Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2014, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 22.03.2014, Qupperneq 18
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Í viðtali í Fréttablaðinu 20. mars um árangur nemenda í skólum lýsir Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að birta fleiri niðurstöð- ur um árangur nemenda til að bæta skólastarf, það sé tímaskekkja að gera það ekki. Af ummælunum má skilja að Þorbjörg Helga vilji tengja saman laun kenn- ara og árangur nemenda eða úthlutun á fjármagni til skóla við árangur skólans – að ákvarðanir um hærri launapotta þurfi að réttlæta með birtingu gagna um árangur. Þetta er rök- stutt með tilvísan í PISA-rann- sóknir. Það er margt að athuga við það sem þarna kemur fram og að mínu mati óskiljanlegt hvern- ig draga má þessa ályktun út frá niðurstöðum PISA. Reyndar tel ég þær tillögur sem Þorbjörg setur fram beinlínis vinna gegn góðu skólastarfi því margir samverkandi þættir hafa áhrif á námsárangur barna – árang- urstenging launa er ekki einn af þeim. Ég dreg hér fram megin- rök í fimm liðum. ■ Félagslegur bakgrunnur nem- enda hefur sterkustu tengslin við árangur, skiptir þar mestu viðhorf foreldra til menntunar sem og væntingar þeirra til barna sinna. ■ Það er margt sem bendir til að grunnur sem lagður er í leik- skóla og í fyrstu bekkj- um grunnskóla hafi áhrif á árangur (t.d. á læsi) við lok grunnskóla. Líta má á árangur við lok grunn- skóla sem afrakstur af 10–14 ára námsferli nem- andans í leik- og grunn- skóla. Á þetta er bent m.a. í skýrslum um PISA 2012. ■ Margoft hefur verið bent á að það að bein- tengja laun einstakra kennara við árangur nemenda sé bæði rangt og órökrétt (sbr. það sem nefnt er hér að framan). Margir kenn- arar koma að kennslu hvers barns í gegnum alla skóla- gönguna. ■ Bestu skólakerfi heims eru þau sem leggja áherslu á jöfn- uð þannig að félagsleg staða nemenda hafi ekki áhrif á möguleika þeirra til góðrar menntunar. Árangurstenging launa ógnar þessu þar sem hætt er við að börn sem eru líkleg til að fá lágar einkunnir verði ekki velkomin í viðkom- andi skóla. ■ Samstarf innan skóla og á milli skóla hefur sýnt sig að vera sterkur áhrifaþáttur við mat á gæðum og árangri. Fagfólk vinnur saman að því að finna bestu lausnirnar og miðlar þekkingu og hugmynd- um. Góður árangur er háður því að næsti kennari, skóli eða skólastig vinni líka vel. Það að etja skólum saman hverjum gegn öðrum í samkeppni um fjármagn vinnur gegn slíku samstarfi og þar með mikil- vægum möguleika til að efla skólastarf. Við þetta má bæta varnaðar- orðum um hvernig megi eða megi ekki túlka niðurstöð- ur ýmissa alþjóðlegra rann- sókna. Skólafræðingarnir Har- greaves og Shirley (2012) taka saman einkenni á þeim skóla- kerfum sem hafa komið hvað best út í alþjóðlegum saman- burði, í bók sinni The Global fourth way. Aukin samkeppni og samanburður milli kennara eða skóla er ekki þar á meðal. Þvert á móti leggja bestu skóla- kerfin áherslu á jöfnuð og góða kennsluhætti fyrir alla nem- endur. Birting á niðurstöðum um árangur nemenda mun á engan hátt stuðla að bættu skólastarfi og því síður tengsl launa eða fjármagns við árangursmæl- ingar. Slíkt er tímaskekkja og tíðkast ekki í þeim skólakerfum sem koma best út í alþjóðlegum samanburði. Árangurstengdar greiðslur til kennara eru tímaskekkja! Það þarf ekki að setja for-seta Íslands flóknar eða viðamiklar reglur um hvernig hann höndlar utan- ríkismál Íslands á erlend- um vettvangi, þvert ofan í orð Össurar Skarphéðins- sonar. Gildandi stjórnar- skrá, virðing fyrir þverpóli- tísku hlutverki talsmanns þjóðarinnar, almenn skyn- semi og samstarf við utan- ríkisráðuneytið dugar nógu