notendum og nýjum aðilum á að fá afhenta meiri orku á Grundartanga. „Við höfum ekki fyrr en nú verið í stakk búin til að sinna þeim óskum.“ Uppsetning launaflsvirkisins er fyrsta skrefið í endurskipulagn- ingu orkuafhendingar Landsnets á Grundartanga. - skó Nýtt launaflsvirki Landsnets tekið í notkun á Grundartangasvæðinu: Geta flutt meiri orku á svæðið GANGSETNING Ragnheiður Elín Árna- dóttir iðnaðarráðherra spennusetti nýtt launaflsvirki Landsnets við Grundar- tanga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagur 5-10 m/s en hvassara á annesjum. HVASST NÆSTU DAGA Í dag má búast við stormi eða roki við S- og SA-ströndina en það lægir tímabundið í kvöld. Á morgun hvessir á ný SA-til og á föstudaginn verður heldur hægari vindur en þó strekkingur á annesjum og allhvast á Vestfjörðum. 0° 5 m/s 1° 14 m/s 2° 14 m/s 6° 22 m/s Á morgun Stormur við S- og SA-ströndina. Gildistími korta er um hádegi 3° 0° 3° 0° -1° Alicante Aþena Basel 18° 20° 9° Berlín Billund Frankfurt 10° 7° 10° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 10° 5° 5° Las Palmas London Mallorca 20° 11° 16° New York Orlando Ósló 7° 28° -3° París San Francisco Stokkhólmur 12° 15° 1° 3° 15 m/s 4° 11 m/s -1° 5 m/s 0° 10 m/s -3° 4 m/s 0° 7 m/s -6° 5 m/s 3° 0° 3° 1° 1° BANDARÍKIN, AP Í Bandaríkjunum hefur lengi verið skortur á lyfjum sem notuð eru til að taka dauða- dæmda fanga af lífi. Ástæðan er einkum að Evrópusambandið hefur í níu ár bannað útflutning á vörum sem notaðar eru við aftökur. Fyrir vikið hefur hvert ríki Bandaríkj- anna af öðru tekið að velta því fyrir sér hvort ekki þurfi að grípa til annarra og gamalkunnugra ráða þegar taka á fólk af lífi. - gb ESB truflar dauðarefsingar: Framkvæmdin er í uppnámi AFTÖKUKLEFI Útbúnaður fyrir aftöku- sveit í ríkisfangelsinu í Draper í Utah. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL „Við erum að reyna að greiða úr skuldavand- anum,“ segir Guðjón Magnússon, formaður stjórnar hjúkrunarheim- ilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi. Ríkið yfirtók rekstur heimilisins til eins árs um áramót. Skuldir upp á tæpar 300 milljónir króna voru skildar eftir hjá sjálfseignarstofn- uninni sem á Sunnuhlíð. „Við erum með aðstoð banka að semja við skuldunautana um frystingar á lánum, framlengingu og svo framvegis,“ segir Guðjón. Eignir nemi rúmum milljarði. Guðjón segir stjórnina nú vilja hefja viðræður við ríki og Kópa- vogsbæ um kaup á eignum Sunnu- hlíðar. - jme Vilja að ríki og bær kaupi: Reynt að greiða úr skuldavanda FÉLAGSMÁL Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur lagt fram drög að þremur lagafrum- vörpum. Eitt fjallar um skipulag stjórnsýslu sem á að gilda á sviði jafnréttismála. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að ein stofnum taki yfir verkefni Jafnréttisstofu, Fjöl- menningarseturs og Réttinda- gæslu fatlaðs fólks. Annað fjallar um að allir fái jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna og það þriðja um jafna meðferð á vinnumarkaði. - jme Ný frumvörp um jafnrétti: Jöfn meðferð á vinnumarkaði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.