Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 10
19. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Gott rval notaðra b la staðnum. Komdu heims kn eða skoðaðu heimas ðuna; www.hyundai.is / notaðir b lar. S mi 575 1200 ALLT AÐ 80% FJ RM GNUN PORSCHE CAYENNE S Árgerð 2007, ekinn 73 þús. bensín, sjálfskiptur Verð 6.390.000 KIA SPORTAGE EX 4x4 Árgerð 2013, ekinn 37 þús. dísil, sjálfskiptur Verð 5.590.000 TILBOÐSVERÐ: 5.150.000 kr. NISSAN QASHQAI SE Árgerð 2013, ekinn 35 þús. bensín, sjálfskiptur Verð 5.190.000 TILBOÐSVERÐ: 4.890.000 kr. TOYOTA YARIS TERRA Árgerð 2013, ekinn 45 þús. bensín, beinskiptur Verð 2.590.000 TILBOÐSVERÐ: 2.350.000 kr. Hyundai i10 GL Árgerð 2011, ekinn 82 þús. bensín, beinskiptur Verð 1.190.000 TILBOÐSVERÐ: 990.000 kr. HYUNDAI GETZ GLS Árgerð 2008, ekinn 87 þús. bensín, beinskiptur Verð 1.290.000 TILBOÐSVERÐ: 990.000 kr. TOYOTA PRIUS HYBRID Árgerð 2011, ekinn 22 þús. bensín, sjálfskiptur Verð 3.950.000 TILBOÐSVERÐ: 3.590.000 kr. HYUNDAI TILBOÐSVERÐ 5.490 þús. HYUNDAI NOTAÐIR NEW THINKING. NEW POSSIBILITIES. Kaupt ni 1 Nr. 130621 Nr. 120353 Nr. 120349 Nr. 141644 Nr. 120346 Nr. 120340 Nr. 130782 Fiskikóngurinn www.fiskikongurinn.is NÝ VERSLUN HÖFÐABAKKI 1 VERIÐ VELKOMIN Sogavegi 3 Höfðabakka 1 TILBOÐIÐ GILDIR ALLA VIKUNA SKÓLAMÁL „Ísland og Finnland hafa algera sérstöðu þegar kemur að jöfnuði í skólakerfinu,“ segir Óskar Níelsson, sérfræðingur hjá Náms- matsstofnun. Hann segir að þetta sé eitt af því sem komi mjög skýrt fram í PISA-könnuninni sem birt var í desember. „Það eru nánast engin tengsl á milli læsis og þjóðfélagsstöðu nem- enda,“ segir hann. Í PISA-könnuninni kemur meðal annars fram að hér á landi ríkir mikill jöfnuður í tækifærum grunn- skólanemenda til menntunar nánast óháð þjóðfélagsstöðu foreldra. Þegar litið er á allt landið skýr- ir þjóðfélagsstaða heimilis 7,7 pró- sent af breytileika í læsi nemenda á stærðfræði, 6,3 prósent af breyti- leika í lesskilningi og 7,5 prósent af breytileika í læsi á náttúrufræði. Tengsl milli þjóðfélagsstöðu og læsis sé helst að finna í skólum á höfuðborgarsvæðinu en þau tengsl séu mjög lítil í alþjóðlegu samhengi. Mæling OECD á þjóðfélagsstöðu samanstendur af þremur þáttum, virðingarstöðu starfs foreldra, menntunarstigi foreldra og efna- hag þeirra. Í PISA-könnuninni voru nemend- ur spurðir um störf foreldra sinna og eðli starfanna og það skoðað í tengslum við frammistöðu þeirra á prófinu. Í Hollandi, Ungverjalandi, Belgíu og Tyrklandi er mikill munur á skól- um en lítill munur á getu nemenda innan skóla. „Frammistaða nemend- anna í þessum löndum skýrist frek- ar af þjóðfélagsstöðu foreldranna en öðrum þáttum,“ segir Óskar og bendir á að þessu sé þveröfugt farið í Finnlandi og á Íslandi. Þar sé lítill munur á milli skóla en mikill munur á getu nemenda innan hvers skóla. Þjóðfélagsstaða foreldr- anna í þessum löndum hafi lítið að segja um frammistöðu nemendanna í PISA-könnuninni. Fyrir OECD-ríkin í heild skýrir þjóðfélagsstaða foreldra 14,6 pró- sent af breytileika í læsi nemenda á stærðfræði og hvergi innan OECD er hlutfallið lægra en á Íslandi, eða 8,8 prósent. „Mitt persónulega mat er því að við séum að standa okkur einna best í heiminum hvað varð- ar jöfnuð til náms,“ segir Óskar. johanna@frettablaðið Læsi er óháð þjóð- félagsstöðu nemenda Hvergi í heiminum er jafn mikill jöfnuður í skólakerfinu og á Íslandi og í Finn- landi. Í þessum löndum er lítill munur á skólum en mikill munur á getu nemenda innan hvers skóla. Í Hollandi og Ungverjalandi er þessu þveröfugt farið. PISA Samkvæmt könnuninni er hér lítil fylgni á milli þjóðfélagsstöðu nemenda og frammistöðu þeirra í stærðfræði, lestri og náttúrufræði. FRÉTTABLAÐIÐ /VILHELM Í PISA-könnuninni kemur fram að jöfnuður milli grunnskóla hér á landi er með því mesta sem gerist í heiminum, aðeins Finnar standa sig betur. þetta þýðir að skólarnir eru svipaðir en getustig nemenda innan hvers skóla mismunandi. Í hverjum skóla eru mjög góðir nemendur en líka slakir. Norðurlöndin raða sér í efstu sæti þessa lista sem lítur svona út: Finnland, Ísland, Svíþjóð, Noregur og Danmörk. Á hinum endanum eru svo þjóðir þar sem skólarnir eru ólíkir. Þar er mikill munur á milli skóla en getustig nemendanna innan hvers skóla er svipað, það er nemendur í hverjum skóla standa sig annaðhvort vel eða illa. Mesti munurinn er í Hollandi, þá kemur Ungverjaland, Belgía, Tyrkland og Slóvenía. Líkir skólar og ólíkir nemendur Mitt persónulega mat er því að við séum að standa okkur einna best í heiminum hvað varðar jöfnuð til náms. Óskar Níelsson, sérfræðingur hjá Námsmatsstofnun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.