Fréttablaðið - 22.03.2014, Page 43

Fréttablaðið - 22.03.2014, Page 43
 | FÓLK | 5 Tannlæknar mæla með GUM Original White-tannvörunum. Efnið verndar tennurnar, viðheldur almennri tannheilsu og heil- brigði tanna auk þess að tryggja að tennurnar haldi styrk sínum. „Efnið hreinsar burt gamla bletti og óhreinindi og fyrirbyggir nýja bletti. Tennurnar fá sinn upprunalega lit aftur,“ segir Birna Gísladóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Ice- care, en markmið þess er að bjóða upp á breitt vöruval af tannvörum og heilsuvörum sem bæta heilsu viðskiptavina á hagstæðu verði. „GUM er sérstök blanda sem er varin einka- leyfi sem hreinsar betur en bleikiefni. Varan inniheldur hins vegar engin bleikiefni en þau geta skaðað náttúru- lega vörn tanna. Slípimass- inn er svo agnarsmár að hann eyðir ekki upp glerjungi eins og mörg önnur hvíttun- artannkrem geta gert,“ segir hún. „GUM geta allir notað að staðaldri, bæði tann- kremið og munnskolið innihalda mik- ið flúor,“ segir Birna. Allir í fjölskyldunni geta notað GUM Original White, því að efnin fara vel með tennurnar, tannholdið og slímhúðina í munnholinu. Gæði tannkrema frá GUM eru mikil og því getur fólk notað miklu minna magn í hvert skipti þegar tannburstað er, þar sem tannkremið er mjög drjúgt og nýtist túpan því lengur en venju- lega. Það er óþarfi að setja mikið, nota aðeins smávegis á burstann í hvert skipti sem burstað er, það dugar í hverja tannburstun. Þannig kemur verðið út á svipuðum nótum og önnur tannkrem, þar sem svo lítið magn þarf á burstann í hvert skipti. Þegar GUM Original White-tannvörurnar eru notaðar finnur fólk fyrir því að tennurnar verða meira glansandi og það myndast ósýnileg húð yfir tennurnar sem kemur í veg fyrir að tannsýkla fest- ist við þær. Við þurfum öll að hugsa um tennurnar,“ segir Birna. GUM Original White fæst í öllum apótekum, Fjarðarkaupum og versl- unum Hagkaups. TANNHVÍTTUNAREFNI SEM MÆLT ER MEÐ ICECARE KYNNIR GUM Original White-tannhvíttunarefni er öflugt munnskol og tannkrem sem gerir tennurnar hvítar og fallegar. FRÁBÆRAR VÖRUR Birna Gísla- dóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Icecare, segir að tann- læknar mæli með tann- verndarvörum frá GUM. Tannvörurnar frá HaliControl fyrir-byggja andremmu, ekki aðeins í stuttan tíma heldur hafa þær langvarandi áhrif. „Þessar vörur eru góðar fyrir alla sem eiga við andremmu að stríða,“ segir Birna Gísladóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Icecare. „Tannkremið, munnskolið og munnsog- stöflurnar koma jafnvægi á munnvatns- flæðið og koma upp eins konar húð í munni fólks. Vörurnar veita stöðuga og langvarandi kælingu og frískleika í munninum, útrýma bakteríum sem valda andremmu og innihalda flúor sem spornar gegn tannskemmdum.