Fréttablaðið - 22.03.2014, Page 44

Fréttablaðið - 22.03.2014, Page 44
FÓLK|| FÓ K | HELGIN6 Þuríður segist hlakka til kvölds-ins. Áhorfendur fái að heyra lög sem séu löngu gleymd og geymd á vínyl-plötum. „Þess vegna köllum við tónleikana „Gamalt vínyl á nýjum belgjum“,“ segir hún. Þuríður hefur fengið með sér valinkunna tónlistar- menn auk þess sem Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir og Ómar Ragnars- son leggja henni lið ásamt syni hennar, Sigurði Pálmasyni. „Ég var með tónleika í Salnum, á Siglufirði og á Akureyri fyrir þremur árum. Eftir það kom upp sú hugmynd að tefla fram tveimur kynslóðum tón- listarmanna á tónleikum og mér fannst það einstaklega spennandi. Ég ákvað í framhaldinu að rifja upp týnd lög sem hafa ekkert heyrst síðan ég söng þau inn á plötu í gamla daga en voru þekkt á sínum tíma,“ segir Þuríður. „Lög eins og Ég á mig sjálf, Ég ann þér enn, Elskaðu mig og lagið Undraheimur sem er gamalt Carpenter-lag ásamt mörgum fleirum. Öll lögin á tónleikunum eru flutt með íslenskum textum. Lögin halda sínum karakter en það er búið að útsetja þau upp á nýtt,“ greinir hún frá. GÖMLU LÖGIN Þeir sem eru komnir yfir miðjan aldur ættu að muna eftir þessum lögum úr óskalagaþáttum Ríkisútvarpsins. „Sum lögin söng ég með föður mínum, Sig- urði Ólafssyni, en önnur með Vilhjálmi Vilhjálmssyni og það er gaman að rifja þau upp,“ segir Þuríður sem hóf feril sinn aðeins 16 ára. „Áður fyrr var ég alltaf að syngja með mér eldri tónlistar- mönnum þannig að það er gaman að fara hringinn og vinna núna með yngra fólki.“ TRYGGIR AÐDÁENDUR Þuríður söng lengi í hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, einnig hefur hún sungið með Gunnari Þórðarsyni, Björgvin Hall- dórssyni að ógleymdum Vilhjálmi Vil- hjálmssyni. „Ég er búin að syngja með öllum helstu tónlistarmönnum þjóðar- innar í gegnum tíðina,“ segir hún. Aðalstarf Þuríðar er myndlistin sem er ólíkur heimi tónlistarinnar. „Mér finnst mjög skemmtilegt að detta inn í tónlistarheiminn tímabundið og hverfa svo aftur í kyrrlátu vinnustofuna mína. Þar læt ég lítið fyrir mér fara,“ segir hún. „Salurinn fylltist þrisvar síðast og það var ánægjulegt að sjá hversu marga trygga aðdáendur ég á.“ RÖDDIN HVARF Stuttu eftir tónleikana fyrir þremur árum lenti Þuríður í raddvandamálum. „Ég hélt að röddin væri farin,“ segir hún. „Síðan kom í ljós að ástæðan var bjúgur á raddböndunum vegna bakflæðis en ég hafði aldrei haft nein einkenni sem fylgja slíkum sjúkdómi, hvorki brjóstsviða né önnur meltingar- vandamál. Læknirinn sem ég heimsótti sagði að ekkert væri við þessu að gera. Ég var ekki tilbúin að kyngja því og fór til annars læknis. Sá lét mig hafa lyf og nú er ég í hörkuformi og röddin eins og best verður á kosið. Það var virkilega óþægilegt að geta ekki treyst á röddina. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í slíkum vandræðum,“ segir Þuríður og bætir við: „Ég var heppin og því er góð ástæða til að halda upp á batann núna.“ Þuríður er útivistarkona og segist vera í hörku formi. „Ég er hestakona og ég geng mikið. Við höfum æft stíft fyrir tónleikana og ég get lofað frábæru kvöldi. Með mér verða færir tónlistar- menn. Má nefna Steingrím Teague hljómborðsleikara sem hefur meðal annars spilað með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Ég valdi þá bestu af yngri kynslóðinni.“ ■ elin@365.is HÉLT AÐ RÖDDIN VÆRI FARIN ALLTAF HRESS Þuríður Sigurðardóttir stígur á svið í Salnum í Kópavogi í kvöld eftir þriggja ára hlé frá söngnum. Þuríður hélt á tímabili að hún gæti ekki sungið aftur þegar hún greindist með bjúg í raddböndum í fyrra. Núna er hún í hörkuformi. Í HÖRKUFORMI Þuríður Sigurðardóttir ætlar að rifja upp gömlu, gleymdu lögin í Salnum í kvöld. MYND/DANÍEL Heilsuhótel Íslands Lindarbraut 634 235 Reykjanesbær Sími 512 8040 heilsa@heilsuhotel.is www.heilsuhotel.is Heilsuhótel Íslands - Endurnýjanleg orka „Mér hefur aldrei liðið svona vel“. Svanhildur Guðjónsdóttir, verslunarmaður. Frábær aðstaða Á hótelinu eru 50 herbergi. Öll herbergin eru björt og góð með ljósu parketi á gólfum og sér baðherbergi. Leikfimisalur, gufubað, infra-rauður saunaklefi, heitur útipottur og sólbaðsaðstaða bjóðast gestum. Heilsunudd og ýmsar meðferðir sem vinna gegn einkennum gigtar eru í boði. Góð heilsa Að upplifa og nema hluti sem breytir lífinu með jákvæðum hætti eru markmið hótelsins. Aukin lífsorka og gleði eru gæði sem flestir sækjast eftir. Góð heilsa byggir á góðu mataræði, hreyfingu, hvíld og slökun auk jákvæðni. Sauna Kostir infra-rauðra saunaklefa hafa verið rannsakaðir. Infra-rauð ljós hita likamann með djúphitun sem hefur góð áhrif á heilsuna, eykur liðleika, minnkar verki, bólgur og bjúg. Algengustu einkenni gigtar eru stirðleiki, verkir og bólgur í liðum, vöðvum, sinum og sinafestum. Á Heilsuhóteli Íslands er lögð áhersla á þætti sem snúa að svefni, hreyfingu, hvíld og hollu mataræði. Næsta námskeiði 2. -16. maí Laugardaginn 29. mars kemur út veglegt Brúðkaupsblað með Fréttablaðinu. Fjallað verður um allt sem viðkemur Brúðkaupum og er blaðinu dreift í 90.000 eintökum. Pantið auglýsingar/kynningar tímanlega hjá Bryndísi í síma 512-5434 eða á netfangið bryndis@365.is Fréttablaðsins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.