Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 86

Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 86
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 50 Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ODDNÝ ÓLAFSDÓTTIR PEDERSEN frá Patreksfirði, lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 7. mars sl. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd fjölskyldunnar, vina og ættingja á Íslandi, Niels Christian Pedersen Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar yndislegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HAUKS S. TÓMASSONAR jarðfræðings, Furugerði 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun og stuðning. Karitas B. Jónsdóttir Sigrún Hauksdóttir Loftur Atli Eiríksson Sigrún Jónasdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, INGVELDUR GÍSLADÓTTIR frá Vestmannaeyjum, er látin. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Eyjólfur Pétursson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI BJARNASON læknir, Njálsgötu 98, Reykjavík, lést að heimili sínu þriðjudaginn 18. mars. Útför hans verður gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.00. Sigurlaug Halldórsdóttir Margrét Skúladóttir Páll Aðalsteinn Svansson Halldór Skúlason Brynja Björk Harðardóttir Nanna Kristín Skúladóttir Ómar Örn Jónsson barnabörn og barnabarnabarn. Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi, EINAR ÞÓR EINARSSON Melgerði 19, Kársnesi í Kópavogi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. mars kl. 15.00. Steinunn Þórhallsdóttir Steinar Þór Einarsson Fannar Þór Einarsson Ágústa Ósk Einars Sandholt Einar Hróbjartur Jónsson Sólveig María Gunnlaugsdóttir Einar Halldór Gústafsson Sigríður Einarsdóttir Sigurrós Einarsdóttir Smári Hauksson Ásgeir Atli og Karen Arna Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR ÞENGILSDÓTTUR Mýrarvegi 115, Akureyri. Ásgrímur Tryggvason Tryggvi Ásgrímsson Guðrún Agnes Sigurðardóttir Arnheiður Ásgrímsdóttir Hafberg Svansson Ásrún Ásgrímsdóttir Baldvin Stefánsson Þengill Ásgrímsson Selma Hauksdóttir Hákon Ásgrímsson Anna Elín Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi, BÖÐVAR BÖÐVARSSON, húsasmíðameistari, lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 9. mars sl. Útför hans hefur farið fram. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Fyrir hönd aðstandenda, Alfreð Sturla Böðvarsson Steinunn Böðvarsdóttir Soffía Böðvarsdóttir tengdabörn og barnabörn. Ástkær konan mín, systir og mágkona, JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR Hvassaleiti 58, (áður Brávallagötu 26), sem lést 11. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. mars kl. 13.00. Óskar Margeirsson Skúli Þór Magnússon Guðrún Jóhannesdóttir Árni Magnússon „Þetta er ópera á fimmtíu mínútum. Ég ætla að fara í gegnum óperusög- una sem spannar um 500 ár á tónleik- unum,“ segir sópransöngkonan Unnur Helga Möller, sem kemur fram á tón- leikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnu- daginn. Hún ætlar að gera efnið einstak- lega aðgengilegt fyrir þá sem þekkja óperur yfir höfuð ekkert svaka- lega vel. „Margir vinir mínir þekkja óperuheiminn lítið og ætla ég að reyna gera þetta einstaklega aðgengilegt og skemmtilegt,“ bætir Unnur Helga við. Eins og fram hefur komið er hún næstum alnafna þekktrar söngkonu, Helgu Möller, en eru þær skyld- ar?„Við erum fjórmenningar og höfum hist á ættarmótum. Við höfum reyndar aldrei sungið saman en ég væri þó mikið til í að syngja með henni,“ segir Unnur Helga létt í lund. Unnur Helga er frá Akureyri og söng í tíu ár með Stúlknakór Akur- eyrarkirkju, söng í söngleikjum og með ýmsum kórum nyrðra og lauk námi við Tónlistarskólann á Akur- eyri. Hér syðra, þar sem hún býr í dag, nam hún við Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem Kristján Jóhanns- son var aðalkennari hennar. Hún fór í framhaldsnám í Leipzig og Salz- burg og hefur komið fram í ýmsum verkefnum bæði heima og erlendis, m.a. söng hún í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, Bliss, við Performa 11 hátíðina í New York. Hún er í kór Íslensku óperunnar og hefur í vetur tekið þátt í bæði Carmen og nú í Ragnheiði. Þá hefur Unnur Helga lokið námi í mannfræði og unnið meðfram söngn- um á Árbæjarsafni við að hand- mjólka kýr og strokka smjör. „Það er frábært að fá að syngja þarna og gaman að koma fram með frábærum píanóleikara,“ segir Unnur Helga um tónleikana. Með henni á tónleikunum leikur Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó- leikari. Á efniskrá eru ýmsar óperu- aríur og fer Unnur Helga lauslega í gegnum óperusöguna allt frá Caccini og síðan syngur hún aríur eftir Verdi, Mozart, Händel og endar á Menotti. „Minn helsti draumur er svo að syngja með Skálmöld Lucia Di Lamm ermoor, það væri gaman,“ segir Unnur Helga spurð út í fram- haldið. Tónleikarnir eru styrktir af Sam- félagssjóði EFLU verkfræðistofu í til- efni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og eru þeir haldnir í samstarfi við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús. Tónleikarnir eru ókeypis á meðan húsrúm leyfir, en fullt hefur verið á alla tónleika tónleikaraðarinnar Eflum ungar raddir, í vetur í þess- ari tónleikaröð. Þeir hefjast kl. 16.00 í Kaldalóni. gunnarleo@frettabladid.is Ópera á 50 mínútum Sópransöngkonan Unnur Helga Möller kemur fram á tónleikum á sunnudaginn. Þar ætlar hún að fara í gegnum 500 ára óperusöguna á fi mmtíu mínútum. FER YFIR ÓPERUSÖGUNA Unnur Helga Möller ætlar að fara yfir óperusöguna á tónleikum sínum á sunnudaginn í Kaldalóni. MYND/EINKASAFN Þetta er mjög mikilvægt fyrir starfsemi Sjónarhóls, ekki síst á þessum tímum. Algerlega ómetan- legt,“ segir María Hildiþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls, um ákvörðun Kvenfélagsins Hringsins um að veita fimm milljónir á ári til reksturs Sjónarhóls ráðgjafamið- stöðvar næstu þrjú árin. En samn- ingur um það var undirritaður nýlega. Hringurinn hefur verið einn af dyggustu bakhjörlum Sjónarhóls frá upphafi. „Þær eru ótrúlegar þessar Hringskonur,“ segir María. „Að þær skuli með handverki sínu geta gert allt það sem þær gera í þágu barna.“ Sjónarhóll veitir foreldrum barna með sérþarfir ráðgjöf og stuðning. Til hans geta foreldrar leitað með börn sín á öllum aldri með margvísleg vandamál. Þar getur verið um að ræða mál tengd skólagöngu barnsins, þörf fyrir stuðningsúrræði, félagslega erfið- leika og margt fleira. Þjónustan er endurgjaldslaus og ekki er þörf fyrir tilvísun eða greiningu. - gun Hringskonur eru alveg ótrúlegar Ákveðið hefur verið að Kvenfélagið Hringurinn styrki ráðgjafarmiðstöðina Sjónarhól, sem veitir foreldrum barna með sérþarfi r ráðgjöf, um fi mm milljónir á ári næstu þrjú árin. VIÐ UNDIRRITUN SAMNINGSINS Valgerður Einarsdóttir, formaður Hringsins, og Lára Björnsdóttir, formaður stjórnar Sjónarhóls, undirrituðu samninginn. Konur í stjórn Hringsins og María Hildiþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls, voru viðstaddar. TÍMAMÓT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.