Fréttablaðið - 19.02.2014, Page 26

Fréttablaðið - 19.02.2014, Page 26
KYNNING − AUGLÝSINGVinnuvernd MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 20144 VINNUSLYS OF ALGENG Samkvæmt skýrslu Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar deyr verkamaður í vinnuslysi eða úr atvinnutengdum sjúkdómum á 15 sekúndna fresti, einhvers staðar í heiminum. Að sama skapi lenda 160 verkamenn í vinnuslysi á 15 sekúndna fresti. Þetta þýðir að á hverjum degi látast að meðaltali 6.300 manns í vinnuslysum eða úr vinnutengdum sjúkdómum, eða um 2,3 milljónir manna á ári. Samkvæmt skýrslu stofnunarinnar eiga sér stað um 317 milljónir vinnuslysa árlega um allan heim og leiða mörg þeirra til langrar fjarveru starfsmanna frá vinnu. Áætlaður kostnaður vegna þessa er gríðarlegur, eða um 4% af landsframleiðslu allra ríkja heims. Þegar kemur að vinnuvernd eru aðstæður mjög mismunandi eftir löndum, atvinnugreinum og þjóð- félagshópum. Aðstæður eru sérstak- lega slæmar í þróunarlöndunum þar sem margir starfa við hættulegar að- stæður í námuvinnslu, landbúnaði og sjávarútvegi. Margir verkamanna sem látast á þessum slóðum eru konur, börn og grunlausir innflytj- endur. Vinnuslys geta eðlilega haft mjög mikil áhrif á starfsmenn sem lenda í þeim og fjölskyldur þeirra en talið er að koma megi í veg fyrir stóran hluta þeirra. VINNA UNGLINGA 1517 ÁRA Vinnan göfgar manninn og já- kvætt er að unglingar fái tækifæri til að kynnast og taka þátt í atvinnulíf- inu. Unglinga er almennt heimilt að ráða til vinnu nema um sé að ræða eftirfarandi aðstæður: • Vinnu sem líklega er ofviða líkam- legu eða andlegu atgervi þeirra. • Vinnu sem líklega veldur varanlegu heilsutjóni. • Vinnu þar sem hætta er á skaðlegri geislun. • Vinnu þar sem fyrir hendi er slysahætta sem gera má ráð fyrir að börn og unglingar geti átt í erfið- leikum með að átta sig á eða forðast vegna andvaraleysis eða skorts á reynslu eða þjálfun. • Vinnu sem felur í sér hættu fyrir heilsu þeirra vegna óvenjumikils kulda, hita, hávaða eða titrings. • Vinnu þar sem hætta er á ofbeldi eða annarri sérstakri hættu, nema ungmennin starfi með fullorðnum. Í reglugerð nr. 426/1999 um vinnu barna og unglinga er að finna í viðauka 1-3 lista yfir hættuleg tæki, verkefni, efni og störf þar sem óheimilt er að ráða unglinga í vinnu. Heimilt er að víkja frá þessu sé það nauðsynlegt vegna starfsnáms unglinga og þá samkvæmt reglum sem ráðherra setur að fengnum til- lögum stjórnar Vinnueftirlits ríkisins. Heimild: Umboðsmaður barna (barn.is) VINNUVERNDARVIKAN 2014 Árlega er haldin Evrópsk vinnuverndarvika undir forystu Vinnuverndarstofnunar Evrópu. Þetta sameiginlega átak Evrópuþjóða nær hámarki í eina viku seinni hluta októbermánaðar ár hvert. Markmiðið með vinnuverndarvikunni er að vekja athygli fólks á ákveðnum þáttum í vinnuumhverfinu í þeim tilgangi að gera vinnustaðina heilsusamlegri og öruggari. Starfshópur, skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins, sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi. Yfirskrift Evrópsku vinnuverndarvikunnar í ár og á næsta ári er: Góð vinnuvernd vinnur á streitu – Stjórnun streitu og sálfélagslegrar áhættu á vinnustöðum. Vandinn er nokkuð yfirgripsmikill. Yfir helmingur evrópskra launþega segir að streita sé algeng á vinnustað sínum. Streita, ásamt öðrum sálfélagslegum áhættuþáttum, er talin vera orsök a.m.k. 50% allra tapaðra vinnudaga. Um 4 af hverjum 10 launþegum telja að illa sé unnið með vandamálið á vinnustað þeirra. Helstu markmið átaksins er að bæta skilning á vinnutengdri streitu og sálfélagslegri áhættu, efla stjórnun á þessum áhættuþáttum, fyrirbyggja neikvæð áhrif streitu, veita starfsmönnum og atvinnurekendum stuðning og leiðbein- ingar og hvetja til notkunar á tiltækum verkfærum til að bæta sálfélagslegt vinnuumhverfi. (öryggisverði,-trúnaðarmenn og mannauðstjóra) • Lög og reglur í tengslum við vinnuverndarstarf • Áhættumat starfa • Umhverfisþættir s.s hávaða, lýsingu og loftgæði • Félagslegir og andlegir áhættuþættir s.s. einelti, streitu ofl. • Hættuleg efni og efnafræðilegir skaðvaldar • Vinnuslys, atvinnusjúkdómar og líffræðilegir skaðvaldar • Heilsueflingu á vinnustað Skráning fer fram á www.vinnuvernd.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.