vel. Sé þessu bland- að saman á hlutlægan hátt blasir við hvað forseti segir á alþjóðavettvangi um einstök stefnu- mál sem sitjandi ríkisstjórn hefur afgreitt – eða fyrri ríkisstjórnir – hafi sú nýjasta ekki breytt út af fyrri og ríkjandi stefnu. Hann útskýrir þau og minnir á að þar sé um að ræða samþykkta afstöðu ríkisstjórnar og Alþingis. Hann fer gjarnan yfir deilur og ólík sjónarmið innanlands ef því er að skipta, eða segir frá því að um stefnuna ríki sátt í meginatriðum. Ef á hann er gengið með hans eigin skoðun útskýrir hann hlutverk for- seta sem ekki felst í stefnumót- un utanríkismála heldur sé það nær því að ýta undir umræður og ákvarðanir í utanríkismálum jafnt sem öðrum málaflokkum. Vissulega hefur forsetinn mál- frelsi, eins og utanríkisráðherra bendir á. Hann hefur mörg tæki- færi til að velta upp ólíkum skoð- unum, jafnt sínum sem öðrum, en hann veit hvenær slíkt á við og hvenær ekki. Hann leggur ekki persónulega skoðun sína á umdeildum málum fram á alþjóða- fundum, í erlendum fréttavið- tölum um Ísland eða heimsmál- um eða opinberum heimsóknum. Til þessa fást margvísleg önnur tækifæri. Rangar hugmyndir Hugmyndir um sérstaka utanríkisstefnu forseta Íslands eru rangar. Þess vegna vakti það athygli (og ég andmælti því) þegar sitjandi forseti sagði sem svo fyrir síðustu kosningar að æskilegt teldist að sam- hljómur væri með utan- ríkisstefnu forseta og rík- isstjórnar. Þar kom glöggt fram að hann lítur öðrum augum á sitt silfur en margur maðurinn og alveg örugglega meirihluti Alþing- is. Sérhverjum forseta Íslands verð- ur stundum boðið að halda ræðu um norðurslóðamálefni á háskóla- ráðstefnum eða mannamótum þar sem hinir skipuðu fulltrúar Íslands í Norðursheimskautsráðinu eða skyldum stofnunum eru ekki form- legir þátttakendur, eða að minnsta kosti ekki virkir ræðumenn. Hann heldur sína ræðu og skýrir stefnu landsins í málefnum norðurslóða, setur fram hugmyndir um úrbætur eða nýjungar, viðrar ef til vill gagn- rýni sem heyrst hefur eða hvaðeina sem hann getur fært almenn rök fyrir. Hann tekur þátt í umræðum ef til þess er ætlast. Komi að því að einhver sambæri- lega boðinn ræðumaður setur fram skoðun sem forseta líkar ekki, er ekki sjálfgefið að hann mótmæli þeim. Þar kemur til álita að segja ekkert, upplýsa um stefnu Íslands ef það á við eða vísa til skipaðra landsfulltrúa. Þegar allt kemur til alls gildir að forseti Íslands er talsmaður og verjandi þorra lands- manna en ekki sjálfs sín. Ekki fl ókið verkefni RENAULT CLIO RS – CUP CHASSIS Vél: 1,6 Turbo 147 kW/200 hestöfl og 240 Nm við 1,750 snúninga á mínútu „Dual Clutch Race“ kúpling, 6 gírar með þremur akstursstillingum Normal, Sport eða Race 18” álfelgur - Rafstýrð driflæsing - „Launch Control“ - RS sportsæti - RS innrétting með lituðum saumum og sætisbeltum - 7” fjölmiðlunarlitaskjár - Hljómtæki með „Arkamys 3D sound“ og Renault „Bass Reflex“ hátalara- „Bluetooth“ - Lyklalaust aðgengi - Handfrjáls símabúnaður. Verð 4.990.000 kr. www.renault.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 0 2 9 BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar, Reykjanesbæ, 420 0400 – Bílasalan Bílás, Akranesi, 431 2622 – Bílasala Akureyrar, Akureyri, 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands, Egilsst., 470 5070 – IB ehf., Selfossi, 480 8080 FRUMSÝNING Í DAG FRÁ 12–16 FORSETINN Ari Trausti Guðmundsson var meðal fram- bjóðenda til forseta kjörs 2012 ➜ Birting á niðurstöðum um árangur nemenda mun á engan hátt stuðla að bættu skólastarfi og því síður tengsl launa eða fjármagns við árangursmælingar. Slíkt er tímaskekkja … MENNTUN Anna Kristín Sigurðardóttir lektor við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.