Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 26

Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 26
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Bræður munu berjast og að bönum verðast, munu systrungar sifjum spilla; hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist, mun engi maður öðrum þyrma. Þetta erindi úr Völuspá á ekki við bræðurna Snæ-björn og Baldur Ragnars-syni. Þótt þeir séu báðir í hljómsveitinni Skálmöld og geri sitt besta til að koma á skeggöld þá eru þeir mjög nánir og segjast ekki einu sinni hafa slegist sem börn. Þeir eru saman í fjölmörgum hljómsveitum, hafa unnið saman í leikhópnum Lottu og fleiri leikverkum, segjast hittast um það bil 200 daga á ári og vera í meira og minna sambandi þess á milli. Þessa dagana æfa þeir baki brotnu á Stóra sviði Borgarleik- hússins þar sem plata þeirra Bald- ur, frá 2010, mun birtast áhorfend- um í formi leikverks á föstudaginn kemur. En hvernig þróaðist þessi þungarokksplata yfir í leikhúsverk? Snæbjörn: Við höfum flestir unnið mikið í leikhúsi og það lá alltaf sú hugsun að baki Baldri að þetta væri leikverk. Hvernig það nákvæmlega þróaðist að samræður við Borgarleikhúsið hófust man ég reyndar ekki, en hugmyndin hvarf- aðist mjög hratt og nú er næstum komið að frumsýningu.“ Snæbjörn hefur skrifað nokkur leikrit og Baldur samið tónlist við þó nokkur leikverk en þeir segjast voðalega lítið skipta sér af því hvaða leið leikstjórinn, Halldór Gylfason, fari við uppfærsluna. „Allavega ekki ennþá,“ bætir Baldur við. Áður en Skálmöld varð til voru þeir bræður þekktastir sem með- limir hljómsveitarinnar Ljótu hálf- vitanna frá Húsavík, þar sem þeir ólust upp. Hvernig þróuðust þeir frá sakleysislegum þjóðlagapönkurum yfir í þungarokksjötna? Snæbjörn: „Við tveir höfum bara alltaf verið að spila tónlist. Það var mikil tónlist heima og okkur var kennt að tónlist væri bara tónlist. Ljótu hálfvitarnir voru bara enn eitt skrefið og Skálmöld eitt í við- bót. Reyndar er hugmyndin að baki eldgömul, við Björgvin, söngvari Skálmaldar, spiluðum þungarokk áður en við fengum bílpróf. Og auð- vitað kom Baldur inn í þetta með okkur þegar hann var orðinn nógu gamall. Við erum voða lítið að búa til tónlist nema hinn bróðirinn sé með.“ Baldur: „Þegar þið Björgvin voruð að spila þungarokk og pönk var ég náttúrulega bara barn. Nokkrum árum seinna ert þú flutt- ur suður og ég að spila hardcore með félögum mínum á Húsavík. Það er geysilega aggressíft tónlist- arform og skemmtilegt þannig að skrefin yfir í þungarokkið voru ekk- ert stór. Rætur okkar beggja liggja miklu nær þungarokkinu en Hálf- vitunum.“ Faðir bræðranna var skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur og þeir voru aldir upp við klassískt tón- listarnám. Kom aldrei til greina að leggja klassíkina fyrir sig? Snæbjörn: „Pabbi, og mamma reyndar líka, studdi okkur bara í því sem við vildum gera. Ef við vild- um ekki verða snillingar á fiðlu, til dæmis, þá var það bara allt í lagi og fullur stuðningur við það. Helga systir okkar er miklu meiri pæl- ari en við, hún er til dæmis góð á hljóðfæri, enda menntað tónskáld, á meðan við erum bara í þunga- rokkshljómsveit. Við fengum mjög klassískt uppeldi tónlistarlega, en skilaboðin voru samt alltaf að tónlist væri bara tónlist og það eina sem skipti máli væri að gera þetta almennilega.