Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 95

Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 95
LAUGARDAGUR 22. mars 2014 | MENNING | 59 Evrópa hlær nefnist kvik- myndahátíð sem hefst í Kamesi aðalsafns Borgarbókasafns í dag. Þar er fjallað, á gamansam- an og á köflum grátbroslegan hátt, um samskipti þjóðarbrota, innflytjenda og innfæddra í Evrópu. Opnunarmynd hátíðarinnar er austurríska myndin Geboren in Absurdistan (Fædd í Absúrdist- an) eftir Houchang Allahyari og Tom-Dariusch Allahyari. Meðal annarra mynda má nefna mynd- ina Helsinki– Napoli All Night Long (Helsinki – Napólí, úti alla nóttina) eftir Mika Kaurismäki og Shouf Shouf Habibi í leik- stjórn Alberts Ter Heerdt. Myndirnar eru sýndar dag- lega klukkan 15 og þá með tali á frummálum og enskum texta. Einnig er hægt að panta annan sýningartíma á einstökum myndum og er þá hægt að velja á milli ýmissa tungumála í tali og textum. Aðgangseyrir er eng- inn og allir velkomnir. Evrópa hlær OPNUNARMYNDIN Fædd í Absúrdist- an (Geboren in Absurdistan) er fyrsta myndin sem sýnd verður á hátíðinni. Fókus, félag áhugaljósmynd- ara, sýnir um þessar mundir ljósmyndir í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15. Sýningin ber heitið Borgarljóð í fókus. Félagsmenn í Fókus völdu sér ljóð á Ljóðakorti Reykjavíkur og eru ljóð og höfundur þess til- greind við hlið ljósmyndar. Fókus hefur frá stofnun félagsins, árið 1999, haldið fjöl- margar ljósmyndasýningar. Náttúra, mannlíf og landslag hafa verið aðalviðfangsefni sýn- inga félagsins í gegnum tíðina. Sýningin stendur til 30. mars. Borgarljóð í fókus UPPGJÖR VIÐ FORTÍÐINA „Ég spilaði með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í gamla daga þegar ég var í námi hérna heima,“ segir Geirþrúður Ása Guð- jónsdóttir fiðluleikari, sem leikur einleik á tónleikum sveitarinnar í Langholtskirkju í dag. „Ég mun spila fiðlukonsert eftir Men- delsohn en hljómsveitin spilar líka verk eftir Jórunni Viðar og Dvorak,“ heldur Geirþrúður áfram. „Hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar er Gunnsteinn Ólafsson og hann er mjög duglegur að halda sambandi við okkur nemendur sem erum í fram- haldsnámi erlendis og bjóða okkur að leika einleik með hljómsveitinni. Þetta er mjög mikil væg reynsla fyrir okkur og er ég mjög þakklát fyrir það tækifæri.“ Geirþrúður stundar framhaldsnám í fiðluleik í Hartt-tónlistarháskólanum í Connecticut og hyggst ljúka námi í vor. „Ég er búin að vera í framhaldsnámi í Banda- ríkjunum síðastliðin þrjú ár og hef haft nóg að gera þar. Ég verð heima fram á mánudag og fer þá beint út að undirbúa tónleikaferð með tríóinu mínu. Við ætlum að halda tón- leika í Scandinavia House í New York og í sendiráði Íslands í Washington DC þann 10. og 14. apríl.“ Geirþrúður segist endilega hafa viljað spila einhver íslensk verk á tónleikunum og því haft samband við Atla Heimi Sveinsson. „Ég hafði samband við Atla Heimi í nóvem- ber síðastliðnum og fékk hann til að útsetja ljúflingslögin fyrir tríóið mitt og hann tók mjög vel í það. Auk þess spilum við verk eftir Grieg, Sjostakovitsj og Brahms á tón- leikunum.“ Hvað tekur við að námi loknu? Ætlarðu að koma heim? „Já, ég hugsa það. Það er svo gott að vera tónlistarmaður á Íslandi því maður getur alltaf skapað sér einhver verkefni.“ fridrikab@frettabladid.is Undirbýr tónleika í New York og Washington Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fi ðluleikari leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í dag. GEIRÞRÚÐUR ÁSA „Ég verð heima fram á mánu dag og fer þá beint út að undirbúa tón- leikaferð með tríóinu mínu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI M ARINÓ FRÆÐSLUFUNDUR UM FJÁRMÁL FYRIR UNGT FÓLK 12–16 ÁRA Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, verður með skemmtilegan fyrirlestur um fjármál. Húsið verður opnað kl. 19.00 – pítsa og gos í boði. Fundurinn byrjar stundvíslega kl. 19.30. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.