Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 16
 | 2 19. febrúar 2014 | miðvikudagur Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ÖSSUR 13,5% frá áramótum REGINN 3,5% í síðustu viku MESTA LÆKKUN MAREL -13,5% frá áramótum MAREL -6,1% í síðustu viku 3 7 3 Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins Miðvikudagur 19. febrúar ➜ Vinnumarkaður í janúar 2013➜ Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis Fimmtudagur 20. febrúar ➜ Vísitala byggingarkostnaðar fyrir mars 2014 ➜ Fjármál ríkissjóðs á greiðslugrunni Föstudagur 21. febrúar ➜ Mánaðarleg launavísitala í janúar 2014 ➜ Greiðslujöfnunarvísitala í mars 2014 ➜ Vísitala kaupmáttar launa í janúar 2014 ➜ Vísitala lífeyrisskuldbindinga í janúar 2014 Þriðjudagur 25. febrúar ➜ Samræmd vísitala neysluverðs í janáur 2014 ➜ Fiskiskipastóllinn í árslok 2013 ➜ Viðskipti með atvinnuhúsnæði í janúar ➜ Ársuppgjör Vátryggingafélag Íslands hf. 2013 ➜ Ársreikningur HS Orku 2013 birtur Miðvikudagur 29. febrúar ➜ Nýskráningar og gjaldþrot í janúar 2014 ➜ Ársuppgjör Fjarskipta 2013 birt dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Aflaverðmæti íslenskra skipa á fyrstu ellefu mán- uðum síðasta árs dróst saman um rúmlega 7,1 millj- arð króna á milli ára, eða 4,6 prósent. Veiðar á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs skil- uðu 143,9 milljörðum króna í aflaverðmæti en 151 milljarði á sama tímabili 2012, samkvæmt frétt sem Hagstofa Íslands birti á vef sínum í gær. Þar segir að aflaverðmæti botnfisks hafi verið tæplega 85,2 milljarðar króna og dregist saman um 5,1 prósent. Þar af skiluðu veiðar á þorski 43,4 milljörðum, sem var samdráttur um 5,4 prósent frá fyrra ári, og ýsuveiðar 11,2 milljörðum, sem var 4,9 prósenta samdráttur. Verðmæti uppsjávarafla nam tæpum 44,4 millj- örðum króna og dróst saman um 4,1 prósent frá fyrra ári. Aflaverðmæti loðnu nam 15,6 milljörðum, og jókst um 18,2 prósent, og verðmæti kolmunna jókst um 9,4 prósent, var tæplega þrír milljarðar króna. - hg Um 144 milljarðar fengust fyrir afla íslenskra skipa á fyrstu ellefu mánuðum 2013: Samdráttur upp á 7,1 milljarð AFLANUM LANDAÐ Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 0,8 prósent milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Samningurinn þýðir að við munum sjá um upplýsingakerfi bresku samtakanna á öllum þeim stöðum þar sem breski herinn er með aðsetur, hvort sem það er í Þýskalandi, Afganistan, á Falk- landseyjum eða um borð í bresk- um flugmóðurskipum,“ segir Eyj- ólfur Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarlausna Advania. Fyrirtækið gerði í lok janú- ar samning við bresku samtökin NAAFI (The UK Navy, Army and Air Force Institutes), sem sjá um veitingaþjónustu og rekstur smá- söluverslana fyrir breska herafl- ann, um að Advania hýsi, reki og endurskipuleggi allt upplýsinga- kerfi NAAFI. Samningurinn gild- ir til ársins 2019 og virði hans er um einn milljarður króna. „Samtökin ákváðu á síðasta ári að gjörbylta sínu upplýsingakerfi því það þótti of stórt og dýrt. Farið var í útboð sem við tókum þátt í og þar vorum við langhlut- skörpust. Við erum að leysa af hólmi tuttugu manna tölvudeild NAAFI með því að sinna störf- unum hér á Íslandi með færra starfsfólki.