Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 28

Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 28
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Ekki þarf að fara mörgum orðum um það sem er að gerast í Úkraínu þessa dagana. Kosningarnar á Krímskaga um síðustu helgi fóru fram í skugga rússnesks herliðs, sem gefur ærna ástæðu til að tortryggja úrslitin. Engu að síður er Krímskagi nú hluti af Rúss- landi en ekki Úkraínu, í trássi við vilja stjórn- valda í Kænugarði. Margir óttast að Krímskagi sé aðeins upphafið – næst taki Pútin til hendinni í öðrum ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjun- um. Moldóva er oft nefnd og víst er að í nánustu samstarfsríkjum Norðurlanda, Eistlandi, Lett- landi og Litháen, er mörgum órótt. Alla vega er á ferðinni óvissuástand í þessum heimshluta sem ekki á sér hliðstæðu frá upplausn Sovétríkj- anna og lokum kalda stríðsins. Draumur Kreml- verja um einhvers konar endurnýjun Sovétríkj- anna birtist heimsbyggðinni ljóslifandi og Pútín er táknmyndin. Gagnrýnendur saka Pútín um endurtekna einræðistilburði sem lýsi sér í því að hann virði að vettugi kosningalög um leið og hann þaggar niður í þeim sem eru honum ósammála í mikil- vægum málefnum. Þrátt fyrir það virðast vin- sældir Pútíns í heimalandinu haldast nokkuð stöðugar, þó að hann hafi sætt nokkurri gagn- rýni fyrir umdeild lög gegn samkynhneigðum þar sem samkynhneigðum pörum er bannað að ættleiða börn og blátt bann er lagt við því að ræða „óhefðbundin sambönd“ við ungmenni. Þessi lagasetning varð kveikjan að útbreiddri fordæmingu sem lýsti sér meðal annars í því að margir sniðgengu Ólympíuleikana í Sotsjí, sem haldnir voru fyrr á þessu ári. Pútín hefur sætt gagnrýni fyrir meðferð Rússa á pólitískum föngum, en hann hefur aldrei veigrað sér við að taka umdeildar ákvarðanir, hvort sem þær varða utanríkisstefnu eða innanlandsmál. Alþjóðasamfélagið, og þá sérstaklega vestræn ríki, hafa deilt harðlega á Pútín fyrir stuðning hans við forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Sú gagnrýni reis hæst þegar al-Assad var sagður hafa notað efnavopn gegn uppreisnar- mönnum. Þegar Bandaríkin hótuðu að ráðast inn í Sýrland hafði Pútín milligöngu um samn- inga á milli Sýrlands og Bandaríkjanna um að stjórn Assads léti efnavopnin af hendi. Í ágúst 2013 veitti Pútin svo uppljóstraranum Edward Snowden pólitískt hæli. Samband Rússlands við Bandaríkin hefur verið stirt í gegnum árin og ekki batnar ástandið. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Pútín hefur sýnt að hann er reiðubúinn til að gera hluti sem flestir töldu hann ekki reiðubúinn til að gera. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, um Pútín 20. mars 2014 7. október, 1952 Vladimir Pútín fæddist í Sankti Pétursborg, sem þá hét Leníngrad. 1975 Pútín gekk í raðir KGB-leyniþjón- ustunnar, leyniþjónustu Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins. 1991 Pútín hóf feril sinn sem skrifstofu- blók í borgarráðinu í Leníngrad. Þremur árum síðan var hann orðinn hægri hönd borgarstjóra Leníngrads, Anatolys Sobchak. 1996 Flutti með fjölskyldunni til Moskvu, þar sem hann kleif metorðastigann í ríkisstjórn Boris Yeltsin. 1998 Pútín var gerður að yfirmanni Federal Security Service, leyniþjón- ustunnar sem varð til eftir að KGB leið undir lok. 1999 Boris Yeltsin gerði Pútín að for- sætisráðherra landsins og tilnefndi hann arftaka sinn í forsetastól. 31. desember 1999 Yeltsin hætti í pólítík, öllum að óvörum. Mars 2000 Pútín, sem var sitjandi forseti eftir að hann tók við keflinu af Yeltsin, var kjörinn forseti í lýðræðislegum kosningum. 