Fréttablaðið - 19.02.2014, Side 25

Fréttablaðið - 19.02.2014, Side 25
KYNNING − AUGLÝSING Vinnuvernd19. FEBRÚAR 2014 MIÐVIKUDAGUR 3 „Við erum með vottaða örygg- isstjórnun samkvæmt OHSAS 18001 og vorum fyrsta fyrirtækið í okkar geira til að fá slíka vottun. Á sama tíma veitum við öryggis- stjórnunarráðgjöf til viðskipta- vina okkar,“ segir Helga J. Bjarna- dóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU. Hún segir vottun fela í sér staðfestingu á því að fyrirtæk- ið uppfylli öll skilyrði í lögum og reglugerðum varðandi vinnu- verndar-, heilsuverndar- og ör- yggismál og að stöðugt sé leitað leiða til að bæta vinnuumhverfið. Hluti af því er að gera svokallað áhættumat starfa en þá er áhætta við öll störf í fyrirtækinu metin út frá umhverfisþáttum, félagsleg- um, heilsufarslegum, tæknileg- um og efnafræðilegum þáttum. „Áhættumat sem þetta er lög- boðið á Íslandi fyrir öll fyrirtæki sem hafa fleiri en tíu starfsmenn og sér Vinnueftirlitið um eftirlit með því. Ef um framkvæmdir er að ræða er sömuleiðis nauðsyn- legt að gera sams konar áhættu- mat fyrir þær,“ útskýrir Helga. Fyrir þremur árum flutti EFLA í nýtt húsnæði að Höfðabakka 9 þar sem Tækniskólinn var áður til húsa. Byggingunni var breytt í skrifstofuhúsnæði og ákveðið var að innrétta það með það að markmiði að skapa góða vinnu- aðstöðu og heilbrigt vinnuum- hverfi. Húsnæðið fékk í kjölfarið alþjóðlega BREEAM-vottun fyrir vistvænar byggingar og er fyrsta endurbyggða byggingin á Íslandi sem hlýtur slíka vottun. Vottun- in þýðir meðal annars að tryggð sé fyrirtaks hljóðvist og birtuskil- yrði og að byggingarefni valdi ekki slæmum loftgæðum. „Þá leggjum við áherslu á heilsueflingu fyrir starfsmenn og höfum meðal ann- ars góða aðstöðu fyrir hjólafólk, sturtuaðstöðu og líkamsræktar- aðstöðu svo dæmi séu nefnd. Við erum því í fararbroddi á þessu sviði sem okkur finnst skipta sköp- um þegar við ráðleggjum öðrum,“ segir Helga. Ráðgjöf, hönnun, lausnir, innleið- ing og eftirfylgd EFLA veitir sem fyrr segir alhliða ráðgjöf. „Við erum ekki eingöngu í því að greina vandamál heldur hönnum og komum með lausnir. Þá veitum við aðstoð við að inn- leiða lausnirnar ásamt því að bjóða upp á eftirfylgni. Ráðgjöfin er heildstæð og kemur jafnt að tækni- legum, félags- og heilsufarslegum þáttum. Við höfum mikið af tækni- fólki á okkar snærum en erum auk þess í samstarfi við Heilsuvernd ehf. sem er með lækna, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á sínum snær- um,“ segir Helga. EFLA vinnur að verkefnum í byggingargeiranum, hjá iðnfyrir- tækjum, í skólum og á heilbrigðis- stofnunum svo dæmi séu nefnd og eru mismunandi þættir í brenni- depli á hverjum stað fyrir sig. „Á leikskólum skiptir hljóðvist miklu máli en í efnaverksmiðju skipt- ir efnaáhættumatið meira máli. Áhættumat starfa er því mjög breytilegt,“ segir Helga. Sigurjón Svavarsson öryggis- sérfræðingur hefur meðal annars umsjón með áhættumati starfa hjá EFLU og vinnur mikið úti í hinum ýmsu fyrirtækjum. Hann leggur ríka áherslu á eftirfylgni með vandamálum sem hafa verið greind. „Ef þekkingin til þess er ekki til staðar innan fyrirtækj- anna er hætt við því að hlutirn- ir renni út í sandinn. Við förum því í að breyta verklaginu þann- ig að aðgerðirnar virki í raun. Við gerum það með því að fá starfs- fólk inn í greiningarvinnuna og deila ábyrgðinni strax í upp- hafi. Þannig erum við ekki bara að skilja eftir plagg með því sem þarf að gera heldur að koma því í framkvæmd,“ segir hann. Sigurjón hefur meðal annars á sinni könnu efnaáhættumat en allir sem nota hættuleg efni í rekstri þurfa að gera slíkt mat. „Þá gerum við áhættumat fyrir vélar sem við hönnum fyrir iðnfyr- irtæki og aðra aðila en þær þurfa allar að vera CE-merktar, sam- kvæmt Evróputilskipun. Það er til að tryggja öryggi þeirra sem setja vélarnar upp, vinna við þær, við- halda þeim og koma til með að farga þeim.