Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 6
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 ÚRVALSFÓLKSFERÐIR Tenerife 2. – 21. maí ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19, KÓP. | S. 585 4000 Úrvalsfólk (60+) Best Tenerife Hálft fæði innifalið VERÐ FRÁ 231.900 KR. á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli. Brottför: 2. maí Heimkoma: 21. maí. La Siesta Hálft fæði innifalið VERÐ FRÁ 228.000 KR. á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli. Brottför: 2. maí Heimkoma: 21. maí Skemmtanastjóri á Tenerife Kjartan Trausti Skemmtanastjóri á Benidorm Jenný Ólafsdóttir VIÐSKIPTI Orkuveita Reykjavíkur skilaði 3.350 milljóna króna hagn- aði á síðasta rekstrarári sam- kvæmt uppgjöri sem kynnt var í gær. Árið áður var 2.295 milljóna króna tap á rekstrinum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitunnar, segir fyrirtækið hafa styrkst hratt og með föstum tökum á rekstrinum hafi tekist að bæta afkomuna frá ári til árs. „Rekstur- inn er stöðugt að batna og er orðinn mjög góður,“ segir hann. Komi ekki til óvæntra áfalla segir hann líta út fyrir að rekstur Orkuveitunnar sé kominn í gott jafnvægi. „Árið 20 09 hefði tekið 19 ár að greiða niður al lar skuldir fyrirtækisins með EBITDA- afgangi, en núna erum við komin niður í 7,1 ár.“ Unnið er samkvæmt áætlun frá árinu 2011, Planinu, um að bæta markvisst fjárhag Orkuveitunnar og er árangur ársins 2013 tæplega 3,3 milljörðum króna yfir mark- miðum tímabilsins. Planið miðar við að afla 51,3 milljarða króna fyrir árslok 2016, en eftir árið 2013 hafa markmið í raun náðst að 82 prósentum. Heildar árangur Plansins er 5,1 milljarður umfram markmið tíma- bilsins 2011 til 2013. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er sala höfuðstöðva Orku- veitunnar á Bæjarhálsi. - óká Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um tæpa 3,4 milljarða króna á árinu 2013 samkvæmt uppgjöri: OR gæti greitt niður skuldirnar á sjö árum Ár Rekstrartekjur Kostnaður EBITDA Hagnaður/tap 2013 39.209 13.126 26.084 3.350 2012 37.905 12.861 25.044 -2.295 2011 33.626 12.391 21.235 -556 2010 27.916 13.964 13.951 13.729 2009 26.013 13.042 12.970 -2.516 UPPGJÖR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR BJARNI BJARNASON ORKUMÁL Tillögur að nýjum virkjanakostum til meðferðar við 3. áfanga rammaáætlunar eru ekki síst til að kanna hugar- far landsmanna gagnvart orku- nýtingu. Tillögur um nýja kosti eru allar frá Orkustofnun komn- ar og því engar óskir frá orkufyr- irtækjum að baki þeim. Nokkrar tillögur markast af staðsetningu vegna veikleika í meginflutnings- kerfi raforku. Kristinn Einarsson, yfirverkefn- isstjóri auðlindanýtingar hjá Orku- stofnun, útskýrir að 43 tillögur um virkjanakosti af 91 hafi komið frá orkufyrirtækjum. Af þeim sendi Orkustofnun 42 áfram til umfjöll- unar verkefnisstjórnar. Aðrir af 91 virkjanakosti koma frá Orkustofn- un, og þar af 27 nýir. „Það er æskilegt fyrir verkefna- stjórnina að hafa sem flesta kosti með; að þeir spanni allt litrófið. Bæði góðir og slæmir hvort sem það varðar hagkvæmni eða umhverfis- lega þætti,“ segir Kristinn og bætir við að Orkustofnun hafi talið að auka þyrfti fjölbreytni virkjunar- kosta í vatnsafli. Bæði hvað varðar stærð, að minni kostir kæmu inn, og svo vegna staðsetningarinnar. „Dreifikerfi raforku er of veikt til að senda orku hvert sem er,“ segir Kristinn. Hann játar því að virkjan- ir í Hofsá og Hafralónsá á Norðaust- urlandi séu nærtækt dæmi vegna stöðu raforkuflutninga á því svæði. Kristinn segir að virkjanakost- irnir séu þeir vænlegustu sem birt- ir voru í Hvítbók iðnaðarráðuneytis- ins frá árinu 1994, þar sem gefið var yfirlit