Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 6
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Nýtt lyf sem verkar bæði gegn nefstíflu og nefrennsli Andaðu með nefinu Nýtt! MENNTAMÁL Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri sendi mennta- málaráðuneytinu í gær nýja rekstraráætlun fyrir árin 2014 til 2016 um hvernig eigi að takast á við erfiða fjárhagsstöðu skólans. Ágúst Sigurðsson, rektor skól- ans, segir að staðan sé þröng. „Við erum að draga saman í rekstri um 70 milljónir á ári. Fjárlagarammi okkar er 630 milljónir svo það er engin smá blóðtaka fyrir okkur.“ Haraldur Benediktsson, fyrr- verandi formaður Bændasamtak- anna og þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í NV-kjördæmi, fagnaði því að ekki yrði af sameiningu Háskóla Íslands og Landbúnað- arháskólans. Hann og aðrir þing- menn kjördæmisins funduðu með yfirstjórn skólans á miðvikudag. „Á þessum fundi með þingmönn- um Norðvesturkjördæmis lýstum við yfir miklum vonbrigðum með þetta enda viljum við samein- ast háskólanum og teljum að það sé best í stöðunni þegar til lengri tíma er litið. Ég er viss um að Haraldur Benediktsson vill okkur vel en okkur greinir á um leiðir til að takast á við framtíðina.“ Vel hefur tekist til við samein- ingar í öðrum löndum, svo sem Danmörku og Finnlandi, að sögn Ágústs. „Kollegum okkar í þeim skólum líður bara ágætlega. Það eru nýir tímar og nýjar áherslur. Ef það á að verða til nýsköpun og nýir hlutir verður að hugsa hlutina upp á nýtt og breyta. Það er ekki hægt að hjakka í sama farinu um árabil.“ - ssb Rekstraráætlun Landbúnaðarháskóla Íslands gerir ráð fyrir sjötíu milljóna króna niðurskurði á næsta ári: Rektor á Hvanneyri vill sameinast háskólanum ÁGÚST SIGURÐSSON Rektor LBHÍ er ósáttur við að fallið hafi verið frá sam- einingaráformum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL „Það borgar sig í dag fyrir fólk að greiða niður fasteigna- lán með séreignarsparnaði. Skatt- greiðendur framtíðarinnar munu hins vegar borga reikninginn og svo hefur fólk minna til ráðstöfunar á efri árum,“ segir Gylfi Magnússon, lektor við Háskóla Íslands, um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar. Það gerir ráð fyrir að fólk geti annað hvort nýtt séreignarsparnað til íbúðakaupa, eigi það ekki húsnæði, eða til að greiða niður lán. Samkvæmt frumvarpinu verður þak á því hversu háar upphæðir má nota til þessara hluta og er miðað við 1,5 milljónir á þriggja ára tíma- bili á heimili, sama hvor leiðin er farin. Nokkur umræða hefur spunnist um hvort það borgi sig fyrir fólk að nýta séreignarsparnað sinn til þess- ara hluta. Gylfi segir að það sé fundið fé að gera það því ekki þurfi að greiða skatt af þessum peningum og í sama streng tekur Marías Gestsson, aðjunkt við Háskólann og sérfræð- ingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. „Þar sem fólk greiðir ekki skatt af þessari upphæð má segja að skatt- urinn sé ávöxtun,“ segir Marías. „Ef fólk hefur ekki verið að nýta sér séreignarsparnaðinn ætti það að fara að gera það. Það er góð ákvörð- un. Launþegar leggja fram tvö pró- sent af tekjum sínum á móti jafnháu framlagi frá atvinnurekandanum,“ segir Gylfi. Hann segir að það borgi sig alltaf að greiða fasteignalánin, verðbólgu- skot breyti þar engu um. „Verðbólguskot auka ekki raun- virði láns heldur fjölgar krónunum sem menn skulda eða greiða í hverj- um mánuði, á móti kemur að hver