Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 32

Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 32
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 LÍFSHLAUP 1957 Nicholas Edward Cave fæðist í Warracknabeal, smábæ í Victoria í Ástralíu. 1966 Byrjar í kór í Holy Trinity-dómkirkjunni í Wangaratta. 1970 Rekinn úr miðskólanum í Wangaratta. 1973 Kynnist Mick Harvey, Phill Calvert, John Cochi- vera, Brett Purcell og Chris Coyne. Þeir stofna hljómsveit með Nick sem söngvara. Árið 1977 fær hljómsveitin nafnið The Boys Next Door eftir örlitlar mannabreytingar. Seinna breyttist nafn bands- ins í The Birthday Party. 1976 Faðir hans, Colin, deyr í bílslysi. 1977 Hættir í Monash-há- skóla til að einbeita sér að tónlist. Á svipuðum tíma byrjar hann að nota heróín. 1984 The Birthday Party hættir. Í kjölfarið var stofnuð hljóm- sveitin The Bad Seeds sem er enn starfandi. 1986 Heldur tón- leika á Íslandi með hljómsveit sinni The Bad Seeds. 1989 Gefur út sína fyrstu skáldsögu, And the Ass Saw the Angel. 1996 Er guðfaðir Heavenly Hiraani Tiger Lily, dóttur rokkarans Michaels Hutch- ence sem framdi sjálfsmorð árið 1997. Nick söng lag sitt Into My Arms af plötunni Boatman‘s Call í jarðar- förinni hans. 2002 Heldur sólótónleika á Hótel Íslandi. 2005 Nick og Warren Ellis semja tónlist við leikritið Woyzeck í uppfærslu Vestur- ports. 2005 Kvikmyndin The Proposition er frumsýnd. Nick skrifaði handritið en leikstjórn var í höndum Johns Hillcoat. 2006 Nick og Warren Ellis semja tónlist við leikritið Hamskiptin í uppfærslu Vesturports. 2006 Stofnar hljómsveitina Grinderman með Warren Ellis, Martyn P. Casey og Jim Sclavunos. Hún gaf út tvær plötur– Grinderman árið 2007 og Grinderman 2 árið 2010. Hljómsveitin hætti 2011. 2006 Nick og Warren Ellis semja tónlistina fyrir kvikmyndina The Assass- ination of Jesse James by the Coward Robert Ford. 2006 Skrifar framhald af kvikmyndinni Gladiator að beiðni leikarans Russell Crowe en myndverið hafnaði handritinu. 2006 Heldur tónleika með hljómsveit sinni The Bad Seeds í Laugardalshöll. 2009 Gefur út sína aðra skáld- sögu, The Death of Bunny Munro, sem fjallar um sölu- mann með kynlífsfíkn. 2010 Nick og Warren Ellis semja tónlist við leikritið Faust í uppfærslu Vestur- ports. 2012 Kvikmyndin Lawless er frumsýnd en Nick skrifaði handritið The Wettest County in the World sem var notað við gerð myndar- innar sem var leikstýrt af John Hillcoat. 2013 Nick Cave og hljóm- sveit hans The Bad Seeds halda tónleika á hátíðinni All Tomorrow‘s Parties á Ásbrú. Nick Cave státar ekki aðeins af fjölda-mörgum stórkostlegum plötum á ferlin-um sem spannar fjörutíu ár. Hann hefur einnig samið tónlist fyrir bíómyndir og leikrit, skrifað bækur og honum hefur brugðið fyrir í nokkrum kvikmyndum í gegnum tíðina. Vinsæl þemu í textaskrifum hans eru trú, dauði, ást og ofbeldi en lífshlaup hans er afar skrautlegt. Fyrstu tuttugu ár ferilsins var hann í heróínmóki og óttaðist að frægðarsól hans myndi hnigna seint á tíunda áratugnum þegar hann sigrað- ist á sprautufíkn sinni. Margar sögur hafa gengið um Nick eftir fyrstu heimsókn hans til Íslands árið 1986 og skapaðist mikið neyðarástand þegar ekkert heróín fannst á landinu fyrir kauða. Í flestum sögunum, sem oft hafa birst nafnlausar á prenti hér og þar, er Nick lýst sem miklum listamanni sem var aðframkominn af eiturlyfjaneyslu. Áhyggjur Nicks reyndust á veikum grunni byggðar því að þótt tónlist hans á síðari árum sé talsvert frábrugðin því sem aðdáendur hans vönd- ust snemma á ferlinum stígur hann varla feilspor þegar kemur að tónsmíðum. Persóna hans hefur þó ekkert breyst eins og hann sagði frá í viðtali við The Guardian árið 2005. „Fólk heldur að maður verði góð manneskja bara af því að maður hættir að drekka og neyta eitur- lyfja. Það era algjört kjaftæði.