um orkukosti á sínum tíma. „Við bættum svo við tveimur kost- um í vindorku til viðbótar við hug- myndir Landsvirkjunar. Annars vegar Þröskuldum vegna þess að það skortir orku á Vestfjörðum, og einnig við Þorlákshöfn. Þar vildum við láta skoða hvort menn vilja vind- myllur á láglendi nálægt byggð,“ segir hann og bætir við að þann- ig séu tillögurnar hugsaðar til að kanna viðhorf landsmanna til orku- nýtingar. „Það er okkar lögbundna hlutverk að leggja lista tillagna fyrir verk- efnastjórnina og við tökum í sjálfu sér enga afstöðu til þeirra að öðru leyti,“ segir Kristinn. Hann segir að rammaáætlun sé á skipulagsstigi og smáatriði ekki til umfjöllunar; það falli undir umhverfismat framkvæmda. Mein- ingin með rammaáætlun sé því að lágmarka kostnað. „Menn geti strax sagt að einn eða annar kostur komi ekki til greina. Hlutverkið er að grófsigta virkjanakostina.“ svavar@frettabladid.is Kanna viðhorfið til orkunýtingarkosta Nýir virkjanakostir til meðferðar í 3. áfanga rammaáætlunar eru allir frá Orku- stofnun komnir. Af 91 tillögu komu 43 frá orkufyrirtækjum. Nokkrar tillögur markast af takmörkunum á flutningi raforku, segir sérfræðingur Orkustofnunar. Orkustofnun sendi verkefnastjórn þriðja áfanga rammaáætlunar bréf 10. mars þar sem lagður er fram 91 virkjunarkostur til umfjöllunar. Þar er um að ræða 49 virkjunarkosti í vatnsafli, 38 kosti í jarðvarma auk fjögurra vindorkuvera. Um 34 virkjunarkosti í vatnsafli og 30 í jarðvarma hefur verkefnisstjórn fjallað um áður, samtals 64 kosti. Nýir kostir eru 15 í vatns- afli, átta í jarðvarma og fjórir í vindorku, eða 27 samtals. Orkustofnun að baki EGNT FYRIR LAX Stóra-Laxá í Hreppum er einn þeirra virkjanakosta sem Lands- virkjun vill láta skoða. FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR SVEITARSTJÓRNIR Borgarráð hefur samþykkt að veita framhalds- skólanemum aðgang að sund- laugum og listasöfnum borgar- innar án endurgjalds á meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur frá og með 28. mars. Í tilkynningu segir að Reykja- víkurborg vilji stuðla að virkni og bættri lýðheilsu nemenda þótt starfsemi skólanna falli niður. Bæjarráð Kópavogs tilkynnti einnig í vikunni að nemum yrði boðið í sund, ókeypis bókasafns- kort og á valda tónleika. - bá Nemar í kennaraverkfalli: Fá frítt í sund og á listasöfn KJARAMÁL Málshöfðun Félags for- stöðumanna ríkisstofnana, FFR, á hendur kjararáði var þingfest á fimmtudaginn. Félagsmenn sam- þykktu að stefna ráðinu vegna launamála á félagsfundi í febrúar síðastliðnum. „Í rauninni finnst okkur að kjara- ráð fari ekki að settum reglum og lögum,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og félagsmaður í FFR, um málshöfðunina. „Þaðan er stuðn- ingurinn við stefnuna tilkominn.“ Félagar í FFR tóku á sig tímabundna launalækkun til tveggja ára í kjölfar falls bankakerfisins árið 2008 sem nam fimm til fimm- tán prósentum. Lækkunin átti upphaflega að ganga að fullu til baka 1. desember 2010 en kjararáð dró launa- hækkunina fram í október 2011. „Við erum ekki að vefengja lögin um lækkunina,“ segir Steingrím- ur Ari. „Við teljum að þessi launa- lækkun sem var fram- kvæmd vegna inngrips stjórnvalda hafi staðið lengur en efni stóðu til.“ Félagsmenn vilja því fá leiðréttingu á launum sínum til samræmis við kjör annarra sem gegna sambærilegum störfum. „Málið er að við höfum engan verkfallsrétt,“ segir Steingrímur. „Við eigum allt undir því að kjararáð fari eftir settum reglum.“ - bá Málshöfðun Félags forstöðumanna ríkisstofnana gegn kjararáði þingfest: Ekki farið eftir settum reglum STEINGRÍMUR ARI ARASON Allar tölur eru í milljónum króna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.