króna er minna virði,“ segir Gylfi. Marías segir að þótt það sé skyn- samlegt að nota skattfrjálsan sér- eignarsparnað til að greiða niður lán þá komi það einhvers staðar niður. „Stjórnvöld verða að hækka skatta í framtíðinni eða að spara í ríkisbúskapnum og það hefur þá væntanlega í för með sér að ekki verður hægt að eyða jafn miklu í heilbrigðis- og skólakerfi svo dæmi séu tekin,“ segir Marías. johanna@frettabladid Næstu kynslóðir borga reikninginn Lektor og aðjunkt við Háskóla Íslands segja að stjórnvöld verði að hækka skatta í framtíðinni til að bæta sér upp tap af skattfrjálsum séreignarsparnaði. Þeir eru sam- mála um að það borgi sig að greiða niður verðtryggð fasteignalán með sparnaði. MARÍAS GESTSSON GYLFI MAGNÚSSON Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi, sagði meðal annars í Fréttablaðinu í gær að verðtryggð lán gætu hækkað á svip- stundu og þá væri allt inngreitt, þar á meðal sér- eignarsparnaðurinn, farinn. Eyjólfur segir að í tilefni af umræðu, vegna orða hans í blaðinu í gær vilji hann koma því á framfæri, talandi mannamál, að miðað við meðalverðbólgu síðastliðinna ára hafi heildarskuld á verðtryggðu láni vaxið upp í upphaflega stöðu þrátt fyrir að greitt hafi verið samviskusamlega í fimm ár. „Ég held að hinn almenni Íslendingur sem hefur verð- tryggt lán hafi fundið þetta á eigin skinni,“ segir hann. Jafnframt kvaðst Eyjólfur hvetja alla til að skoða sína stöðu og vega og meta sín mál út frá sínum eigin hagsmunum. Lánið óx í upphaflega stöðu EYJÓLFUR LÁRUSSON SÉREIGNAR- SPARNAÐUR Fræðimenn við HÍ segja skyn- samlegt að nota skattfrjálsan sér- eignarsparnað til að greiða niður verðtryggð hús- næðislán. Þeir segja hins vegar að kynslóðir fram- tíðarinnar borgi brúsann. FRÉTTABLAÐIÐ /VILHELM FJARSKIPTI Síminn býður upp á nýjar áskriftarleiðir sem eru hannaðar fyrir snjallsíma. Verðið á símreikn- ingnum ræðst af gagnamagninu sem keypt er en lengd og fjöldi símtala og sms-skilaboða hættir að skipta máli. Orri Hauksson, forstjóri Símans, telur að nýjar áskriftarleiðir muni breyta landslagi fjarskiptamarkað- arins á Íslandi til frambúðar. „Aukinn fyrirsjáanleiki einfald- ar viðskiptavinum að fylgjast með reikningnum og vangaveltur um hvað mínútan kostar hætta. Gömlu pakkarnir verða enn í boði en til lengri tíma litið held ég að mínút- ur sem einingar á símreikningnum muni hverfa,“ segir Orri. Gagnamagnið mun ráða verðinu, hægt verður að kaupa pakka sem kosta 5.990 til 8.990 krónur og greitt verður fyrir umframgagnamagn. „Viðskiptavinir fá að vita þegar þeir eru komnir að hámarkinu. Það fer svo eftir notkun og mynstri hvers og eins, hversu mikið fólk halar niður efni, hve stóran pakka það þarf.“ - ebg Síminn svarar breyttu landslagi og lætur gagnamagnið ráða verðinu: Mínútur hverfa af reikningnum ORRI HAUKSSON Forstjóri Símans telur að nýja þjónustan muni breyta landslagi fjarskiptamarkaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HÁTÍÐ Leyndardómar Suðurlands, tíu daga leyndardómsfull hátíð, hófst formlega í gær. Á hátíðinni verður boðið upp á um tvö hundruð viðburði og frítt er í strætó alla dagana. Ráðherrarnir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni Sam- taka sunnlenskra sveitarfélaga, klipptu á borða á Suðurlandsveg- inum og opnuðu þar með form- lega hátíðina. - ebg Tvöhundruð viðburðir í boði: Hátíð leyndar- dóma hafin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.