Fréttablaðið - 22.03.2014, Page 70
FÓLK|| FÓ K | HELGIN8
Hugmyndin spratt út frá sýningu sem plakatbekkur-inn minn setti upp í Kraká
í Póllandi en þar hönnuðum við
plakat fyrir eitt af verkum Bertolts
Brecht. Mig langaði að gera eitt-
hvað svipað fyrir HönnunarMars,
og spurði Magnús Geir, þáverandi
leikhússtjóra, hvort ég mætti halda
samsýninguna í forsalnum. Hann
tók rosalega vel í þetta, og stakk
upp á því að við tækjum fyrir leik-
ritið „Furðulegt háttalag hunds
um nótt“. Það er frábær saga
sem býður upp á ríkulegt og fjöl-
breytt myndmál,“ útskýrir Fanney
Sizemore, sýningarstjóri Furðu-
legs háttalags hönnuða. Fjórtán
grafískir hönnuðir taka þátt en sýn-
ingin er samstarfsverkefni Félags
íslenskra teiknara (FÍT) og Borgar-
leikhússins. Fanney valdi saman
ólíkan hóp hönnuða sem allir
fengu bókina að lesa, handritið að
leikritinu, miða á leiksýninguna og
fund með Hilmari Jónssyni leik-
stjóra og Finni Arnari Arnarsyni,
leikmyndahönnuði sýningarinnar.
Hönnuðirnir fengu síðan frjálsar
hendur við útfærslu plakatanna.
„Það gilda að mörgu leyti sömu
lögmál þegar kemur að hönnun
plakata og annarri grafískri hönn-
un en þó er enn þá mikilvægara að
eitthvað dragi mann að. Plakötin
eru fyrst og fremst auglýsing sem
þarf að standa sterk,“ segir Fann-
ey. „Mér finnst hugmyndin að baki
skipta mjög miklu máli, að reyna
að fanga kjarna leikritsins og að
aðalskilaboðin skili sér strax.
Áhorfandinn þarf einnig að geta
staldrað við og fundið dýpri merk-
ingu í myndmálinu sem er kannski
ekki augljós við fyrstu sýn.“
FURÐULEGT HÁTTALAG
ÍSLENSK HÖNNUN Furðulegt háttalag hönnuða er yfirskrift samsýningar
fjórtán grafískra hönnuða sem opnuð verður í Borgarleikhúsinu á mánudag.
SÝNINGARSTJÓRI Fanney Sizemore smalaði saman hópi hönnuða til að vinna veggspjöld út frá leikritinu Furðulegt háttalag hunds
um nótt. Sýningin verður opnuð á mánudag í forsal Borgarleikhússins klukkan 16.
FANNEY SIZEMOREBJADDNI
JÓNAS OG ERLA
TOBBA
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
SÝNINGIN
Opnunin verður á mánudaginn 24.
mars milli klukkan 16 og 18 í for-
sal Borgarleikhússins. Sýningin
stendur til og með 1. apríl.
Hver er draumamorgun-
maturinn um helgar? Ekkert
veit ég betra en rjúkandi heitan
bolla af rótsterku kaffi, súkkulaði-
croissant og væna hrúgu af
fersku mangói, ananas og öðrum
afurðum ávaxtaheims.
Hver er yfirleitt helgar-
morgun maturinn? Það fer mikið
eftir því hvað er mikið að gera hjá
mér. Á hlaupum er það yfirleitt ekki
nema rjúkandi heitur kaffisopaling-
urinn. Þegar ég hef tíma er gjarnan
kíkt á ristað brauð, túnfisksalat og,
ef hleypur á snærið, fær rótsterkur
engifer-smoothie að fylgja.
Sefur þú út um helgar? Eins
og ég mögulega get. Vandi mig á
það á unglingsárum að sofa mikið
þegar ég get og minna (eða ekk-
ert) þegar þess þarf. Helgarnar
eru enn þá bestu færin.
Vakir þú fram eftir? Ungur
áttaði ég mig á því að ekkert væri
leiðinlegra en að fara á fætur,
nema þá helst að fara að sofa. Hef
mjög sterka hvöt til þess að hanga
fram eftir. Það er líka langbesti
tíminn til lesturs.
Færðu þér eitthvað í gogginn
á kvöldin? Ég er almennt ekki að
borða neitt seint en kaffi svolgra
ég fram í rauðan dauðann.
Ertu með nammidag? Ég
er alltof óskipulagður til að
hafa sérstakan nammidag. En
ég fæ mér yfirleitt þrist í hvert
skipti sem ég þarf að taka
bensín. Það linar pirringinn yfir
eldsneytisverði.
Hvað verður í sunnudags-
kaffinu? Planið er að brugga
nýjustu uppáhaldsguðaveigarnar,
eþíópískar kaffibaunir frá Te og
kaffi sem nefnast Bale wild forest.
Kannski maður mauli eitthvað
með, ef eitthvað verður til það er
að segja.
MEÐ KAFFI Á HLAUPUM
Óttari Proppé finnst best að fá sér súkkulaði-croissant með kaffinu um helgar.
HELGARNEYSLAN Óttarr Proppé segir
frá því hvað honum finnst best að borða
um helgar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Snyrtivörurnar frá Kardashian Beauty
er komin til landsins
Kíktu www.verdia.is
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-16
Rín Lux Tungusófi
Havana leður hornsófi 2H2
Basel leðursett 3+1+1
HELGARTILBOÐ
Þú sparar 194.906 kr.
380.900 kr.
Þú sparar 203.973 kr.
390.900 kr.
Þú sparar 151.500 kr.
99.900 kr.
Þú sparar 40.000 kr.
19.900 kr. Þú sparar 28.000 kr.
19.900 kr.
Sjónvarpsskápur Salsa Sjónvarpsskápur Cubic TV2
390.900 kr. Þú sparar 2 .973 Kr.
. kr. Þú sparar .906 Kr.
99.900 kr. Þú sparar 151.500 Kr.
19.90 kr. Þú s rar 28.000 Kr.
19.900 r. Þú spa ar 4 .000 Kr.