“ Baldur: „Við höfum ekki þenn- an metnað að vilja verða einleik- arar. Okkar tónlistaráhugi hefur alltaf legið miklu meira í því að búa til tónlist. Ég er reyndar í á bilinu sex til tíu hljómsveitum, þannig að þungarokkið er engin þungamiðja í minni tónlistarsköpun. Þetta for- dómaleysi gagnvart tónlistarteg- undinni var góður grunnur og ekki síður þau skilaboð að maður ætti að leggja sig allan í hana sama hvaða skilgreiningu hún fengi.“ Snæbjörn: „Já, og setja eitthvað nýtt í þetta, pabbi hamraði mikið á því. Ekki reyna að semja eða spila eins og einhver annar heldur alltaf að setja eitthvað af sjálfum sér í tón- listina. Það er held ég lykillinn að því hvað við erum óhræddir við að gera furðulega hluti.“ Talandi um furðulega hluti, þú ert á leið í Eurovision, hvað finnst þér um það? „Já, andskotinn, en ef það er hringt í mann og maður beðinn að syngja bakrödd með Óttari Proppé þá segir maður auðvitað bara já, annað kemur ekki til greina. Þetta verður bara skemmtilegt. Góðir drengir, gott lag og bara gleði.“ Það eru sex ár á milli bræðranna og eðlilegt að álykta að Snæbjörn hafi að einhverju leyti alið Baldur upp í tónlistinni en þeir harðneita því. Snæbjörn: „Ég var ekkert að ala hann upp og það voru aldrei nein átök á milli okkar. Við vorum strax bara voða miklir einstaklingar. Baldur fór til dæmis ekkert sömu leið og ég í tónlistinni framan af, alls ekki. Við erum líka mjög ólíkir í tónlistarhugsun í dag.“ Baldur: „Já, það er sko alveg óhætt að segja það.“ Textar Snæbjarnar við tónlist Skálmaldar hafa líka vakið athygli og þykja ólíkir því sem aðrir eru að gera. Skiptir það hann miklu máli að endurlífga gömlu bragformin? Snæbjörn: „Pabbi kenndi mér þetta allt þegar ég var lítill. Bæði bragfræði og goðafræði. Svo hrærð- ist þetta bara svona saman í höfðinu á mér. Það var mikill áhugi á goða- fræðinni, upprunanum og Íslend- ingasögunum á heimilinu, án þess að því væri neitt troðið ofan í okkur og það var í rauninni stór partur af því að Skálmöld varð til. Ég vissi frá upphafi að ég ætlaði að yrkja svona texta, um þetta efni. Mér fannst bara svo skrítið að það væri eng- inn búinn að gera þetta. Það hentar mjög vel að yrkja montið og kjarn- yrt því það syngst svo ofboðslega vel. Mér finnst líka gaman að þetta hefur orðið til þess að fólk á okkar reki og yngra er allt í einu farið að pæla í bragfræði, goðafræði og upp- runa okkar.“ Þessi áhersla á upprunann og goðafræðina hefur oft verið tengd við stefnu þjóðernissinna eða nýnasista, hefur ekkert verið reynt að klína þeim stimpli á ykkur? Baldur: „Jú, jú, það hefur verið reynt. Við höfum fengið alls konar óhróður inn á heimasíðuna okkar, en við bara hjólum í það og kæfum það í fæðingu. Það er svo himinlangt frá því sem við trúum á.“ Snæbjörn: „Það er líka óþolandi þegar einhverjir svona drullusokkar eru að reyna að eigna sér það sem maður er að gera. Þetta stendur engan veginn fyrir það sem nýnas- istar trúa á.