2004 Pútín var endurkjörinn í skjóli mikils uppgangs í efnahagslífinu, sem að mestu mátti þakka hækkandi verði á olíu. Hann hélt vinsældum sínum en stjórnar- skráin bannaði honum að fara fram í þriðja sinn. 2008 Í stað þess að stíga til hliðar fékk Pútin traustasta bandamann sinn, Dimitry Medvedev aðstoðarforsætis- ráðherra, til að bjóða sig fram. Hann vann kosningarnar og gerði Pútin að forsætisráðherra. 2012 Medvedev kláraði kjörtímabilið og steig til hliðar, en Pútín bauð sig aftur fram til forseta. Medvedev varð forsætisráðherra undir Pútín. Tugir þúsunda Rússa mótmæltu á götum úti, og töldu úrslitin byggjast á svindli og bolabrögðum. LÍFSHLAUP Pútín átti tvo yngri bræður sem létust ungir, en hann ólst upp við fátækt í St. Pétursborg, sem þá var Leníngrad. Pútín og foreldrar hans deildu lítilli íbúð með tveimur öðrum fjölskyldum og meðal bernskuminninga Pútíns er að veiða rottur í stigaganginum heima hjá sér. Fyrrverandi eiginkona Pútíns heitir Lyudmila Shkrebneva, en hún var flugfreyja hjá innanlandsflug- félagi í Rússlandi þegar þau giftu sig. Þau gengu í hjónaband árið 1983 en árið 2013 tilkynntu þau að þau væru að skilja. Þá voru þau stödd á ballett- sýningu, La Esmeralda, og blaðamaður nálgaðist þau eftir fyrsta þátt ballett- sins. Blaðamaðurinn spurði af hverju forsetahjónin sæjust svo sjaldan saman opinberlega – Pútín svaraði ein- faldlega: „Það er vegna þess að við erum að skilja.“ Á heimasíðu Pútíns segir Lyudmila um Pútín. „Það eru fáir feður jafn umhyggjusamir og hann,“ en saman eiga þau tvær dætur, Mariu, fædda 1985 og Katerinu, fædd 1986. Þær hafa haldið sig fjarri sviðsljósi fjölmiðla og sjást sjaldan opinberlega. Þær sóttu háskóla þar í landi undir leyninöfnum. Ekki er vitað hvað þær fást við eða hvar þær búa. Tekur föðurhlutverkið alvarlega Hver er Vladimír Pútín? Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri, ekki síst undanfarnar vikur í ljósi innlimunar Krímskaga. Erfitt er að henda reiður á ólíkindatólinu Pútín, en undir vel snyrtu yfirborðinu leynist margbrotinn einstaklingur. Pútín er ófeiminn við að stilla sér upp fyrir framan myndavélar, einkum við íþróttaiðkun, sem gefur honum yfir- bragð hreysti og karlmennsku. Hann hefur sérstakan áhuga á bardaga- íþróttum, er með svart belti í karate, auk þess sem hann er afreksmaður í júdó. Hann situr gjarnan fyrir ber að ofan og er líklega fremsta ljósmynda- fyrirsæta í hópi þjóðarleiðtoga – til- gangurinn er greinilega að sveipa sig ljóma ofurhetjunnar. Þess á milli gætir hann þess að ljósmyndarar séu á ferðinni þegar hann rennir sér á skíðum. Pútín er einnig sagður mikill dýra- vinur, en hann lætur gjarnan mynda sig í bak og fyrir með hundum, hest- um og jafnvel tígrisdýrum. Afreksmaður í íþróttum og fyrirsæta ÍMYND KARLMENNSKUNNAR Vladimír Pútín á hestbaki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY UMMÆLI ÞJÓÐARLEIÐTOGA UM PÚTÍN Ef þetta hljómar kunnug- lega, þá er það vegna þess að því svipar til þess sem Hitler gerði á fjórða áratug síðustu aldar. Hillary R. Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna um Pútín, 5. mars 2014 Ég er ekki viss um að hann sé í tengslum við raun- veruleikann. Hann er í öðrum heimi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, um Pútín 3. mars 2014 Hann er eins og krakki sem situr aftast í kennslustof- unni og leiðist. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, um Pútín 9. ágúst 2013 SLÖGG Ungur Vladimir og Lyudmila með aðra dótturina á miðjum níunda áratug síðustu aldar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.