Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 42
19. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGUR | SPORT | 22 86 & 96 Einar Kristinn Kristgeirsson (rásnúmer 86) og Brynjar Jökull Guðmundsson (96) keppa í stórsvigi klukkan 07.00 í dag. 50,10 Fiðluleikarinn Vanessa-May frá Taílandi varð í 67. og síðasta sæti í stórsvigi í gær. Hún var rúmum 50 sekúndum á eft ir sigurvegar- anum Tina Maze. VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR SOCHI 2014 STJÖRNUR DAGSINS Hollendingar halda áfram að gera það gott í skautahlaupi á leikunum í Sotsjí. Í gær unnu þeir þrefalt í 10.000 m skautahlaupi karla en sigurvegari var hinn 28 ára gamli Jorrit Bergsma sem kom í mark á glæsilegu Ólympíumeti. Sven Kramer fékk silfur og Bob de Jong gull. Kramer hafði stefnt að sigri í greininni en hann var dæmdur úr leik í henni á leikunum í Vancouver árið 2010 eftir að hafa farið eftir röngum fyrirmælum þjálfara síns. Hann á þó gull í 5.000 m skautahlaupinu í Sotsjí en í þeirri greinn vann Bergsma brons. DAGSKRÁ ÞRIÐJUDAGUR Tina Maze frá Slóveníu varð fyrsta konan í 42 ár til að vinna gull í bæði bruni og stórsvigi á sömu Ólympíuleikum en hún vann sigur í síðarnefndu greininni í gær. Maze hefur átt erfitt upp- dráttar í vetur en stefndi að því að toppa á leikunum. „Allt tímabilið gekk út á að sýna mitt besta hér,“ sagði hún í gær. Anna Fenninger frá Aust- urríki fékk silfur og hin þýska Viktoria Rebensburg brons. TINA MAZA STÓRSVIGSKONA JORRIT BERGSMA SKAUTAHLAUPARI06.55 Stórsvig karla - fyrri ferð 08.00 Íshokkí karla: Svíþjóð - Slóvenía (Sport 4) 09.00 Samhliða snjóbrettasvig (Sport 3) 10.30 Stórsvig karla - seinni f. 11.40 Sprettganga liða (Sport 3) 12.30 Íshokkí karla: Fin.-Rús. 14.25 Skíðaskotfimi (Sport 3) 15.00 Snjóbretti 15.00 Krulla karla (Sport 5) 17.00 Íshokkí karla 17.00 Íshokkí karla (Sport 3) 17.20 Bobsleðar (Sport 4) 22.15 Samantekt frá degi 11 SPORT FÓTBOLTI Lærisveinar Arsene Weng er geta varla fengið stærra verkefni en í kvöld þegar þeir fá Evrópumeistara Bayern München í heimsókn á Emirates í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meist- aradeildarinnar. Þeir mæta þá mikl- um sigurvegurum, á miklu skriði og við aðstæður þar sem Arsenal hefur kolfallið síðustu ár. Bayern München hefur aðeins tapað einum leik frá því í júlí, er með sextán stiga forskot í þýsku deildinni og handhafi fimm titla, þar á meðal Meistaradeildarbikarsins sem liðið vann á Wembley í fyrravor. „Við vitum að við erum að mæta sigurstranglegasta liðinu í keppn- inni. Það sem við höfum hins vegar fram yfir Bayern er að við höfum bara spilað stóra leiki í Meistara- deildinni og enska bikarnum á þessu tímabili. Við höfum því þurft að vera hundrað prósent í öllum leikjum,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Það eru liðnir tólf mánuðir síðan þessi lið mættust af sama tilefni, á heimavelli Arsenal í fyrsta leik í sextán liða úrslitum. Þá tapaði Arsenal fyrri leiknum 1-3 á heima- velli og var nánast úr leik. 2-0 sigur í seinni leiknum dugði ekki og Ars- enal var þriðja árið í röð úr leik í sextán liða úrslitunum. Tvisvar á þessum þremur árum hefur liðið tapað á móti verðandi meisturum (Barcelona 2011) og tvö síðustu ár hefur stórslys í fyrsta leik gert strax út um vonir liðsins því fyrir tveimur árum tapaði Arsenal 4-0 í fyrri leiknum á móti AC Milan. Arsene Wenger segir lið sitt hafa þroskast mikið á þessu eina ári. „Við erum miklu sterkari andlega en fyrir ári. Í fyrra höfðum við tapað bikarleik á móti Blackburn í leiknum á undan en núna unnum við Liverpool og erum allir staðráðnir í að vinna þennan leik,“ sagði Wen- ger. Bayern var komið í 2-0 eftir 22 mínútur í leiknum í fyrra. „Við töpuðum á útivallarmörkum í fyrra og það sýnir okkur hversu mikilvægt það er að fá ekki á sig mark á heimavelli. Hver einasta mínúta mun skipta máli í þessum leik og við vitum það,“ sagði Weng- er. Leikur Arsenal og Bayern hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma verður leikur AC Milan og Atlético Madrid sýnd- ur á Stöð 2 Sport 3. ooj@frettabladid.is Hvað hefur breyst á einu ári? Arsenal hefur dottið út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar undanfarin þrjú ár og verkefni kvöldsins er af erfi ðari gerðinni þegar Evrópumeistarar Bayern München mæta á Emirates. ARSENAL Í SEXTÁN LIÐA ÚRSLITUM MEISTARADEILDARINNAR UNDANFARIN TVÖ TÍMABIL FYRRI LEIKUR -6 (1-7) 2013 Bayern (heima) 1-3 tap 2012 AC Milan (úti) 0-4 tap SEINNI LEIKUR +5 (5-0) 2013 Bayern (úti) 2-0 sigur 2012 AC Milan (heima) 3-0 sigur STÓÐ TÆPT Lokaspretturinn í 15 km skíðaskotfimi var æsispennandi. Norð- maðurinn Emil Hegle Svendsen fagnaði of snemma og gerði sér ekki grein fyrir því að Martin Fourcade frá Frakklandi var nálægt því að skjóta sér fram úr við marklínuna. Sigur Svendsens var svo staðfestur á myndum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FYRSTA GULLIÐ David Wise frá Bandaríkjunum vann sigur í skíðafimi í hálfpípu í Sotsjí í gær en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Vetrarólympíuleikum. Hann fékk 92 stig fyrir sigurferð sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.