“ Þið eruð báðir í öllum þessum hljómsveitum, Snæbjörn vinnur á auglýsingastofu frá níu til fimm virka daga, Baldur hefur verið á kafi í leikhústónlistinni. Er einhver tími til að sinna einhverjum öðrum áhugamálum? Snæbjörn: „Já, já, en þau fara nú ekkert hátt núna. Tónlistin hefur alltaf verið áhugamál númer eitt. Leiklistin hefur minnkað, en hún er nú samt alltaf bak við eyrað.“ Baldur: „Tónlistin er eina áhuga- málið sem maður getur ekki huns- að. Hún öskrar alltaf á mann og það er enginn séns að sinna henni ekki. Og með öllu þessu spileríi þá fer ekki hjá því að sófinn heima skori hátt þegar maður á frí. Ég reynd- ar lét það eftir mér að drífa mig í ferðalag, er rétt kominn heim eftir þriggja mánaða flakk um Suður- Ameríku, en svo kom maður auð- vitað bara heim aftur til að spila.“ Er ekkert erfitt að hafa svona mörg ólík pródjekt í gangi í einu? Snæbjörn: „Við eigum ekki börn, það munar miklu. Langflestir í kringum okkur, allir í Skálmöld til dæmis, eru með fjölskyldur og þurfa að sinna þeim. Við eigum bara kærustur og komum heim þegar okkur sýnist. Þær eru auðvitað frá- bærar og það þarf að sinna þeim, ekki misskilja mig, en það er auð- veldara að hagræða tímanum með kærustu en með börn.“ Baldur: „Þær eru voðalega dug- legar. Þarf ekki að hátta þær klukk- an níu og þær sjá alveg um að fá sér að borða sjálfar. En svona í alvöru þá munar það svakalega miklu að vera ekki með börn. Hinir í hljóm- sveitunum græða líka á því þar sem þeir geta verið að sinna börnunum sínum á meðan við erum að vasast í málunum.“ Þungarokk er oft tengt uppreisn unglingsáranna, sjáið þið fyrir ykkur að vera enn á sviðinu með Skálmöld um sextugt? Snæbjörn: „Já, hvers vegna ekki? Ég sé allavega ekki sjálfan mig fyrir mér að stofna ballband sem syngur bara „Ú, beibí, ég elska þig mikið.“ Baldur: „Það gildir það sama um Ljótu hálfvitana og Skálmöld. Þær eru drifnar áfram af ofboðslegum áhuga allra meðlima á því sem verið er að gera. Hálfvitarnir eru níu ára band og Skálmöld að verða fimm ára og þetta er ennþá bara ofboðs- lega skemmtilegt. Á meðan okkur finnst það get ég ekki séð nokkra ástæðu til að hætta. Það skilar sér líka til áhorfenda og ég held að stór hluti af vinsældum Skálmaldar sé því að þakka hvað við sjálfir höfum brennandi áhuga á tónlistinni.“ Ég er reynd- ar í á bilinu sex til tíu hljómsveitum, þannig að þunga- rokkið er engin þungamiðja í minni tónlistar- sköpun. Baldur Hljómsveitir Skálmöld, Ljótu hálfvitarni, Bófar, Innvortis, Danshljóm- sveitin Hommar, Dætrasynir Ég vissi frá upphafi að ég ætlaði að yrkja svona texta, um þetta efni. Mér fannst bara svo skrítið að það væri enginn búinn að gera þetta. Snæbjörn Hljómsveitir Skálmöld, Ljótu hálfvitarnir, Bófar, Innvortis, Danshljóm- sveitin Hommar Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Tónlistin öskrar alltaf á mann Hljómsveitin Skálmöld hefur notið ótrúlegra vinsælda undanfarið miðað við þungarokkshljómsveit og nú er í upp- siglingu leiksýning byggð á fyrstu plötu þeirra, Baldri. Bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir eru ekki í neinum vafa um að vinsældirnar séu mikið því að þakka hvað hljómsveitarmeðlimum þykir gaman að flytja þessa tónlist. BRÆÐUR Í TÓNLISTINNI Snæbjörn er í fimm hljómsveitum og Baldur í sex. Skálm- öld á þó sérstakan sess í hjarta þeirra beggja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.