Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 23
VINNUVERND MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Kynningarblað Vinnueftirlitið, Verkfræðistofan EFLA og vinnuverndarvikan 2014. Nú standa yfir framkvæmdir á svoköll-uðum Lýsisreit. Fyrsti hluti fram-kvæmdanna felst m.a. í sprenging- um í grunni húss sem þar verður byggt. Þessar sprengingar hafa valdið íbúum og starfsmönnum í nærliggjandi húsum ónæði og sumir telja að tjón hafi orðið á eignum. Af þessum ástæðum hefur fjöldi kvartana bor- ist Vinnueftirlitinu. Starfsmenn Vinnueftirlitsins hafa frá 13. janúar sl. farið alls fjórum sinn- um í eftirlitsheimsóknir í kjölfar kvart- ana vegna sprenginga á Lýsisreitnum auk þess sem þeir hafa tekið þátt í fund- um sem haldnir hafa verið með íbúum, framkvæmdaaðilum og byggingafulltrúa. Farið hefur verið yfir niðurstöður titr- ingsmælinga og skoðuð bor-, hleðslu- og sprengiplön fyrir sprengingarnar. Til að fylgjast með framkvæmd sprenginganna hefur Vinnueftirlitið farið fram á viku- legar útskriftir mælinga meðan á fram- kvæmdum stendur. Í tengslum við framkvæmdirnar hefur verið komið fyrir tveimur mælum er mæla bylgjuhraða og tíma á milli sprengiraða. Mælarnir, sem staðsettir hafa verið eftir framvindu verksins, hafa sýnt að sprengingar þær er framkvæmdar hafa verið eru innan þeirra marka sem reglugerð nr. 684/1999 um sprengiefni gerir ráð fyrir. Þar eru mörk sett fyrst og fremst út frá hættu á skemmdum en ekki sérstaklega öðrum þáttum eins og upplif- un og ónæði þeirra er búa og vinna innan áhrifasvæðis sprenginganna. Í ljósi kvartana og upplifunar íbúa á svæðinu taldi Vinnueftirlitið rétt að skoð- aðar yrðu leiðir til að minnka „sprengjuafl- ið“ í samráði við framkvæmdaraðila verks- ins. Við því hefur Þingvangur ehf., sem er framkvæmdaraðili verksins, orðið jafnvel þó af því hljótist aukinn kostnaður. Það er von Vinnueftirlitsins að með þeim breyt- ingum er gerðar hafa verið á skipulagi og hleðslu við sprengingar á Lýsisreitnum verði öryggi gegn skemmdum betur tryggt og óþægindi minni en áður var. Sprengjuaflið minnkað á Lýsis- reitnum að beiðni Vinnueftirlits Framkvæmdir standa yfir á svokölluðum Lýsisreit og felst fyrsti hluti framkvæmdanna í sprengingum í grunni. Íbúar hafa kvartað yfir ónæði og telja að tjón hafi hlotist á eignum. Vinnueftirlitið hefur beðið framkvæmdaraðila að minnka sprengjuaflið. Vonast er til að með breytingunum verði öryggi gegn skemmdum betur tryggt. MYND/GVA Vonast er til að með breytingunum verði öryggi gegn skemmdum betur tryggt. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.