“ Sigurjón tekur fram að við alla hönnun á vegum EFLU sé lögð áhersla á að girða fyrir ýmis vandamál strax í upphafi hönnunarferilsins til að forðast slys, hættulegt vinnuumhverfi og háan viðhaldskostnað. Hljóðhönnun EFLA er sömuleiðis með hljóð- hönnun á sinni könnu en góð hljóðvist er gríðarlega mikilvæg þegar kemur að góðu starfsum- hverfi og líðan á vinnustað. Ólaf- ur Daníelsson, fagstjóri hljóðvist- ar hjá EFLU, segir góða hljóðvist á vinnustöðum einn af þeim þáttum sem hafa hvað mest áhrif á líðan og afköst starfsmanna. Áreiti frá öðrum notendum, tækjabúnaði og vélum kann að hafa afgerandi áhrif á einbeitingu og hversu lengi starfsmaður getur unnið án þess að finna fyrir þreytu. Þar sem sam- skipti eru mikilvæg getur hljóm- mikið rými eða bakgrunnshávaði minnkað skilvirkni samskipta til muna. „Okkar hlutverk er að kom- ast að rót vandans með hljóðmæl- ingum, útreikningum og greiningu á aðstæðum og að ráðleggja og hanna í kjölfarið viðeigandi lausn- ir. Lausnirnar eru mjög mismun- andi eftir aðstæðum; í einhverjum tilfellum þarf að gera skipulags- breytingar innan rýma en stund- um þarf t.d. að bæta við hljóðísogs- flötum, koma upp hljóðskermingu milli svæða eða bæta hljómburð í rýminu,“ útskýrir Ólafur. Lýsingartækni Davíð Eysteinn Sölvason, fag- stjóri rafkerfa- og lýsingartækni hjá EFLU, segir sömuleiðis marg- sýnt hversu mikil áhrif lýsing hefur á líðan og starfsorku en með réttri lýsingu má að hans sögn skapa stemningu, vellíðan og öryggi. „Góð lýsing hefur ekki eingöngu áhrif á sjónræna upplifun heldur líka á geðheilsuna og líffræðilega þætti en rannsóknir hafa meðal annars sýnt að rétt lýsing í skóla- stofum og notkun dagsbirtu með markvissri stýringu leiðir til já- kvæðra áhrifa á frammistöðu nem- enda,“ segir Davíð. Mælingar, rannsóknir og endur- bætur vegna myglusvepps Finnur Ingi Hermannsson bygg- ingafræðingur er einn helsti sér- fræðingur EFLU í málefnum tengd- um myglu í byggingum. Finnur segir sífellt fleiri leiða hugann að loftgæðum og myglu í byggingum en mikilvægt er að taka á málum sem þessum strax í hönnunarferli. Með því má koma í veg fyrir veru- legt tjón á mannvirkjum og heilsu fólks. EFLA býður upp á heild- arlausnir vegna raka eða myglu- svepps í mannvirkjum. „Við erum með fullkomin mælitæki sem mæla og greina t.d. hita, raka, CO2, örverur, rykagnir, myglusveppi og myglusveppagró bæði í andrúms- lofti eða á byggingarefnum og bjóðum upp á ráðgjöf við hönnun mannvirkja, greiningar, endurbæt- ur og eftirlit vegna raka og myglu- skemmda,“ segir Finnur. EFLA hefur á að skipa hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörg- um sviðum en þar starfa á þriðja hundrað manns. Að ofansögðu má ljóst vera að þangað er hægt að leita lausna sama hvert eðli og umfang verkefnisins er. Leiðandi á sviði vinnu- verndar og öryggismála EFLA verkfræðistofa er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki og leiðandi á sviði vinnuverndar og öryggismála. Fyrirtækið er viður- kenndur aðili hjá Vinnueftirlitinu í að gera áhættumat fyrir hin ýmsu störf og býður einnig upp á hönnun og lausnir. EFLA gengur á undan með góðu fordæmi og er bæði með vottaða öryggis- og umhverfisstjórnun auk þess sem skrifstofur fyrirtækisins eru í vottaðri byggingu. Frá vinstri: Finnur Ingi Hermannsson, Davíð Eysteinn Sölvason, Ólafur Daníelsson , Helga Jóhanna Bjarnadóttir og Sigurjón Svavarsson. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.