Fréttablaðið - 19.02.2014, Síða 15

Fréttablaðið - 19.02.2014, Síða 15
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 19. febrúar 2014 | 20. tölublað | 10. árgangur Um 5,3 milljónir tölva seldar Sala á Playstation 4 (PS4) leikjatölvunni fer vel af stað og hafa selst um 5,3 milljónir eintaka. Leikjatölvan fer í sölu í Japan þann 22. febrúar næstkomandi en japanska fyrirtækið Sony fram- leiðir tölvuna og er eftirvæntingin því mikil þar í landi. Sony gerði samkvæmt breska vefnum The Tele graph ráð fyrir að selja um fimm milljónir eintaka af PS4 fyrir lok mars. Með þessu áfram- haldi telja sérfræðingar að Sony eigi eftir að ná tíu milljónum eintaka undir lok ársins. Helsti keppinauturinn, Microsoft, hefur selt 3,9 milljónir eintaka af leikjatölvunni Xbox One. - sáp FLEIRI SEÐLA- BANKASTJÓRA? Forsætis- og fjármálaráðherrar gefa misvísandi skilaboð um fjölgun seðlabankastjóra. SÍÐA 4 STAFRÆN PRENTUN! Umgjörð: Lindberg Spirit Linda Ólafsdóttir Umgjörð: Lindberg 1800 Kristín Jóna Hilmarsdóttir FAGMENNSKA FYRST OG FREMST ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER AF UMGJÖRÐUM Spá hærri raunstýrivöxtum Greining Íslandsbanka spáir því að raunstýrivextir verði mun hærri á þessu ári en þeir hafa að jafnaði verið frá árinu 2008. Nýjasta verðbólguspá og út- reikningar bankans gera ráð fyrir ríflega þriggja prósenta raunstýrivöxtum að jafnaði á árinu. Árið 2013 voru vextirnir að jafnaði tvö prósent og tvö árin þar á undan voru þeir nálægt núlli. „Hækkandi raunstýrivextir merkja að aðhaldið í peningastjórnuninni hafi aukist. Er nú svo komið að nær allur slakinn er horfinn úr peningastjórn- uninni,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka frá því í gær. - hg Vilja ekki Netfl ix í Frakklandi Forstjórar stærstu einkareknu sjónvarpsstöðva Frakklands vilja að ríkið grípi í taumana svo að erlendir keppinautar komist ekki á þarlendan markað. Ástæðan er sú að Netflix og fleiri hyggj- ast bjóða upp á þjónustu sína þar í landi á næstu misserum. Forstjórar TF1, Canal+ og M6 hafa lýst yfir miklum áhyggjum og óskað eftir fundi með Aurelie Filipetti menningarmálaráðherra til að ræða aðkallandi aðgerðir til að endurskipu- leggja geirann. Segjast þeir hafa miklar áhyggjur af umróti sem hlotist geti af tilkomu nýrra aðila sem hafa verið leiðandi í að bjóða upp á afþreyingarefni heimshorna á milli. Þá gagnrýna þeir harðlega viðleitni þessara fyrirtækja til að lágmarka skatt- greiðslur sínar, sem þeir segja vera fráleita. - js

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.