“ HaliControl-línan samanstendur af þremur vörum, tannkremi, munnskoli og munnsogstöflum. Tannkremið er gott og frískandi og inniheldur öflugan skammt af flúori. Munnskolið inni- heldur ekki alkóhól og er því milt en kröftugt. Það er auðvelt í notkun, það kælir og frískar og drepur bakteríur sem valda vondri lykt og hægir á vexti þeirra. Munnsogstöflurnar innihalda náttúruleg efni svo sem plöntuensím. Þær slá fljótt á andremmu sem orsakast af bakteríum í munnholi og einnig vegna matvæla og drykkja eins og hvítlauks, kaffis og áfengis. „Töflurnar eru sykurlausar með góðu mintu- og sól- berjabragði og þær eru í handhægum umbúðum sem gott er að grípa með sér þegar verið er að fara eitthvert,“ segir Birna. Að hennar sögn er HaliControl-línan einföld lausn við algengu vandamáli. „Andardrátturinn verður hreinn og frískur. Í vörunum eru efni sem veita góða vörn, eru bólguhamlandi og eyða slæmum bakteríum sem valda andremmu. Þegar fólk notar vörurnar finnur það strax hvað andardrátturinn verður frískari. Þetta er eina varan á markaðnum sem er sérstaklega mark- aðssett til að eyða andremmu. Jafnvel þótt fólk sé ekki með andremmu er gott að nota þessar vörur. Það þurfa allir að nota tannkrem, þá er alveg jafn gott að nota tannkrem sem hefur víðtækari virkni. Auk þess láta allar vörurnar fólki einfaldlega líða betur.“ HaliControl- tannvörurnar fást í öllum apótekum, Fjarðarkaup- um og Hag- kaupsversl- unum. ÖFLUG FORMÚLA GEGN ANDREMMU HALICONTROL-TANNVÖRUR veita vörn gegn andremmu, algengu vanda- máli. HaliControl framleiðir tannkrem, munnskol og munnsogstöflur. Birna Gísladóttir, sölustjóri hjá Icecare, segir að Yes-sleipiefnin séu hönnuð af tveimur konum og seld í Bretlandi og víðar um heim. „Ummæli neytenda um vöruna hafa verið mjög jákvæð og hafa læknar í Bretlandi einnig mælt með því að konur sem stríða við þurrk í leggöngum noti vöruna,“ segir hún. „Yes-sleipiefnin innihalda bæði olíubasa (oil-based) og vatnsbasa (water-based) sem er hægt að nota með gúmmíverjum,“ útskýrir Birna og bætir við að einnig sé fáanlegt Yes Baby fyrir fólk í barneignahug- leiðingum. Pakkningin inniheldur bæði sleipiefni sem eru sæðisvæn og egglosunarpróf ásamt sleipi- efnum sem er gott að nota eftir egglos. Fjallað hefur verið um þetta nýja lífræna efni í mörgum helstu tímaritum í Bretlandi. Þar er meðal annars haft eftir Anne Brember, yfirhjúkrunarfræðingi á krabba- meinsdeild á Basingstoke og North Hants Hospital í Bretlandi: „Ég finn að Yes lífræna sleipi- efnalínan er kærkomin lausn fyrir skjólstæðinga okkar sem þjást af þurrki í leggöngum og á kynfæra- svæði í kjölfar krabbameinsmeð- ferðar. Konurnar upplifa efnið á þægilegan hátt á viðkvæmri slím- húðinni auk þess sem það veitir þeim þægilega öryggistilfinningu á ný í tengslum við kynlíf.“ YES-línan er sérstaklega hönnuð fyrir konur sem stríða við þurrk í leggöngum og slímhúð. ✔ YES-sleipiefnin eru unnin úr líf- rænum innihaldsefnum og hafa hlotið lífræna vottun frá The Soil Association, Bristol UK. ✔ YES-sleipiefnin innihalda engin aukaefni eða skaðleg efni sem geta verið ertandi fyrir slímhúð- ina. ✔ YES-sleipiefnin klístrast ekki og eru rakagefandi fyrir slímhúðina. ✔ YES-sleipiefnin má bæði nota innvortis og útvortis fyrir samfarir. Nánari upplýsingar eru á www.icecare.is. YES-línan fæst í apótekum og heilsuverslunum. YES LÍFRÆNT SLEIPIEFNI Konur sem eru komnar á breytingaskeiðið, hafa nýlega eignast barn, verið í meðferð við krabba- meini eða þjást af langtímaveikindum, eiga oft við þurrk í leggöngum að stríða. FYRIR ALLA Tannkremið, munnskolið og munnsogstöflurn- ar koma jafnvægi á munnvatnsflæðið og koma upp eins konar húð í munni fólks. MYND/DANÍEL
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.