“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is Nick kvæntist bresku fyrirsætunni Susie Bick árið 1999 og eiga þau saman tvíburasynina Arthur og Earl sem fæddust ári síðar. Fyrir átti Nick tvo syni, Luke, þrettán ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni, blaðakonunni Viviane Carneiro, og Jethro, einnig þrettán ára, sem hann á með Beau Lazenby. Jethro starfar í fyrirsætubransanum og hitti föður sinn ekki fyrr en hann var sjö eða átta ára. NICK CAVE UMLUKINN DULÚÐ Heimildarmyndin 20.000 Days on Earth er opnunarmynd hátíðarinnar Reykjavík Shorts&Docs sem hefst 3. apríl. Mynd- in fjallar um tónlistarmanninn og Íslandsvininn Nick Cave sem er einn virtasti og hæfileikaríkasti listamaður samtímans. Fjölskyldumaðurinn Það kom mörgum aðdáendum Nicks Cave í opna skjöldu þegar tilkynnt var að Iain Forsyth og Jane Pollard væru með heim- ildarmynd um hann, 20.000 Days on Earth, í bígerð. Mikil dulúð hefur fylgt þessum merka listamanni og hefur hann ávallt haldið einkalífi sínu fyrir sig. En 20.000 Days on Earth er engin venjuleg tónlistar- heimildarmynd. Í myndinni spinnur Nick sjálfur senur um sköpunarferlið sem hann fer í gegnum í tónlist sinni og magnar myndin enn meira upp þá dulúð sem umlykur Nick frekar en að veita innsýn í daglegt líf hans. Í viðtali við Rolling Stone segist hann ekki hafa viljað gera hefð- bundna tónlistarheim- ildarmynd. „Það er mikið af tón- listarheimildarmynd- um til. Við horfðum á sumar þeirra og þær gáfu okkur frekar vísbendingu um hvað við ættum að forðast,“ segir Nick. „Ég vildi ekki að ráðist yrði inn í líf mitt. Flestar tónlistarheim- ildarmyndir þjóna bara kynn- ingartilgangi. Ég var tregur til að gera myndina í byrjun því ég hafði engan áhuga á að gera þannig heimildarmynd,“ bætir Nick við. Í myndinni sést Nick ræða við sálfræðing en hann segist aldrei hafa hitt manninn áður en tökur hófust. „Hann er freudískur sálgreinir. Ég hafði aldrei hitt náungann. Þetta er í raun ekki skrifstofa ein- hvers. Þetta er myndver. En við hittumst á settinu og byrjuðum á samræðum sem vörðu í tvo daga,“ segir Nick í viðtalinu við Rolling Stone. Þá talar hann líka um sína fyrstu kynlífsreynslu í myndinni með konu sem klæddi hann upp í kvenmannsföt. Hann segir það að hluta til satt. „Þessu er ritstýrt auðvitað en ritstýring getur skemmt sann- leikann. Þegar maður situr með einhverjum og talar við hann í langan tíma, nánast án hádegishlés, verður ómögulegt eftir smástund að passa svörin sín. Þá segir maður bara „Æi, til andskotans með þetta.““ Engin venjuleg mynd Aðrir listamenn um Nick Cave Hann er fullkomnunarsinni Hann efast og hefur áhyggjur af öllu … hann er fullkomnunarsinni. Stund- um er eins og hann vinni of mikið að hlutum en þrátt fyrir það og þrátt fyrir vandamál hans með eiturlyf og svo framvegis hefur hann aldrei tapað skýrri sýn. Peter Milne, ljósmyndari og vinur hans Kenndi mér að fara lengra Hann kenndi mér að hvarfla ekki um of frá mínu innra eðli heldur að fara lengra, prófa öðru vísi hluti og missa ekki sjónar á mínum innsta kjarna. Kylie Minogue, söngkona og vinkona hans Hrokafullur og hefur efni á því Ég heyrði fyrst í Nick Cave á sjálfstætt starfandi útvarpsstöð í Ástralíu og orðanotkun hans er hrífandi. Hann er mjög hrokafullur en hann hefur efni á því. Portia de Rossi, leikkona
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.