Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 12
19. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Íslenskur landbúnaður framleiðir mikið af gæðavöru sem á fullt erindi á aðra mark- aði. Nægir þar að nefna skyrið og lamba- kjötið – afurðir sem eru þekktar fyrir holl- ustu og gæði. Bændur í öðrum löndum, ekki síst í ýmsum löndum Evrópu, fram- leiða ekki síður gæðavörur sem eftirsóttar eru annars staðar en á þeirra heimamark- aði. Vörur sem bændur í öðrum löndum geta oft ekki framleitt. Nú hafa um hríð staðið yfir tvíhliða viðræður við Evrópusambandið um auk- inn markaðsaðgang fyrir íslenskar land- búnaðarvörur inn á Evrópumarkað. Erf- itt er að átta sig á því hvar þær viðræður standa, en íslensk stjórnvöld vonast til að þeim ljúki á næstu mánuðum. Eins og aðrar sambærilegar viðræður ganga þær út á gagnkvæm viðskipti, þ.e. að í staðinn fyrir aukinn markaðsaðgang fyrir íslensk- ar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað verði opnað fyrir aukinn aðgang evrópskra landbúnaðarvara til Íslands. Flestir hljóta að sjá sanngirnina í því. Allir vinna Ekki verður betur séð en að hér sé um að ræða mál sem íslenskur landbúnaður og íslensk verslun eigi að beita sér fyrir í sam- einingu og með miklum þunga. Greinilegt er að neytendur eru víða sólgnir í íslenska skyrið og það ætti því að vera sameiginlegt kappsmál að gefa sem flestum neytendum í Evrópu kost á að njóta þess. Á sama hátt er augljóst að íslenskir neytendur eru sólgnir í ýmiskonar erlendar landbúnaðarafurðir, sem ekki er möguleiki á að framleiða hér á landi. Hér er því eftirspurn á báða bóga sem á að bregðast við. Þeir sem hræðast breytingar hafa iðulega teflt íslenskum landbúnaði og íslenskri verslun fram sem andstæðing- um, sem er af og frá. Því þó verslunin vilji, eins og fleiri, sjá breytingar á núverandi landbúnaðarkerfi vill hún hag hefðbundins landbúnaðar sem mestan. Sameiginlegt hagsmunamál okkar er að auka tollkvóta í báðar áttir og hér á land- búnaðurinn og verslunin að sækja fram í sameiningu og þrýsta á stjórnvöld. Ef rétt er á málum haldið er langlíklegast að nið- urstaðan verði hagfelld fyrir landbúnað- inn, verslunina en ekki síst íslenska neyt- endur. Svo maður sletti – en þó ekki skyrinu, „win- win“ fyrir alla aðila. Sækjum fram í sameiningu VERSLUN Margrét Kristmannsdóttir Formaður Samtaka verslunar og þjónustu ➜ Þeir sem hræðast breytingar hafa iðulega tefl t íslenskum land- búnaði og íslenskri verslun fram sem andstæðingum. Nýsköpunarsjóður tónlistar – Musica Nova Styrkir vegna starfsársins 2014 Sjóðurinn auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar í tónlist. Flytjendur og tónleikahaldarar geta sótt um styrk til að panta tónverk og skal styrk- fjárhæðin aðeins notuð til þess. Umsækjendur ábyrgjast frumflutning verksins. Í umsókn skal taka fram: - höfund tónverks - tímalengd verks - flytjendur - hljóðfæraskipan - áætlaða tímasetningu frumflutnings - upphæð sem sótt er um Þá skal fylgja fjárhagsáætlun verkefnisins sem og ferilskrá umsækjanda (flytjanda/tónleikahaldara) Umsóknir berist til: Nýsköpunarsjóðs tónlistar – Musica Nova Laufásvegi 40 101 Reykjavík Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 3. mars 2014 (póststimpill gildir) Nýsköpunarsjóður tónlistar er styrktur af Heimsmarkaðsvernd fyrir fisksala Guðbjörg Glóð Logadóttir, fisksali í Fylgifiskum, gerir ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um heims- markaðsvernd á matvælum að umræðuefni á Facebook-síðu sinni. Ekki kannast Guðbjörg Glóð við að fisksalar eða bjórframleiðendur njóti þessarar verndar. „Gengið hrundi og fiskverð flaug upp úr öllu valdi. Frábært fyrir útflutn- inginn og íslensku þjóðina en þungur baggi fyrir fisksala og íslenska neytendur,“ segir hún og bætir við að Fylgi- fiskar kaupi innlendan bjór til að styrkja inn- lenda framleiðslu en bjórframleiðendur þurfi að greiða tolla og gjöld. „Ég auglýsi hér með eftir „heims- markaðsvernd“ fyrir íslenska fisksala og bjórframleiðendur. Svona af því hún virðist vera í boði fyrir „alla mat- vælaframleiðendur í heiminum“ ef marka má æðsta mann þjóðarinnar,“ segir Guðbjörg Glóð. Pantaða skýrslan Ríkisstjórn Íslands sem er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu pantaði skýrslu um stöðu aðildarvið- ræðna við Evrópu- sambandið hjá Hagfræði- stofnun Há- skóla Íslands og tekur fullt mark á því sem í henni stendur. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa fengið Alþjóðamála- stofnun Háskóla Íslands til að gera úttekt á Evrópusambandinu og aðildarviðræðunum og er skýrsla væntanleg innan skamms. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var spurður hvort hann ætlaði að skoða þá skýrslu áður en hann tekur endanlega ákvörðun varðandi Evrópusambandið. „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB,“ sagði ráðherrann. Greinilega ekki sama hver pantar hvar. johanna@frettabladid.is S kýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið og þróun þess er, eins og við var að búast, ekkert tímamótaplagg. Þar kemur ekkert nýtt fram um viðfangsefnið, þótt gagnlegt sé að fyrirliggjandi fróðleikur og staðreyndir séu dregnar saman. Bæði andstæðingar og fylgjendur þess að Ísland klári aðildar- viðræðurnar við ESB geta því sótt sér röksemdir í skýrsluna. Andstæðingarnir eru byrjaðir að gera sér mat úr því að skýrslu- höfundar telji að erfitt geti verið að ná fram varanlegum undan- þágum frá sjávarútvegs- eða landbúnaðarstefnu Evrópusam- bandsins. Að sama skapi geta fylgjendurnir bent á þau for- dæmi sem rakin eru í skýrslunni um að löggjöf Evrópusambands- ins sé breytt til að koma til móts við hagsmuni nýrra aðildarríkja, eins og gert var þegar sérstök lausn um „heimskautalandbúnað“ var samþykkt fyrir Svíþjóð og Finnland og sérlausn í sjávarútvegi fyrir Möltu. Svo geta menn bent á margítrekaðar yfirlýsingar ESB um að „aðild Íslands að ESB myndi hafa veruleg áhrif á sameigin- legu fiskveiðistefnuna“, eins og framkvæmdastjórnin orðaði það 2010 þegar hún mælti með að viðræður við Ísland yrðu hafnar, og að ríkur pólitískur vilji sé fyrir að finna lausn sem taki tillit til sérstöðu Íslands. Það má líka hafa í huga að ekkert ríki, sem hefur samið við ESB, hefur átt jafnríkra hagsmuna að gæta í sjávarútvegi. ESB hefur engan hag af því að gera aðildarsamning sem gengur gegn grundvallarhagsmunum nýs aðildarríkis. En þetta er umræða sem hefur farið fram áður og mun sjálf- sagt halda áfram. Kjarni málsins hér er að skýrslan svarar alls ekki til dæmis þeirri spurningu hvort Ísland gæti fengið sérlausn- ir í sjávarútvegs- eða landbúnaðarmálum. Skýrsluhöfundar segja beinlínis að það sé erfitt að meta, af því að viðræður um þessi mál voru ekki hafnar og samningsafstaða Íslands lá ekki fyrir þegar gert var hlé á viðræðunum. Eina leiðin til að fá svar við þeirri spurningu er að klára aðildarviðræðurnar. Skýrslan svarar því síður fleiri stórum spurningum á borð við það hvaða kosti Ísland á í gjaldmiðilsmálum, ef tvíhliða upptaka evrunnar verður útilokuð með því að slíta aðildarviðræðunum og skella dyrunum að ESB í lás. Skýrsla Hagfræðistofnunar er ekki heldur neinn Salómons- dómur um stofnana- eða efnahagsþróun í ESB. Þar er raunar komizt að þeirri niðurstöðu að aðildarríkin séu fullvalda og verið sé að vinna gegn meintum lýðræðishalla, sem kemur sjálfsagt einhverjum á óvart hér í fullkomna lýðræðisríkinu með óskerta fullveldið. Og það verður heldur ekki séð að efnahagslíf í ESB stefni lóðbeint til glötunar, sem líka gæti komið á óvart í sumum afkimum íslenzkrar Evrópuumræðu. Á heildina litið er skýrsla Hagfræðistofnunar alltént alls ekki rökstuðningur fyrir því að eina leiðin í málinu sé að slíta aðildar- viðræðunum. Hún inniheldur miklu fremur rök fyrir því að halda eigi aðildarferlinu áfram, með það að markmiði að íslenzka þjóðin geti fengið að sjá hvað er í boði. Til þess þarf að sjálfsögðu að stefna að aðild að Evrópusambandinu. En þjóðin á síðasta orðið – og fordæmin sýna að svarið getur orðið bæði já og nei. Skýrsla Hagfræðistofnunar breytir litlu: Stóru spurning- unum ósvarað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.