“ Hugbúnaður upplýsingakerf- isins er nú hýstur í Thor Data Center, gagnaveri Advania. Eyjólfur segir stjórnendur NAAFI hafa lagt mikla áherslu á að hugbúnaðurinn yrði geymdur í gagnaveri sem notar endurnýjan- lega orkugjafa. „NAAFI voru stofnuð af breska hernum árið 1921 en er í dag eins konar sameignarfélag sem rekur veitingastaði, verslan- ir, keilusali og aðra þjónustu fyrir breska hermenn. Eitt af kerfun- um sem samtökin kaupa af okkur, Navision, heldur utan um allan þeirra fjárhag, innkaup og posa- viðskipti. NAAFI voru áður með sex til sjö kerfi en Navi- sion kom í stað þeirra allra.“ Eyjólfur segir samn- inginn vera mikilvægt skref fyrir innlend upp- lýsingafyrirtæki. „Það hefur stundum verið sagt að það sé erf- itt að reka svona almenn tölvukerfi frá Íslandi út af fjar- lægðum. En þarna erum við að reka hefðbundin kerfi sem eru öll staðsett á Íslandi og fara í gegn- um þær gagnatengingar sem eru í boði frá landinu. Og þetta bara svínvirkar sem er ótrúlega gott dæmi um að það er hægt að reka svona kerfi frá Íslandi.“ Kerfi Advania í flug- móðurskipum Breta Advania mun sjá um upplýsingakerfi bresku samtakanna NAAFI sem reka veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu fyrir breska herinn. Samningurinnn gæti skilað um einum milljarði króna. SAMIÐ Gestur G. Gestsson forstjóri Advania og Reg Curtis forstjóri NAAFI þegar samningurinn var undirritaður. MYND/ADVANIA EYJÓLFUR MAGNÚS KRISTINSSON UPPLÝSINGATÆKNI Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Actavis plc, móðurfélag Actavis á Íslandi, hefur keypt bandaríska lyfjafyrirtækið Forest Labora- tories fyrir 25 milljarða dala, sem svarar til rúmlega 2.830 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að kaup- in gangi í gegn um mitt ár og að sameiginleg velta árið 2015 verði um fimmtán milljarðar dala, um 1.700 milljarðar króna. Samein- ingin á ekki að hafa áhrif á starf- semi Actavis á Íslandi. „Gangi kaupin í gegn, samein- ast þau tvö lyfjafyrirtæki heims sem eru að vaxa hvað hraðast á sérlyfjasviði,“ segir í tilkynn- ingu Actavis á Íslandi. Þar segir að lyfjum í þróun muni fjölga verulega. Forest Laboratories er með höfuðstöðvar í New York í Banda- ríkjunum og hefur sérhæft sig í sérlyfjum og frumlyfjum. Paul Bisaro, stjórnarformaður og for- stjóri Actavis-samstæðunnar, mun leiða fyrirtækið áfram en Brent Saunders, forstjóri Forest Laboratories, tekur sæti í stjórn félagsins. - hg Sameiningin gæti skilað Actavis plc um 1.700 milljarða króna ársveltu árið 2015: Kaupir Forest á 2.830 milljarða ACTAVIS Kaupin eru háð samþykki yfirvalda og hluthafa. NORDICPHOTOS/AFP *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Atlantic Airways (DKK) 144,00 -5,9% 0,0% Bank Nordic (DKK) 119,00 -8,5% 0,0% Eimskipafélag Íslands 248,50 -5,2% -2,0% Fjarskipti (Vodafone) 29,00 6,4% -3,5% Hagar 43,20 12,5% 0,5% Icelandair Group 18,55 1,9% -3,1% Marel 115,00 -13,5% -6,1% N1 18,80 -0,5% 0,3% Nýherji 3,65 0,0% 0,0% Reginn 16,40 5,5% 3,5% Tryggingamiðstöðin 30,10 -6,1% -1,6% Vátryggingafélag Íslands 10,56 -2,1% -0,8% Össur 260,00 13,5% -2,6% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.229,15 -2,4% -2,8% First North Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 14,00 5,7% 0,0% HB Grandi 24,00 9,1% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,22 0,0% 0,0% Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.