Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 8
19. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is NISSAN LEAF VAR FYRSTI RAFBÍLLINN Í HEIMINUM sem hlaut 5 stjörnur í Euro NCAP árekstrarprófunum árið 2012. Öllum Nissan Leaf sem BL selur fylgir 5 ára ábyrgð á rafhlöðu og tengdum háspennuhlutum. Nissan EURO LEAF er sem hannaður fyrir íslenskar aðstæður E N N E M M / S ÍA / N M 6 14 6 3 • 5 ára ábyrgð á rafhlöðu • Upphituð rafhlaða fyrir örugga drægni á köldum dögum • Aðgangur að hleðslustöðum Orku náttúrunnar • Funheitur bíll á hverjum morgni með íslausum rúðum • Öll sæti upphituð auk hita í stýri • 5,8" snertiskjár með bakkmyndavél • Fullkomnasta rafbílaverkstæði landsins og aðgangur að sérþjálfuðum starfsmönnum fyrir NISSAN EURO LEAF rafbíla Nissan EURO LEAF VERÐ 4.690 ÞÚS. KR. ASKÝRING | 8 SKÝRSLA UM AÐILDARVIÐRÆÐUR ÍSLANDS VIÐ ESB „Við þurfum ekki á Evrópusambandinu að halda til að halda áfram uppbygg- ingu okkar hér,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Þá sagði hann skýrsluna sem aðilar vinnumarkaðarins létu gera ekki hafa nokkur áhrif á endanlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um ESB. „Enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB.“ - sój ➜ Þurfum ekki ESB „Í þessum Evrópumálum hefur brunnið við að hver og einn reyni að segja sína sögu. Ég vil vara mjög við því ef það á að reyna að segja Íslendingum að það sé ekkert til að semja um. Það er kolrangt,“ segir Guðmundur Stein- grímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann bendir á að ef það væri ekkert að semja um, væru allir aðildarsamningar eins. „Og þeir eru ekki eins. Ef ekkert væri til að semja um væri alveg eins hægt að taka samninginn við Króatíu og bera hann undir atkvæði hér.“ Guðmundur segir dæmi vera um mjög afgerandi undanþágur. „Til dæmis eru Danir ekki með evru. Síðan eru líka sérlausnir, enda allar þjóðir með einhverja sérstöðu. Sérstaða Íslands er augljós. Við erum eina ríkið sem byggir svona mikið á sjávarútvegi og veiðir að stórum hluta til úr stofnun sem enginn annar veiðir úr. Þannig að það er ákaflega líklegt að það yrði að sníða sérlausn utan um það.“ - eb ➜ Kolrangt að ekkert sé til að semja um Hver les skýrsluna með sínu nefi Utanríkisráðherra segir ekki þurfa ESB til þess að hér verði haldið áfram uppbyggingu. Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Samfylkingu hafna því að ekkert sé að semja um við ESB. Formaður Heimssýnar segir ljóst að grundvöllur aðildarviðræðna sér brostinn. „Ef stjórnarflokkarnir eru að gera einhliða skýrslur og vilja hafa einhliða málflutning af þessu tagi er þá ekki rétt að slíkar skýrslur séu teknar til umræðu í Valhöll og Kaupfélagi Skagfirðinga, fremur en hér, á hinu háa Alþingi?“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann var æfur vegna þess að skýrsla Hagfræðistofnunar um aðildarviðræður Ís- lands við Evrópu- sambandið hafi lekið í fjölmiðla. - kak ➜ Æfur yfir leka „Ekkert í þessari skýrslu mælir gegn því að aðildarviðræðum verði haldið áfram,“ sagði Árni Páll Árnason, for- maður Samfylkingarinnar. Hann sagði höfuðvanda Íslands, samkvæmt skýrslunni, vera að hlé hefði verið gert á viðræðunum áður en samningsafstaða í landbúnaði og sjávarútvegi lá fyrir. - eb ➜ Ekkert sem mælir gegn viðræðum „Varðandi efni skýrslunnar þá er þetta við fyrstu sýn ágætlega vönduð skýrsla og við munum leggj- ast yfir efni hennar og kynna okkur það vel. En af fyrsta yfirlestri má ráða að það eru fjölmörg álitaefni sem erfitt er að fá fullnægjandi svar við nema einfaldlega með niður- stöðu samnings,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn lýsir furðu sinni á ummælum utanríkisráðherra sem segir skýrslu sem aðilar vinnu- markaðarins standa að hafa verið pantaða af Evrópusinnum. „Ég treysti því að það gildi það sama um Hagfræðistofnun og Alþjóðamála- stofnun, að þarna sé um hlutlausa úttekt að ræða, enda sjálfstæðar háskólastofnanir sem er í báðum tilvikum falið að skila hlutlausum skýrslum,“ segir Þorsteinn. -eb ➜ Engin fullnægjandi svör án samnings „Ég er mjög ánægð með skýrsluna. Hún sannar lögfræðilega grunninn að því, sem ég og fleiri hafa sagt, að það var aldrei raunhæft að fara þessa leið inn í Evrópusambandið og halda að við færum þarna inn á undanþágum,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Fram- sóknarflokksins og formaður Heims- sýnar. Varðandi undanþágur sem önnur ríki líkt og Finnland hafa fengið segir hún þær eingöngu vera tímabundnar. „Í tilviki Finnlands fær ríkið heimild til að styrkja sinn landbúnað, sem fullvalda ríki getur hvort eð er leyft. Það er ekki undanþága,“ segir hún. Vigdís segir skýrslu Hagfræðistofn- unar jafnframt staðfesta að grundvöllur aðildarviðræðna sé brostinn. „Sama ár og sótt var um var samþykkt breyting á Lissabonsáttmálanum og því um allt annað Evrópusamband að ræða,“ segir hún. Búið sé að eyða miklum peningum og orku í málið sem sé sorglegt. Um framhaldið segir hún að þingið muni ræða skýrsluna og metið verði í fram- haldinu hvernig brugðist verður við. - eb ➜ Skýrslan sannar lögfræðileg rök „Svona fyrstu viðbrögð virðast vera þau að við hefðum ekki getað samið um eitt eða neitt og hefðum þurft að taka upp allt sem gildir innan ESB,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokks. „Ég á eftir að lesa hvað liggur að baki, en mér finnst þetta harla sérkennilegt.“ Áhersla hafi verið lögð á lögsögu yfir fiskistofnunum. „Það var svona sá steinn sem hefði getað steytt á,“ bendir Ragnheiður á. - eb ➜ Sérkennilegt að ekki sé hægt að semja -eb

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.