Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 38

Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 38
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is GLÆSILEGAR HURÐIR STERKAR OG HLJÓÐEINANGRANDI -Einfaldar í uppsetningu. Fjölbreytt úrval. Mælum og gerum tilboð þér að kostnaðarlausu. Það er ódýrara en þú heldur að skipta um innihurðir. H ja rta la g 1 Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? Að ég sé snoðaður af fúsum og frjálsum vilja þegar ég er í raun sköllóttur. #Einmitt 2 Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? Virðist oftast koma fólki á óvart hvað ég er lítill. Er samt 179 cm en var í sjónvarpi í 6–7 ár með Sveppa og Pétur, sinn hvorum megin, og þeir eru vel undir meðalhæð, virkaði hávaxinn! 3 Hvað kemur út á þér tárunum? Get orðið mjög meyr í þynnkunni og tárast yfir myndum eins og La Bamba og fleirum … 4 Hvað gerir þig pirraðan? Að vera í troðnum klefa eftir lyftingar eða íþróttir og að bíða í troðningi fyrir utan bíósal byrjaður að svitna í úlpunni! Snertifælni mín spilar stóra rullu í hvoru tveggja. 5 Hvað er fyndnast í heimi? Árni Ragnar vinur minn ofurölvi fer langt með það, hann breytist þá í Blackout Cuz sem er líklega það fyndnasta sem ég veit. (Hann er feiminn edrú.) 6 Er líf á öðrum hnöttum? Já, er það ekki? Las reyndar flott kvót um daginn: „Annað- hvort erum við ein í veröldinni eða ekki, hvort tveggja jafn hræðilegt.“ 7 Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? Fullur Old Trafford að fagna marki Pauls Scholes í vinklinum gegn Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar 2008! Fékk að taka þátt í því hljóði. 8 Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofnaðir? Horfi á þætti í tölvunni. 9 Í hvaða frægu persónu ertu skotinn? Jessica Alba mætti alveg detta í svona Notting Hill-pakka með mér – ég er þá Hugh Grant. 10 Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér eyðieyjuna, hvað yrði fyrir valinu? Bókin yrði líklegast Biblían, ekki því að ég sé svo trúaður, hún er bara svo löng. Platan yrði Nevermind með Nirvana og Dumb and Dumber yrði myndin. 11 Hver er fyrsta minningin þín? Að langa að vera í fótbolta úti. 12 Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? Kæmi mér ekki á óvart að ég yrði kominn meira á bak við mynda- vélina að hjálpa og leiðbeina öðrum. En bara vonandi að vinna eitthvað í kringum fjölmiðla, hef mjög gaman af því. 13 70 mínútur eða Tekinn? 70 mínútur verða alltaf mitt uppáhald í fjölmiðlum. 14 Hver var æskuhetjan þín? He-man, Jordan og Cantona. 15 Er ást í tunglinu? Er ég orð-inn svona sybbinn hérna? Næ þessari ekki alveg … ➜ Kynnir og útvarps- maður Auðunn Blöndal er landsmönnum kunn- ur fyrir sprell fyrir framan myndavélina og hljóðnemann á FM957. Núna sér hann um að kynna hæfileikakeppnina Ísland Got Talent sem er í fyrsta sinn í beinni útsendingu annað kvöld í opinni dagskrá á Stöð 2. Auðunn skaust upp á stjörnuhimininn árið 2001 sem hjálparkokkur í þáttunum 70 mínútur á Popp Tíví. YFIRHEYRSLAN: AUÐUNN BLÖNDAL FJÖLMIÐLAMAÐUR He-Man, Jordan og Cantona æskuhetjurnar Spennandi íslensk hönnun til að fylgjast með á HönnunarMars ÖRK Hliðarborð eftir Kristbjörgu Maríu Guðmundsdóttur. Til sýnis í Kraumi í Aðalstræti. ELDLEIFTUR Ljós eftir Jón Helga Hólmgeirsson vöruhönnuð, hluti af verkefni Studiobility sem bauð vel völdum hönnuðum að hanna nýja og spennandi vörulínu, Selected by Bility. Er til sýnis í Aurum í Bankastræti. HYLUR Skrifborð eftir Guðrúnu Valdi- mars vöruhönnuð. Hægt að skoða í versluninni Epal. LÍFFÆRAFRÆÐI LETURS Plaköt eftir Sigríði Rún, grafískan hönnuð. Fæst í Spark design space á Klapparstíg. STAKA Fylgihlutalína eftir Maríu Kristínu Jónsdóttur vöruhönnuð. Hægt að skoða í 38 þrepum á Laugaveginum. App vikunnar að þessu er smáforritið Foodzy. Um er að ræða sniðugt app fyrir þá sem v ilja halda utan um mataræðið og fylgjast með hitaein- ingunum. Foodzy er eins konar matardagbók sem heldur utan um það sem þú borðar og drekkur og þar getur þú meðal annars séð hitaeiningarnar sem þú neytir og borið þær saman við hitaeiningarnar sem þú brennir. Foodzy reiknar út hitaeiningarnar, próteinið og önnur efni sem þú neytir. Ef þú borðar óhollt lætur Foodzy þig vita og mælir með að þú farir í hollari fæðu. Þú getur fylgst með hvað vinir þínir eru að borða með því að fylgja þeim og einnig með því að sjá hvar þeir eru að tékka sig inn, það er að segja, á hvaða veitingastaði, því þú getur tékkað þig inn á staði í appinu. Foodzy er fáanlegt fyrir stýrikerfi Apple og Android en ekki fyrir Windows. App vikunnar: FOODZY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.