Fréttablaðið - 19.02.2014, Page 13

Fréttablaðið - 19.02.2014, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 19. febrúar 2014 | SKOÐUN | 13 Dagskrá fundarins 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.13. gr. í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Tillaga um framlengingu heimildar stjórnar til aukningar hlutafjár, skv. 15.1. gr. í samþykktum félagsins. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með nægilegum fyrirvara til að unnt sé að tilkynna málið á dagskrá sem lögð verður fram viku fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 16.00 föstudaginn 7. mars 2014. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins, www.nyherji.is. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðis- réttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð b) greitt atkvæði skriflega Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur stjórnar eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins frá og með 28. febrúar 2014, kl. 16.00. Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins viku fyrir fundinn, 7. mars 2014, kl. 16.00. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um framboð til stjórnar á heimasíðu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á www.nyherji.is. AÐALFUNDUR NÝHERJA HF. 2014 Föstudaginn 14. mars kl. 16.00 í ráðstefnusal félagsins Borgartúni 37 E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 6 6 8 Reykjavík, 18. febrúar 2014. Stjórn Nýherja hf. Nýherji hf. • Borgartúni 37 • www.nyherji.is Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur í mjólk- uriðnaðinum, hafa einka- sölustöðu í skjóli ofurtolla. Verðlagning mjólkurvöru er undanþegin samkeppnis- lögum. Verð á neyslumjólk, smjöri, ostum og undan- rennudufti er sett undir svokallaða verðlagsnefnd búvara. Væntanlega er þeirri nefnd ætlað að koma í veg fyrir að vinnslustöðv- arnar misbeiti stöðu sinni á mjólkurmarkaðnum. Skoðum það. Verðlagning undanrennudufts Undanrennuduft er mikilvægt hráefni í matvæla- og sælgætis- iðnaði. Þann 18. september 2013 ákvað verðlagsnefnd búvara verð á undanrennudufti. Litlir aðilar á mjólkurmarkaði, sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við ris- ana, þurfa að borga 758 krónur á kílóið. Sælgætisframleiðendur og aðrir matvælaframleiðendur sem ekki eru í beinni samkeppni við ris- ana á markaðnum borga aðeins 645 krónur á kílóið. Undanrennuduft flutt frá Evr- ópu til Íslands myndi kosta um 520 krónur á kílóið á hafnarbakkanum áður en það yrði tollað. Með ofur- tollum kostar kílóið af undanrennu- duftinu 754 krónur, eða nákvæm- lega nógu mikið til að það borgi sig ekki fyrir aðila í samkeppni við mjólkurrisana að flytja það inn! Tilviljun? Varla! Verðlagning osta Ostur er ekki jafn stöðluð vara og undanrennuduft. Því er verðsam- anburður erfiður. Kúabændur bera gjarnan saman verð á 45% osti og á Cheddar-osti, en auðvelt er að nálgast uppboðsmarkaðsverð fyrir þann ost. Gildandi heildsöluverð verðlags- nefndarinnar á 45% osti er 1.146 krónur á kílóið. Innfluttur Chedd- ar frá Evrópu myndi kosta 622 krónur kílóið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eftir tollafgreiðslu væri kílóverðið hins vegar orðið 100% hærra, eða um 1.238 krónur, eða akkúrat nógu hátt til að það borgi sig alls ekki fyrir innflutningsaðila að fara í samkeppni við mjólkurr- isana. Tilviljun? Varla! Verðlagning smjörs Smjör hefur langt geymsluþol og er stöðluð vara rétt eins og undan- rennuduft. Sem neysluvara hefur smjör óheppilega eiginleika vegna efnasamsetningar og vegna þess hversu hart það er við ísskápshita- stig. Margir nota þess vegna feiti unna úr jurtaolíum í stað smjörs. Eftirspurn eftir smjöri er þess vegna mjög næm fyrir verðbreyt- ingum. Þetta setur sitt mark á verðlagninguna! Verðlagsnefndin hefur ákveðið að smjör skuli kosta 624 krónur kílóið. Það er talsvert lægra verð en ótollað innflutt smjör myndi kosta nú. Með tollum væri verð á innfluttu smjöri 1.514 krónur kílóið, eða 140% hærra en ótollað smjör! Við verðlagningu á smjöri hefur verð- lagsnefndin væntanlega í huga að heildsöluverð á viðbiti úr sojaafurð- um er 300-500 krónur kílóið. Tilviljun? Varla! Verðlagning rjóma Í grein í Fréttablaðinu 15.1. 2014 sýndi ég að rjómalítrinn ætti að kosta 250-300 krónur sé miðað við heildsöluverð smjörs. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð rjóma skuli vera 624 krónur. Tilviljun? Varla! Verðlagningarregla verðlags- nefndar búvara Verðlagsnefnd búvara virðist fylgja þeirri reglu við ákvörðun heild- söluverðs mjólkurvöru að halda verði hverrar afurðar eins háu og markaðurinn leyfir hverju sinni. Og ofurtollafyrirkomulagið gefur býsna mikið svigrúm fyrir vörur á borð við undanrennuduft, rjóma og ost, en minna fyrir smjör! Séu tölur skoðaðar aftur í tím- ann helst þetta mynstur. Verð á innlendu undanrennudufti og inn- lendum ostum er nálægt því verði sem væri á samskonar ofurtolluð- um innfluttum varningi. Verð á smjöri er 10-25% hærra en verð á viðbiti úr jurtaolíum. Verð á rjóma er í hæstu hæðum. Ekki verður með nokkru móti séð að verðlagningarregla verðlags- nefndar búvara sé frábrugðin þeirri verðlagningu sem risarnir á mjólkurmarkaðnum myndu beita væru þeir einráðir um verðlagn- inguna. Stór samtök launþega eiga full- trúa í verðlagsnefndinni. Þessir fulltrúar sitja stundum hjá þegar verð mjólkurvöru er hækkað. En sú hjáseta stök markar ekki stefnu! Mjólkurrisarnir hafa sýnilega haft sitt fram og hafa þvingað verð á mjólkurvöru í hæstu hæðir. Ofurtollaðar mjólkur- vörur á ofurverðum NEYTENDAMÁL Þórólfur Matthíasson Prófessor í hagfræði við HÍ ➜ Ekki verður með nokkru móti séð að verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara sé frábrugðin þeirri verðlagningu sem ris- arnir á mjólkurmark- aðnum myndu beita væru þeir einráðir um verðlagninguna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.